Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 17
KJÁKNA IJEIÐSI.Á 711. KÍNÁ 1. KAFLI. Andrúmsloftið í stjórnherbergi sjón- varpsstöðvarinnar var hvorki beiskt né sætt, svalt né heitt, á hreyfingu né kyrrt. Það var einfaldlega liflaust og að nokkru leyti niðurdrepandi. Það hafði farið i gegnum of margar leiðslur, snúrur og lampa til þess að þar væri nokkuð eftir af því lifandi eðli sem við ósjálfrátt setj- um ísamband viðlífið. Á þessu siðdegi beindust allar linsur i stjórnherbergi KXLA að stóreygðum, hvittenntum og fallegum Pete Martin frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Aðalhæfileiki Martins var ódrepandi strákslegur ákafi, ákafi sem hann. ásamt fjölhæfri rödd, hafði fengið til að gefa af sér 175.000 dollara á ári, á fimm ára samningi. En það voru ekki gullfallegar fram- tennur Martins sem drógu að sér athygli starfsfólksins í rökkvuðu stjómherberg- inu. Hver einasti rýndi i skjáinn sinn til þess að geta séö hverja hreyfingu Kimber- ly Wells, nýjasta meðlims i fréttaliðinu hjá rás þrjú. Kimberly var að fá upplýsingar i æf- ingaherbergi Lifandi leiðslna, syngjandi símskeytaþjónustu, þar sem störfuðu ákafir ungir tónlistarmenn sem reyndu að komast af í Hollywood án þess að visa til borða eða leggja bilum. Þetta litla fyrirtæki þeirra byggðist á þvi að koma á óvart með þvi að koma skilaboðum til skila á einkennilegan hátt i eigin persónu og naut meira en meðal vinsælda. í borg sem var stjórnað af sýningabransanum gat falleg, brjóstastór kórstúlka i æsandi útgáfu af magadansmeyjarbúningi enn- þá vakið á sér athygli og orðið sér úti um vinnu með óvæntri framkontu einni saman. (Afmælisskeyti til yfirmanns Kimberly, MacChurchill. frá stéttar- bróður i annarri stöð hafði greitt götuna fyrir þetta áhugaverða fyrirbæri. Mac gat ekki beðið eftir að gamli félagi hans sæi þetta i sjónvarpinu i kvöld. Mac var þekktur fyrir framtakssemi sinal. Kimberly hélt sig út af fyrir sig i þessu sérstaka geðveikrahæli. Tæknimenn sveimuðu í kringum hana og gengu úr skugga um Ijós og hljóðnema. Bæði með óþolinmæði og i grini bandaði hún frá sér áköfum höndum tæknimanns sem var að festa þráðlausan hljóönema á blússu hennar. „Stúdíó B, þetla er þráðlaus," sagði hún með ákafa i röddinni. Furðuleg blanda af fólki i alls konar klæðum streymdi nú inn i salinn. Ungur, slánalegur, skeggjaður maður i UCSB-bol innanundir silkiskikkju lét á sig Ijósbláan túrban og settist niður fyrir framan bongótrommu samstæðu. Þybb- inn kvenmaður. alsettur glingri. æfði nokkrar framandi hreyfingar, sem löld ust vera magadans. Til hliðar var ungt par klætt i smóking og kvöldkjól og raddaði nokkra tóna. sem virtust vera byrjunin á óperu. Einn rafvirkjanna ranghvolfdi hæðnislega i séraugunum. „Halló. hvað gengur á? Er einhver þarna? Mac. ertu þarna?" Biðjandi rödd Kimberly var þurrleg þegar hún brá sér úr atvinnugervi sinu. „Mac. hér." Yfirmaður hennar svar aði henni annars hugar. „Hvaðer að?" „Við þurfum að minnsta kosti tvær minútur áður en þú skýtur á okkur.” byrjaði hún. „Getur þú gert þetta eftir auglýsinguna?" „Það er ekki