Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 43
svipaðri stasrð og hr. Odgens — eilítið stærri kannske. Öðruvísi — önnur teg- und. Ósköp venjulegur." „Tókstu eftir einhverju öðru við hann? Númerinu?" „Það voru einhverjar bækur i aftur sætinu. Ég tók eftir því," sagði frú Brad- shaw. „Ég gekk fram hjá bílnum þegar ég kom. Ég er hrædd um að ég sé frekar óþæg og ég prila alltaf yfir litla skilvegg inn og geng fram hjá bílunum í stað þess að taka á mig sveig að innganginum. Þetta sparar mér þó nokkur spor og ég kemst yfir vegginn með því að halda i stólpann við hornið. Konan þín leggur — lagði — vanalega bílnum sínum þar ef stæðið var autt Hún hjálpaði mér einu sinni yfir." „Já.” Sandra hafði minnst á þennan vana frú Bradshaw. „Haltu áfram.” hvatti Jeremy hana. „Það voru bækur i bílnum?” „Já. Mikið af þeim, orðabækur ein hvers konar og heilmikið af bæklingum. Honum var lagt við götuljósið. Það er ein ástæðan fyrir þvi að ég gekk einmitt þar um. Ég sá þær greinilega.” Sjálfur Bailey rannsóknarlögreglufor- ingi kom undireins til þess að hitta frú Bradshaw og Jeremy var leyft að vera áfram i herberginu nteðan hún endur- tók það sem hún hafði sagt honum. Hann reyndi að hafa hemil á óþolin mæði sinni nteðan hún útskýrði aftur hvernig hún kleif yfir lága vegginn sem skildi að bílastæði íbúanna og gangstétt- ina. „Það getur verið að einhver gestkom andi hafi átt bílinn," benti Bailey á. „Hr. King. á einhver vina yðar hvítan bíl? Þeir eru mjög algengir núorðið.” „Nokkrir þeirra,” sagði Jeremy. „Einnig þér. lögregluforingi,” sagði frú Bradshaw. Hún kinkaði kolli í átt að glugganum. „Bíllinn yðar er alveg eins og sá sem ég sá." Bailey hafði ekki komið í sinum eigin bíl heldur hvitum lögreglubil. Ford Escort, sem Firth ók. „Nú, jæja,” sagði hann. „Við skulum athuga það. Strax." ll.KAFLI. Gary trúði vart sinni eigin heppni þar sem hann sat í bil sinum fyrir utan hús númer 11 við Chestnut Avenue. Hann hafði næstum ekki þekkt hávöxnu, ósnyrtilegu konuna í snjáðu regnkáp- nnni sem stóð fyrir utan hús læknisins. Hann furðaði sig ekkert á þvi hvað frú Havant var að gera fyrir utan húsið þegar veisla stóð yfir inni. Hann hafði fundið hana og það eitt skipti máli. Hann sá hana aka inn í innkeyrsluna við númer ellefu. siðan hafði billinn hennar horfið þegar hún lét hann inn i bílskúr inn sem var falinn á bak við runna. Eftir nokkra stund kviknuðu Ijós í húsinu. Gary færði bílinn sinn ofar í götuna °g beygði inn á hliðargötu, þar var nóg af bílastæðum. Siðan nálgaðist hann húsið fótgangandi og leit upp og niður götuna. Þar var engan að sjá. Gary smeygði sér inn um hliðið og i skjól á bak við stóran runna. Þar beið hann langa stund. Ljósin sem hann hafði þegar komið auga á héldu áfram að loga. Þetta var stórt hús fyrir eina manneskju. kannske var hún gift eftir allt saman og hafði losað sig við karlinn yfir helgina. Gary færði sig á milli runnanna að bakhlið hússins þar sem bjartur Ijósgeisli þrengdi sér út og lýsti upp blómabeðið fyrir neðan gluggann. Það var ekki dregið fyrir eldhúsgluggann. Gary færði sig nær og gat horft beint inn í mann- laust herbergið. Hann sá gamaldags skáp. bolla sem héngu á krókum og diska er staflað var upp. Hann beið. Frú Havant myndi áreiðanlega