Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 42
„Ég er búin að hugsa svo mikið um föstudaginn,” sagði frú Bradshaw við Jeremy. „Ég fór út um klukkan hálf- fjögur til þess að hitta vinkonu mína i kvikmyndahúsinu — ég náði i strætis- vagninn við endann á götunni. Fyrst fengum við okkur tebolla í kvikmynda- húsinu — það er mjög vinalegt þar." Hún tók sér hvild og hugsaði. „Bíll kon- unnar þinnar var ekki fyrir utan þá, hr. King. Ég hefði tekið eftir honum. Það eru ekki margir bilar hérna fyrir utan á daginn þegar þið eruð öll að vinna. En hann var hérna þegar ég kom heim — rétt fyrir átta hefur það verið, frekar seint hvað mig varðar. Ég sagði lögreglunni það vitanlega.” Frú Bradshaw hafði þá ekki verið við gluggann á því augnabliki sem skipti máli og séð Söndru koma heim, hugsaði Jeremy þreytulega. „Hún sem var svo falleg og vingjarn- leg," sagði frú Bradshaw mæðulega. „Mér þótti alltaf svo vænt um að hitta hana. Hún brosti svo skemmtilega. Við spjölluðum alltaf svolítið saman þegar við hittumst. Þetta er hræðilegt." Hún tók sér aftur málhvíld. „Bifreið hr. Odgens var ekki þarna þetta kvöld — ég rnan það. Þau eru þúin að fá sér nýja, ég tók eftir því um daginn. Rauða." Það var rétt: Datsun. Og Jean Odgen gæti hafa verið að versla og farið á hon- um. Kjörbúðirnar voru opnar fram eftir á föstudagskvöldum. Bill gæti hafa verið heima og vitað að Sandra var ein í íbúð- inni. Odgen hjónin höfðu ekki lagt af stað í helgarfríið fyrr en á laugardag. Bill gæti hafa myrt Söndru og lagt rólegur af stað næsta dag vitandi það að hún myndi ekki finnast næstu daga. „Það var líka annar bíll þarna,” sagði frú Bradshaw. „Hvitur, honum var lagt næst hil konunnar þinnar. Ég kannaðist ekki við hann. Ég held að það eigi hann enginn sem býr hér, nerna að hann sé nýr. Ég þekki flesta bilana." „Hvitur bíll?” Jeremy reyndi að fylgj- ast með. Hann hafði það á tilfinning- unni að hann væri að hlusta á eitthvað mikilvægt. „Sást þú hvítan bil sem þú þekktir ekki, næst bíl Söndru?" „Já." „Og var hann þar daginn eftir? Þessi hvíti? Á laugardagsmorguninn? Þú sagðist hafa séð bil Söndru þá." „Nei, hann var þar ekki þá. Að minnsta kosti ekki á sama stað,” sagði frú Bradshaw. „Ég er viss um það vegna þess að bill Odgens stóð þá næst bil kon- unnar þinnar — blái billinn hennar og rauði bíllinn þeirra. Svo fóru Odgen hjónin snemma — þau voru i burtu alla helgina.” Hún roðnaði lítillega, ein- kennileg svipbrigði á gömlu hrukkóttu andlitinu. „Þér hljótið að telja mig ógur- lega slettireku, hr. King, en mér finnst gaman að horfa á ykkur unga fólkið.” „Þessi hviti bíll, frú Bradshaw," sagði Jeremy óðamála. „Hvaða tegund var það? Veist þú það?” „Nei, ég veit það ekki. Hann var af 42 Vikan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.