Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 12
Jónas Krístjánsson skrifar frá Grikklandi 10. grein Grísku vínin reyndust góð Fengju sjö í einkunn Grísk vín komu mér þægilega á óvart. Þau voru mun bragðbetri en ég hafði haldið eftir lestur rita sérfróðra manna. Þau áttu að minnsta kosti einkar vel við grískan mat. Ef ég ætti að gefa grískum vínum einkunn á sama hátt og ég gaf vinum I ÁTVR einkunn fyrr á þessu ári, mundu þau almennt fá sjö í einkunn og aðeins örfá falla niður í einkunnina sex. Þar með er ekki sagt. að eiturbyrlarar ÁTVR ættu að fara að selja grísk vín hér á landi. Það er alveg óvíst, að þau mundu þola flutning hingað og geymslu hér. Þótt grísku vinin séu vel drykkjarhæf með mat eru þau hversdagsleg. Slik vín borgar sig sjaldnast að flytja m lli landa. Þau á að drekka á framleiðslusvæðinu. Á þessu flaskar ÁTVR. Það flytur hingað mesta ruslið, sem unnt er að finna i vinræktarlöndunum. Þessi hversdagsvín verða vond hér, sum skemmd og einstaka jafnvel eitruð, svo sem dæmin sanna. Hin hversdagslegu, grísku vin eru i heimalandinu að niínu viti litt cða ekki siðri itölskum hversdagsvinunt á Italíu. Þetta kom mér á óvart, þvi að fræðin segja annað. Þau segja, að Grikkir búi enn að fornri víngerðarhefð. sern Rómverjar hafi endurbætt fyrir 3000 árum og siðan Frakkar og Þjóðverjar enn frekar. Grikkir séu langt á eftir timanum. Forngrikkir lofsungu vín Forngrikkir gerðu vingerð og vín- drykkju fræga. Þeir voru þó ekki fyrstir til. Talið er, að víngerð hafi byrjað i Kákasus-fjöllum eða Mesópótamiu, þar sem nú heitir irak, fyrir 8000 árum. Þaðan barst tæknin til Egyptalandsog Fönikíu, þar sem nú er Líbanon, fyrir 5000 árum. Grikkir fengu svo tæknina fyrir 4000 árum, Rómverjar fyrir 3000 árum og skömmu síðar Evrópumenn al- mennt. Grisku skáldin voru óspör á lofsöngva til vins. Þar hófst skáldskaparhefð, sem síðan hefur náð mikilli útbreiðslu á Vesturlöndum, einnig á íslandi, þar sem menn segja: „Látum nú, vinir, vinið andann hressa.” Forngrikkir voru samt engir óhófs- menn á vin. Þeir blönduðu þau til helminga með vatni til drykkjar. Eina óblandaða vínið, sem þeir innbyrtu, var i vínvættum brauðsneiðum morgun verðarins. Sérfræðingar nútimans efast um, að forngriskt vín hafi verið sá ódáins- drykkur, sem Ijóðin segja frá. Þeir segja, að nútímamönnum mundi finnast þessi vín einkar vond. Þeir telja, að þetta hafi einkum verið sæt rósavín með múskat- og terpenlinu bragði, nógu vond til að menn kusu að þynna þau með volgu vatni. Ekki skal ég leggja dóm á þessi fræði. Terpentínubragðið vinsælt Eitt af því, sem tengir nútið og fortið i Grikklandi er dálætið á terpentinuhragði af víni. Þessi sérstæði smekkur er fræði- mönnum raunar töluverðráðgáta. Sumir hafa haldið því fram, að upphaflega hafi Grikkir sett viðarkvoðu (terpentínu) I vin til að auka geymsluþol Grískar fomlarfar eru fullar af minningum um vingerfl og vin- drykkju. þess og síðan vanið sig á bragðið. Þetta getur tæpast staðist, því að terpentinu- blönduð vin geymast illa. Aðrir segja, að terpentinan gefi víninu sérstæðan ferskleika, sem fari vel við griskan sveitamat, mauksoðinn og jóðlandi i oliu. Þessi skýring finnst mér sennilegri. Sumir islenskir ferðamenn í Grikklandi venjast fljótt við terpen- tínuna. Aðrir fýla grön við henni og kjósa heldur terpentinulaus vín. Ég verð að játa, að ég fylli síðari flokkinn. Um helmingur af grisku víni er „retsina”, sem þýðir, að það hafi viðar- kvoðu eða terpentínu. Hinn helmingur- inn er laus við þessa sérvisku. svo að alls staðar i Grikklandi ættu menn að hafa frjálst val. Griskt vin á sér trúarlegan og t næstu Viku: Ekki er hægt að lýsa Delfí Ijóðrænan uppruna i fornum sögum. Hinn frægi Ðionisos var guð vínsins, sonur hins kvensama Seifs og Semelu, dóttur Þebukóngs. Ðionisos ólst upp hjá hinum ber- læruðu konum I Nysa í Þrakiu og nam fræði sín hjá Sileníusi, sem var svo feitur að hann gat ekki gengið og sat jafnan á asna. Rómverjar trúðu þvi raunar, að hann hafi verið hálfur maður og hálfur hestur. Sileníus kenndi Ðionisosi að gera vín. Guðinn veitti síðan mannkyninu aðild að dásemdunum. 700 krónur á góðu veitingahúsi Svo við snúum okkur að veraldlegri hlutum, þá get ég upplýst, að i sumar kostuðu grísk vin 700-1100 krónur heil- flaskan á fremur góðum og dýrum veitingahúsum. Sum vín komust þó upp fyrir 2000 krónur flaskan og jafnvel upp undir 3000 krónur. Mönnum ætti að vera óhætt að halla sér að hinum ódýrari vínum, því að gæðamunurinn er miklum mun þrengri en verðmunurinn. Einfalt „Demestica" með eða án viðarkvoðu er i flestum tilvikum fullnægjandi og kostar 700-800 krónurá veitingahúsi. Sem dæmi um verðlagningu og verðmun get ég tekið vínlistann á hinu ágæta, aþenska veitingahúsi Jerofinikas. Við skulum byrja á hvítvínunum. Demestica og Ymittos kosta 85 drökmur, Cellar og Pallini 105, Santa Helena og Pallini Demi-Sec 130, Robola Manzavino 185. Porto Carras 205, Elissar 245, Robola 255 og Cava Cambas 275. Af rósavinum fást Cellar á 110 drökmur, King á 125, Calligas og Porto Carras á 205 og Cimaroza á 245 drökmur. Demestica er ódýrast af rauðvínunum á 85 drökmur, Chevalier de Rhodos kostar 93, Cellar 113, Castel Danielis og Mavrodaphne 120, Naussa 200, Montenero og Manzavino 205, Cava Boutari 210, Caviros 275, Chateau Carras 290 og Old Boutari 305 drökmur. Á það skal bent, að Demestica er ræktað á Pelopsskaga í nágrenni Aþenu og er þess vegna ódýrt i Aþenu. Annars staðar i Grikklandi eru önnur heimavin. sem eru þá ódýrust. Á norðvesturhluta Pelopsskaga er það vinið: Blóð Herkúlesar. Santa Laura var best Við skulum nú víkja að eiginleikum þeirra vína, sem ég hafði tækifæri til að prófa í Grikklandi í sumar, bæði vína af Jerofinikas-listanum og vína, sem ekki eruá þeim lista. Hvítvínin voru yfirleitt mjög þægileg. Of súrt fannst mér þó Attikuvinið 12 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.