koma aftur til að slökkva ljósið og þegar dimmt væri orðið ætlaði hann að reyna að komast inn. Enn einu sinni kom honum matur í hug. hún að fara með hitaflösku i rúmið svo hún sofnaði fyrr. Hún fór með tebollann inn í litlu setutofuna sina og flöskuna upp. Meðan hún var uppi opnaði Gary bakdyrnar og læddist inn í húsið. Kate lét flöskuna i rúmið sitt og lagði náttkjólinn ofan á hana. Þegar hún væri komin upp í myndi hún faðnta að sér flöskuna í ullarhlifinni. Hún myndi taka inn mogadontöflu og detta út af. burt frá hryllingnum vegna myrtu stúlkunnar og örvæntingunni yfir þvi að þurfa að slíta sambandinu við Richard. Hún fór inn í herbergi móður sinnar. Gamla konan lá nú á hliðinni, hvitur hárlokkur lá yfir kinn hennar og önnur höndin nam við hökuna eins og á litlu barni. Andardráttur hennar var mjög hægur. Frú Wilson virtist svo lítil og varnarlaus og Kate skammaðist sin fyrir Um leið og hönd hans greip fyrir munn hennar til þess að koma í veg fyrir að hún æpti vissi Kate að þessi maður, sem hún þekkti undir eins, hlaut að vera morðingi Söndru. Hann varð að biða drykklanga stund áður en Kate kom inn i eldhúsið. Hún birtist allt í einu og nálgaðist vaskinn til að skrúfa fyrir lekann í krananum sem var fyrir neðan gluggann. Gary starði á hana. Gat þetta verið hin raunverulega frú Havant, svo ólagleg og ungleg. Hárið var sléttgreitt og lafði niður sitt hvorum ntegin við andlitið þegar hún beygði sig fram? En skyndilega hnyklaði hún brýrnar. Hún hafði hnyklað þær á þennan hátt áður en hún skildi við hann og stúlkuna. Gary vissi að andlitsmáln- ing og föt gátu gert mikið til þess að breyta konu, hún var auðsjáanlega ekk- ert að leggja sig fram þegar hún var ekki hjá viðhaldinu. Hann mundi eftir systur sinni með rúllur og andlitskrem og svo sköntmu síðar tilbúna að hitta einhvern strák, þvilikur ntunur. Hann hafði ekki hugsað um hana i langan tíma og ekki hitt hana síðan hann fór að heiman ári eftir. að móðir hans dó og föðursyslir hans. sem var kennari, kom til þess að sjá um heimilið. Frú Havant teygði sig skyndilega upp, dró tjöldin fyrir gluggann og hann sá ekki nieira. Siðan kviknaði Ijós á efri hæðinni. Gary laumaðist að bakdyrunum og fór að eiga við lokuna. Kate hafði rifið sig upp úr hinum sáru og flóknu hugsunum sínum og vildi láta sér líða vel. Hún fór inn í eldhúsið til að hita sér te. Siðan, þar sem nóttin var köld og það var hrollur i henni, ákvað óþolinmæði sína og andúðina sem hún hafði svo oft á henni. Hún velti fyrir sér samlifi foreldra sinna, föður hennar hlaut að hafa fundist hjónaband sitt langt frá þvi að vera fullnægjandi. Kate mundi eftir þvi að hann fór oft burtu í verslunarferðir i verksmiðjur og vöru- hús. Hann gat hafa verið í leit að öðru en verslunarvarningi, kannske vissi móðir hennar það og faldi smán sína á bak við uppgerðar veikindi. Hennar eigin getnaður gat verið afleiðing af rofi eða vopnahléi i brösóttri sambúð þeirra. þau höfðu aldrei svo hún mundi eftir átt sameiginlegt svefnherbergi. Hún myndi aldrei komast að sannleik anum og eftir þetta langan tima gat hún ekki dæmt um það. Cynthia Stearne hafði sagt Richard að hún myndi skilja við hann undireins ef hann yrði henni ótrúr. Móður hennar gat hafa fundist hið sama