Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 40
Ævintýri: Það *- r <5=> <£ 11_.— Svanhildur Halldársdóttír merkilegasta ElNU SINNI var konungur, sem átti þrjá sonu. 1 nágrannaríkinu var drottning, sem átti eina dóttur barna. forkunnarfagra. Konungurinn var ekkjumaður og drottningin ekkja, svo að einn fagran dag giftu þau sig. En nú vildi svo illa til, að allir kóngssynirnir urðu yfir sig ástfangnir í hinni fögru prinsessu og vildu allir fá hana fyrir konu. Þeir gengu fyrir konung og sá elsti ávarpaði hann og sagði: — Kæri faðir, við höfum allir þrír hug á að giftast stjúpsystur okkar, en þar sem útilokaðer að hún eigi okkur alla þrjá, viljum við biðja þig að skera úr í deilumáli okkar og ákveða hver okkar fái hennar. Konungur svaraði: — Kæru synir. prinsessan er stjúpsystir ykkar, svo að í raun þykir mér ekki hæfa að hún gangi í eina sæng með nokkrum ykkar. En fyrst þið eruð svona ákveðnir í þessu máli, tel ég rétt að þið farið af stað út í heim og komið síðan til baka með það merkileg- asta sem þið getið fundið á leið ykkar. Sá sem kemur með það merkilegasta í heimi fær prinsessuna. Og nú héldu kóngssynirnir þrír af stað út í heim, hver í sína átt. Sá ELSTI kom brátt til stórrar borgar. Hóf hann þegar að leita hátt og lágt um borgina. Loksins hitti hann fyrir mann, var hann með teppi eitt undar- legt, sem sat á stórum gormi. Stigi maður upp á teppið lagðist gormurinn saman og rétti sig svo upp, og sveif maður þá upp i loftið á teppinu, hátt, hátt eins langt og maður vildi og hvert sem óskað var. Þetta þótti kóngssyni hið mesta furðu- verk og spurði þvi manninn hve mikið hann vildi fá fyrir teppið. — Verðið er þúsund dalir, sagði maðurinn, og það greiddi kóngssonur fúslega. Nú var teppið hans. I SÖMU mund kom næstelsti bróðirinn til borgar einnar. Þar frétti hann af manni, er átti kiki, sem var meira en einnar álnar langur. Kóngs- sonur gekk nú fyrir hann og sagði: — Kæri vinur, ég leita hátt og lágt að ein- hverju mjög merkilegu, hvað getur þú boðið? Maðurinn rétti honum kikinn og spurði: — Hvað fýsir þig að sjá? — Bróður minn, svaraði kóngssonur. Og þegar hann leit í kíkinn sá hann hvar bróðir hans gekk af stað með teppið undir handleggnum. Hann spurði nú manninn hve mikið hann vildi fá fyrir gripinn og maðurinn svaraði: — Þúsund dalir ættu að nægja. — Gott og vel, sagði prinsinn og greiddi honum. Nú átti hann kikinn. 40 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.