Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 39
Því opnari sem fjölskyldan er þeim mun hreinni eru skilaboðin eða tjáskiptin yfir- leitt, og öfugt. Þeim mun lokaðri sem fjöl- skyldan er þeim mun óhreinni eru skilaboðin. Óhrein skilaboð eða tjáskipti valda oft spennu og óróa innan fjölskyldu og gera fjölskyldumeðlimina óörugga og hrædda. Sálræn meðferð miðar oft að þvi að hjálpa fjölskyldumeðlimum að tala saman — að gera óhrein skilaboð hreinni, þannig að fjöl- skyldumeðlimirnir komist eitthvað nær því hvað þeir hugsa hver um sig. Það slakar oft á spennu og hefur í för með sér að fjölskyldumeðlimunum líður betur. Hverju býst fólk við af sambúð? Fjölskyldan er minnsti hópur þjóðfélagsins. Þaðer í þessum litla hóp sem flestir læra hvernig það er að vera fjöl- skylda. Foreldrarnir í fjölskyldunni miðla tengslum sínum, opnum eða lokuðum, til barnanna. Foreldrarnir hafa aftur á móti mótast af sínum foreldrum o.s.frv. Það er vitað að þessi mótun hefur bæði áhrif á hvernig maka einstaklingurinn velur sér og við hverju hann býst af maka sínum í sambúð. Þegar tveir aðilar hefja sambúð búast þeir gjarnan við ýmsum hlutum hvor af öðrum. Karlmaðurinn/konan getur t.d. búist við því að hitt sé fullt af sjálfstrausti, geti veitt mikla blíðu, ást og öryggi. Allir hafa vissar hugmyndir um hvað sambúð á að veita. Mikið af því sem fólk býst við eða vonast eftir að fá út úr sambúð er á tilfinningalegum grunni reist. En það er sjaldan talað um við hverju fólk býst af sambúðinni áður en hún hefst. Eitt af algengari vandamálum sem koma upp í sambúð er að aðilarnir uppgötva að makinn er alls ekki eins og búist var við. Það hefur þvi aðeins verið til í huganum á viðkomandi að sambúðaraðilinn hefði ákveðna eiginleika. Ef til vill væru færri sambúðar- vandamál ef fólk gerði sér betur grein fyrir þessum hlutum. — Við hverju bjóstu þegar þú hófst sambúð . . . Við hverju heldur þú að foreldrar þínir hafi búist... má búast. Þeim mun óskýrari sem reglurn- ar eru, þeim mun meiri hætta er á mis- skilningi og árekstrum á milli fjölskyldu- meðlima. Hversu skýrar eða óskýrar sem reglur fjölskyldunnar kunna að vera eru þær mjög háðar því hvernig fjölskyldan tala saman eða tjáir sig, eins og það heitir á fræðimáli. Hugtakið tjáskipti er mikið notað til þess að komast að því hvernig fjöl- skyldumeðlimir umgangast hver annan innbyrðis. Tjáskipti Tjáskipti gerast á margvíslegan og flókinn hátt. Þau gerast m.a. í gegnum það hvað meðlimir fjölskyldunnar segja hver við annan, hvernig þeir tala hver til annars og hvernig þeir bregðast við því sem aðrir segja við þá. Það er oft talað um að maðurinn sendi bæði boð frá sér og taki á móti boðum. En tjáskipti innihalda margt fleira en orð og tal. Þau innihalda líka allt sem ósagt er, allt sem fer fram á milli fólks við augnatillit, handahreyfingar, líkams- hreyfingar, rödd o.s.frv. 42. tbl. Vifcan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.