Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 44
Hafa varð upp á öllum sem störfuðu á vegum bókaútgefenda á svæðinu, yfir- heyra þá og athuga bifreiðar þeirra. „Hann gæti verið bókasali," bætti Bailey við. „Aka þeir um með vörur sinar á þenn- an hátt? Ætli sumir þeirra geri það ekki,” sagði Hawksworth. „Athugaðu með þá alla vega.” En þaö verk gat ekki byrjað fyrr en næsta dag þegar bókabúðir og skrif- stofur yröu opnaðar og það gat vérið margra daga verk að finna alla þessa mcnn. Þegar Gary var kominn inn i húsið heyrði hann að Kate gekk um uppi og faldi sig þvi i kústaskáp undir stiganum. Að smá stund liðinni heyrði hann hana ganga niður aftur og stuttu síðar heyrði hann daufan óm af tónlist. Þegar frétt- irnar byrjuðu gat hann ekki greint orða- skil svo hann læddist úr felustað sínum að dyrunum til að hlusta. Kate opnaði dyrnar áður en hann komst lengra. Kate missti útvarpið þegar hann þreif i hana. Það hljómaði áfram i þvi þar sem það lá á gólfinu. Gary stóð rneð aðra höndina yfir munni Katc, handlegginn utan um líkama hennar og þrýsti henni að sér i einhvers konar gervifaðmlögum, og þau hlustuðu bæði á þegar fréttaþul- urinn sagði frá þvi að talið væri að hin myrta hefði skipt um hjól undir bifreið sinni einhvern tíma á föstudagskvöldi, líklega á norðurleið til Risely. Hver sem hcfði annaðhvort hjálpað henni eða séð Sftna ~ og Stjáni hana var beðinn að hafa samband við lögreglustöðina i Wattleton, síðan var simanúmerið lesið upp. Gifurlegur ótti og hræðsla lamaði Kate nokkur augnablik. En hún var jafnstór Gary og nú átti hún þann kraft sem ofsahræðslan gefur. Hún hristi höfuðið ógurlega til aö losna við hönd- ina sem hélt um munn hennar og notaði hendurnar til þess að ýta honum frá sér. Hún var mun sterkari en Sandra King. Gary, sem einnig var hræddur, ýtti Kate yfir herbergið. uns hún rak bakið i vegg- inn. Hún reyndi ennþá að brjótast um en þau andartök sem hönd hans sleppti munni hennar æpti hún aldrei. Eins og Sandra og af sömu ástæðum gat hún þaðekki þósvo hún gæfi önnur hljóð frá sér. Andköf og stunur þegar hún barðist ■ gegn honum. Þetta var annars konar bardagi. Það var ekkert kynferðislegt við þetta. aðeins dýrsleg hræðsla hjá báðum aðilum, og Kate, án þess að skilja hvað það var. fann hræðslu Garys renna saman við sína. Loksins tókst honum að negla hana upp við vegginn. Hann setti aðra hönd- ina fyrir munn hennar en með líkaman um, fótunum og hinum handleggnum þrýsti hann sér upp að henni svo hún gat ekki hreyft sig. „Frú Havant," hvæsti hann. „Ég fann þig, frú Havant.” Fyrir ofan höndina, sem hélt fyrir munn hennar, störðu augu. full undr- unar, á rjótt andlit hans. „Og þú ert hér ein,” bætti hann við. Það kom heim. Hann hafði ekki heyrt neinn annan ganga um þar sem hann faldi sig i skápnum og meðan hungrið jókst svo maginn var farinn að mótmæla hástöfum. Engar raddir höfðu heyrst ofan frá og hann var viss um að enginn hefði getað sofið i þeim hávaða sem þau höfðu valdið. Meira að segja hljóðið í út varpinu hafði dofnað í látunum. Reyndar höfðu þetta aðeins verið stympingar. stunur og muldur. Ekki eitt einasta húsgagn hafði oltið. Mesti há- vaðinn hafði verið þungur og ójafn andardráttur bardagaaðilanna. Hægt og varlega tók Gary hönd sina frá munni Kate tilbúinn að kefla hana aftur ef hún myndi æpa. Kate var nú farin að hugsa skýrar. Móðir hennar svaf vært af mogadontöfl- unum og myndi ekki vakna nema við mikinn hávaða. Hún varð að láta þenn- an mann halda að hún væri ein, annars færi liann upp og dræpi móður hennar, það var öruggt. Hann ætlaði að myrða hana, það vissi hún, en hún ætlaði að gera honum erfitt fyrir. „Eiginmaður minn kemur bráít heim,”sagði hún reiðilega. Það var enginn tími til þess að velta því fyrir sér hvernig þessi maður, sem vissi að hún gæti borið kennsl á hann, hafði fundið hana. Hann hafði nauðgað vesalings stúlkunni áður en hann myrti hana og Kate var viss um að hann ætlaði að nauðga henni lika. HVERS VEGNA MORÐ? „Þú ert ekkja.” sagði Gary. „Nei.” „Víst ertu það. Ferð í sóðaleg helgar- frí með viðhaldinu þinu, þessum lækni. Þú ættir að skammast þin.” Gary sneri henni við og sveigði handlegg hennar þjösnalega upp á við svo að hann stóð á bak við hana eins og hann hafði séð ruddana gera í biómyndunum. Siðan tók hann aftur fyrir munn hennar og ýtti henni i átt að eldhúsinu. „Þú átt ekkert von á manninum þínum. Þú ert ekkja,” endurtók hann. „Það getur enginn hjálpað þér.” Það varalveg rétt. Gary ýtti Kate á undan sér inn í eld húsið og hélt handlegg hennar enn eins og I skrúfstykki. Þegar hún reyndi að streitast á móti var sársaukinn óbæri- legur og hún varð að þola hrindingar og spörk. Það hafði litlu fé verið varið til að bæta eldhúsið á númer ellefu síðan faðir Kate lést. Gamaldags tauþurrkari, sem -44 Vllua 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.