Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 23
vélinni. „Heyrðu, vertu i Ijósinu, mann eskja," „Ég sagði að þetta væri nógl” rödd Kimberly varstálköld. „Jæja. allt í lagi. viðgetum alltaf tekið þetta seinna." „Eruð þið tilbúin?" Gibson rétti þeim hjálmana. „Santa stærð passar öllum. Þaðer teygjuband inni í þeim.” „Mér finnst svo gott að hafa svona á höfðinu," sagði Hector, „því að höfuð- mótin á mér hafa aldrei gróið saman síðan ég var barn. Það er ein ástæðan fyrir þvi að ég fer aldrei inn í Volks- wagen." „Svona nú," sagði Richard. „Éttu baunafrauð og ostborgara. það herðir á þér hausinn." „Við étum jalapenopipar. Siííi!" „Hamingjan sanna!" stundi Kimber- ly. „Þessi skólastrákaháttur. Hvað er eiginlega að ykkur tveimur? Viljið þið ekki gera þetta þegar þiðeruðeinir?" „Sjálfsagt. kennari." Riehard glotti. „Þú bendir okkur bara á hlutina og við myndum þá. Heyrðu. Gibson. sagðir þú uð við mætt.um mynda á geyntis- svæðinu?" „Ég er hræddur um ekki, ekki meðan verið er á linunni. Það er að segja starf andi. Ég held að það sé best að ég fari fyrir. Fylgið mér bara . . .” Hann stefndi út um dyrnar. Aður en þau fóru út úr herberginu tók Richard upp plast,.úranium"kúluna og stakk henni milli tannanna. „Snertu ntig ekki." hvislaði hann grimmdarlega að Kintberly. „Ég breyti þér i rafmagns tannbursta." „Richard,” hvislaði Kimberly milli samanbitinna tannanna. „Ef þú eyði- leggur þetta tækifæri fyrir mér, tikarson urinn þinn, þá drep ég þig. Skilur þú það. barnalegi, sjálfselski tikarsonur." „Pantela!" sagði Richard uppgerðar lega. „ Mér datt aldrei í hug að þú bærir slíka umhyggju." Hún gaf honum olnbogaskot i mag ann. „Og þetta,” hvislaði hú'n. „er bara byrjunin." Þau eltu Gibson eftir löngunt algjör lega tómum göngum. vel lýstum en gluggalausum. Þetta var einkennileg til finning. einhvern veginn. hlaðin orku og dulrænu. Já, hugsaði Kimberly. jafnvel hættu. Á vissum stað lyfti Gibson upp hand ieggnum og þessi litla lest stansaði. Hann gerði sig líklegan til að opna mjög stóra og þunga málmhurð sem merkt var „óviðkomandi aðgangur bannaður" og á var mynd af þrem blöðum i gulurn og rauðum lit, einkennismerki kjarn orkualdarinnar, viðvörun um geisla hættu. „Þetta er túrbinuherbergið," sagði Gibson. Hann sneri sér að Richard. „Þú mátt taka myndir af því sent þú vilt frá þeim stöðu r, sem ég fer með ykkur á. En reyndu ekki að koma nær nema tala við mig fyrst.skilið?" Þau gengu inn og það var eins og þeint væri gefið högg þegar þau kontu inn i allan þennan hávaða. Tvö hundruð feta langar túrbinurnar snerust í stórunr stálhyikjum, eins og vespur að vakna. Þær gáfu frá sér iskrandi urrhljóð sem ekki aðeins skar í eyrun heldur líka í hjartað. Kimberly hrökk við og fékk svima, hún fölnaði og greip í handriðið til þessaðstyðja sig. Gibson hrópaði eitthvað til hennar sem hún ekki skildi í fyrstu. „Hrikalegt, finnst þér ekki?" endurtók hann og brosti traustvekjandi. Hún kinkaði kolli. hún þorði ekki að opna munninn, því hún fann fyrir vax- andi ógleði innra með sér. Það var eitt hvað heillandi við að vera svona nálægt þvílíkri orku. en það var líká eitthvað klígjukennt við það. Hún gerði sér grein fyrir því að hún var mjög nálægt miklum dauðavaldi jafnt sem lifgjafa. Hún þráði ákaft aö