Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 38
Gefið fótunum frelsi í þægilegum skóm Það má svo sannarlega segja að við göngum af okkur fæturna, í þröngum, támjóum skóm og í stígvélum með allt of háum hælum. Hingað til hafa það verið konur sem hafa liðið mest fyrir skótískuna. En nú fylgja karlmennirnir fast á hæla þeirra. VON VIKAN OG NEYTENDA SAMTÖKIN — Fótamein eru svo algeng að við gætum fyllt hvert einasta sjúkrarúm af fólki sem þarfnast meðferðar, segir Jan A. Pahie, sérfræðingur í ortopediupp- skurðum og Björn Grönli, ortopediskósmiður. — En sjúkrarýmið er ekki ætlað fólki með fótamein, svo að við ættum kannski að gæta fót- anna betur og leyfa þeim að hafa rúmt um sig í breiðum skóm. Fáir hugsa vel um fætur sína. Fæsta mundi einu sinni dreyma um að fara á sama hátt með hendur sínar og fætur. Hver mundi láta sér detta í hug að troða höndunum inn í þröngt hulstur sem klemmdi fingurna saman, hindraði eðlilegar hreyfingar þeirra og ylli því að lokum að þeir litu út eins og vanskapaðir? En þetta gerum við með fæturna. Verstu óvinir fótanna eru támjóir, þröngir skór og stígvél með háum hælum. Við þrýstum tánum svo mikið saman til að koma fætinum niður í þröngan skó að stundum þrýstist stóra táin undir næstu tá. Sé skórinn hælkappalaus verðum við að kreppa tærnar til að skórinn fylgi fætinum er við göngum og afleiðingarnar eru krepptar tær með tilheyrandi líkþornum og meinum. Nú er ekki nóg með að skór séu támjóir, heldur eru háir, mjóir hælar einnig í tísku. Og þessari tegund hæla fylgja snúnir ökklar, slitin liðabönd og fótbrot. Vegna óstöðugleika hælanna pressast þyngdin frani á við, tærnar eru enn framar í skónum og þær klemmast saman. Þar sem líkamsþunginn er allur úr jafnvægi er líka næstum ókleift að ganga beinn í hnjánum. Það getur valdið brjóskskaða i hnénu og einnig hafa háir hælar slæm áhrif á mjaðmir og hrygg. Jan A. Pahle er yfirlæknir í ortopediuppskurðum. Hann hefur árum saman varað strang- lega við þröngum, támjóum skóm en finnst sjálfum að hann hafi talað fyrir daufum eyrum. — Hingað til hafa konurnar orðið að greiða hina brjálæðis- legu skótisku dýru og kvalafullu verði, segir Pahle. — En nú fylgja karlmennirnir fast á hæla þeirra. Því að þröng stígvél með háum hælum hafa líka komist í tísku á meðal þeirra. Ég er hræddur um að afleiðingin verði heil kynslóð af karlmönnum með krepptar tær. Karlmenn nota enn támjóa skó og nú bætast stultuhælarnir við hjá kvenfólkinu. Og það er einmitt þessi skótíska sem þeir sérfræðingarnir, Pahle og Grönli, eru hvað dómharðastir um. Réttu skórnir Skórnir eiga að hjálpa til við eðlilegar hreyfingar fótanna en ekki hindra þær. — Við vitum vel hvernig Þannkg ar laga tánna I skóm sam hafa angan hælkappa til að halda skónum á fætínum. góðir skór eiga að vera. í raun og veru þurfa þeir aðeins að uppfylla einföldustu kröfur skó- smiðsins, segja þeir Pahle og Grönli. — Fyrst og fremst á milli- sólinn að vera stífur. Millisólinn á að undirstrika eðlilega hvelfda il og styðja við fótinn. Hann á að vera svo stífur að engin hætta sé á að hann vindi upp á sig og hann á einnig að vera óbeygjan- legur. Sólinn framan við milli- sólann á aftur á móti að vera mun mýkri þannig að hægt sé að beygja tærnar. Hælkappinn á að falla vel að hælnum. Það eru reimarnar og hælkapparnir sem gera það að verkum að skórinn fylgir 38 Víkan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.