en á þeim dögum var skilnaður álitinn hneyksli. Að neita föður hennar um frelsi, ef hann þráði það, gat hafa verið versta refsingin sem móðir hennar fann. Kate fór niður í setustofuna, þar sem teið beið tilbúið. og kveikti á útvarpinu. Hún stillti á rás 2. þar sem aðrar BBC stöðvar voru hættar útsendingum svona seint, og var rétt að Ijúka við teið þegar miðnæturfréttirnar byrjuðu. Það var fjallað um verkfall í aðsigi og hækkun oliuverðs. En svo mátti greina vaxandi spennu i rödd þularins. „Lögreglan rannsakar nú dauða frú Söndru King, sem fannst látin í íbúð sinni i Wattleton i gær og virðist hún hafa verið kæfð. Skorar lögreglan á hvern þann sent sá hana síðastliðið föstudagskvöld að gefa sig frant. Það hefur komið fram að hún kom á bensin stöð i Risely. tuttugu kílómetrum suður af Wattleton, um klukkan hálfsjö akandi blárri Fiatbifreið sinni. Hún var þá ein." Mikill léttir streymdi um Kate. Hún hafði sjálf skráð sig á Svarta svaninum klukkan tuttugu mínútur yfir sex. Jarp hærði maðurinn gat ekki hafa neitt að gera með dauða Söndru King vegna þess að hún hafði sést ein eftir þann líma. Kate hafði bara látið hræðsluna gripa sig. Hún stóð upp. tók upp litla útvarps tækið sitt og ætlaði með það upp, hún lækkaði i þvi svo hljóðið myndi ekki vekja móður hennar. Hún gat nú farið að sofa með hreina samvisku. Hún gekk i átt að dyrunum meðan þulurinn lýsti Söndru og fötunum sem hún hafði verið i þegar hún var myrt. Kate.sem varenn þá að hlusta, opnaði dyrnar. Hannstóðfyrirutan. Um leið og hönd hans greip fyrir munn hennar til þess að koma i veg fyrir að hún æpti vissi Kate að þessi maður. sent hún þekkti undireins, hlaut að vera morðingi Söndru. Það var miðnætti en nóg að gera á lögreglustöð Wattleton. Það varð að af- greiða drykkjumennina, flækinga og ökuníðinga meðan yfirheyrslurnar héldu áfram. Búið var að spyrja alla ibúa Albany fjölbýlishússins, þar sem Sandra King hafði búið, hvort þeir hefðu haft gest á föstudagskvöld sem kontið hefði i hvitum bíl, líklega Ford Escort. Nokkrir höfðu haft gest en engan á slikunt bil. Eftir kvöldfréttirnar hringdu tveir sem sögðust hafa séð einhvern vcra að skipta um hjól á bil ekki langt suður af Risely. Annar sagði að hann hefði séð þrjá bila á vegarkantinum, einn hvitan og tvo aðra. Hann var ekki lengur viss hver þeirra það var sem var i vandræð- um. Hinn sem hringdi hafði tekið eftir stúlku að fást við bláan bil en séð að það var þegar kominn karlmaður að hjálpa henni. Hann gat ekki lýst hjálparmann inum en minnti að hann hefði verið i bláum fötum. „Eftirtektarsamur. ha?”sagði Hawks- worth rannsóknarlögregluforingi, þegar hann las þessa skýrslu. Hann tók eftir þvi að lögregluyfirvöld í þeim héruðum, þar sem báðir þessir menn bjuggu. höfðu verið beðin unt að leita upplýsinga án tafar. „Svo nú erum við að leita að hvítum bil, liklega Ford Escort. sem ekið er af manni í brúnum fötum. Hann hefur elt stúlkuna heim i sinum eigin bil, liklega eftir umtali. Það útskýrir hvers vegna hún var ein á bensínstöðinni.” „Já, lierra. Og hann getur verið full- trúi bókaútgefanda,” sagði Bailey. „Frú Bradshaw sá bækur í bílnunt hans." Þeir vissu báðir hvað bæri að gera. 41-tbl. Vikan43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.