flýja. aö hlaupa út i kyrrt ferskt loftið og sólskinið; en hún var nógu mikil atvinnumanneskja til þess að bæla niður ótta sinn, láta sem hún fyndi ekki fyrir velgjunni og Ijúka verki sínu. Alls staðar voru risastórar pipur mál- aðar skærunt litunt til þess að einkenna starfscmi þeirr;;. gríðarleg snúnings handföng. eins stór og körfuboltakörfur, staflar af alKkonarmælunt og mikið af hjálparvélum — Uæluni, þjöppum og pressum. Margar þessara véla gáfu frá sér sjálfstætt bakhljóðog yfir öllunt saln unt var sérstakl andrúmsloft. ózón - loft sem myndast við rafsegulvinnu. Richard virtist færast í ham við slikt framandi umhverfi. Hann athugaði Ijós mælinn sinn. stillti myndavélina. kraup. beygði sig og var á sifelldu iði. Hector fylgdi honunt cftii með hljóð-bómuna. stillti segulbandstækið sitt og gekk úr skugga um gæði hverrar hljóðupptöku. Það tók Kimberly nokkurn tima að jafna sig nógu ntikið til þcss að konta rneð spurningar sinar. Hún leit á hönd sína. sem enn hélt þétt unt handriðið og sá að hnúarnir voru hvitir. Gibson tók eftir þessu. „Þetta grípur mann. er það ekki?" „Svo sannarlega." hún brosti veiklu- lega. „Við förunt ekki meðskólabörn hing- að inn — ekki yngstu bekkina það er að segja. Þetta er of ógnvekjandi. En þetta er ekkert frábrugðið hverju öðru stóru raforkuveri. Aðeins stórar túrbínur. ekk ert annað. En i fyrstu liræða þær úr manni liftóruna." „Hve gamalt er verkY’" „Það tók til starfa fyrir um það bil fjórurn árum. En það var næstum tólf ár í byggingu. Þegar ég scgi byggingu þá skilur þú að ég á við að byggja, innrétta og prófa — mjög nákvæmlcga Eitt i einu. Og hvert þrep varðað hljóta viðui kenningu kjarnorkumælingamanna. Svo þetta er seinlegt verk. Eins og ég er viss um að þú samþykkir að það á að vera. Já. meðal annarra orða. ég skal láta þig fá staðreyndablað áður en þú ferð svo þú getir notað það |x;gar þú setur þáttinn saman. Það veitir svör við mörgum spurningum sem þú átt cftir að spyrja núna. En spurðu sanu." „Allt í lagi." sagði Kintberly. „Ég hugsa að Richard sé búinn að mynda nóg hérna inni. Oetum við ekki farið eitthvað — útfyrir, þar sem við þurfum ekki að hrópa á hvort annað?" „Vitaskuld." Gibson brosti, Hann benti á dyr og tók uni handlegg hennar. hinir cltu. Um leið og þau kontu út fyrir fann Kimberly til mikils léttis. kæfandi há- vaðinn hafði'verið lamandi. „Eruð þið ckki með annað orkuver. ekki langt i burtu. sent þið eruðað koma i gang?" spurði Richard. „Jú," sagði Gibson. „við vonumst til að koma Poim Conception verinu af stað eftir nokkrar vikur. Það var eiti hvaö talað unt að ég færi þangað til að bvrja með. cn þaðer ekki ákveöið." „Það er satt." sagði Kimberlyog núna fór þetta að rifjast upp fyrir hcnni. „prófin eru í gangi núna. er þaö ekki? Reyndar minnir mig að ég hafi scð eilt Itvað um það á áætluninni að við ættum að lita á það." „Það vona ég." sagði Gibson. „Það verður heilmikil reynsla fyrir ykkur. Þar er svo sannarlega farið í saumana. Framli. i næ\ia hlai'ii. f / ;j| ■ ;í| ;; Eim aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið BÍH: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. 'h iBIABIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 4*. tbl. VlkaN U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.