hægl.” sagði hann á kveðinn. „Þetta er siðasta atriðið.” „Getur þú ekki að minnsta kosti gefið okkur tvær?" Með skeiðklukku i hendinni svaraði hann: „Við ættum að byrja að mynda ykkur eftir fjörutiu sekúndur." „Þú getur það ekki." sagði hún í hræðslutón. „Við erum ckki með myndatökumann." „Hvar i fjáranum erGeorge?" „Hann fór að pissa," svaraöi hún blátt áfram. „Hvað viltu að ég segi þér. Hann læsti myndavélinni áður en hann fór." Mac andvarpaði þreytulega og sagði við sljórnandann. „Láttu Pete draga þetta. Hún er ekki tilbúin." Kimberly notfærði sér hléið til þess að leggja frani áætlun sina. „Ég vil að þið byrjið með nærmynd af mér. Svo þegar ég er búin að kynna þau, þá dragið þið fram bakgrunninn.” „Enginn vandi. Náðu bara i George." Hann bætti höstuglega við: „Og segðu þessari magadansmær að taka þessu ró- lega. Mér list vel á þetta, en þetta er fjöl skyldudagskrá. Ef hún hristir sig of mikið og brjóstahlifin hrekkur af henni. þá eruni við i stórvandræðunt. Þetta er bein útsending." „Ó, Mac," Kimberly andvarpaði þreytulega. þessa þreytu var hún nýbú in að öðlast með reynslu sinni sent kona sent reynir að koma fagmannlega frant. Magadansmærin (Kimberly vissi það frá viðtali fyrir útsendingul var i framhalds nánii i UCLA og var i þann veginn að Ijúka prófi i fjölmiðlafræðum. Hún vildi verða fréttastjóri hjá sjónvarpi. Hah. hugsaði Kimberly nteð sér, biðum þar til hún sækir um vinnu hjá Mac. Meðan Mac var önnum kafinn viðað lagfæra þessa litlu töf ræddu yfirmaður hans. Don Jacovich stöðvarstjóri. og Jerry Faulks markaðsráðgefandi sern hafði mælt með Kimberly. um sameigin legt val þeirra. Jerry var eins og stolt foreldri og ósk aði sjálfum sér til hamingju. „Hún er stórkostleg. Ég vissi það. Ég bara vissi það." Jacovich bætti við: „Siðdegisáhorf endum okkar hefur fjölgað um hálfl pró sent siðan hún byrjaði." „Ég veit það," sagði Jerry sjálfs ánægður. „Rannsóknir okkar sýndu að henni myndi ganga vel á Los Angeles markaðinum. Það varðekkert úr henni i Sacramento. Þessi stúlka kann að koma fram — auk þess setn hún hefur til að bera nokkra aðra augljósa kosti. Hún ætti að komast alla leið." Jacovich samsinnti. en innra með honum var eitthvað sem mótmælti. „Alla leið" þýddi sjónvarpskeðjur. það þýddi New York. Ef hún var það góð héldi hann henni ekki nema eill ár eða svo. Hann hafði i varkárni sinni ráðið hana aðeins til eins árs með annað ár i huga. Kannski hann ætti að byrja á nýjunt samningaviðræðunt. Nei. það var ekki hægt að halda heitri lumrnu með jámköldum sanmingi. Það væri liklega betra. hugsaði hann. að nota hana svo sannarlega. auka áhorfendafjölda sinn. hagnýta sér hylli hennar og að lokum of- nota hana. Einn fugl i hendi. . . Rétt eins og Jerry læsi hugsanir hans spurði hann: „Hvað finnst þcr unt klæðaburð hennar?" „Góður. góður." Jacovich kinkaði kolli. Honum likaði útlit hennar vel. tal hennar. hvernig hún las. likaði allt við hana nema að hún varð stundum fullal varleg. „Fötin gætu verið meira æsandi. býst ég við.” viðurkenndi Jerry. „Hún ein 42. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.