Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 41
Og ER þetta gerðist kom yngsti bróðirinn til þriðju borgarinnar, þar sem hann leitaði hátt og lágt. Loks var hann þar staddur, sem gamail maður stóð og seldi epli. Maðurinn hélt á epli í útréttri hendi og tautaði: — Epli. góð epli. lækna sjuka! — Hvaða merkisepli ertu þarna með? spurði kóngssonur. — Eplið mitt, svaraði maðurinn, læknar sjúka ef maður lætur það við vit sjúklingsins, svo hann finni angan þess. — Svona epli vil ég fara með heim, sagði kóngssonur. — Hve mikið viltu fá fyrir það? — Þúsund dali, svaraði gamli maður- inn. Það fannst prinsinum sanngjarnt, hann borgaði og nú átti hann eplið. Á HEIMLEIÐINNI langaði mið- bróðurinn að vita hvernig bræðrum hans gengi. Hann brá kikinum upp að auganu og kom þá auga á eldri bróður sinn og spurði: — Veist þú hvað yngsti bróðir okkar aðhefst? — Líttu sjálfur í kikinn, svaraði bróðirinn. Elsti bróðirinn sá nú hvar yngsti bróðir þeirra gekk einn áleiðis heim. Elsti bróðirinn sagði: — Það er auðvitað þessi kíkir, sem þú ætlar þér að fara með heim til föður okkar. — Jú, jú, það er rétt, svaraði bróðir- inn. — Sjáðu þá hve ég kem með merki- legan hlut, sagði sá elsti og sýndi honum teppið. — Ef stigið er á það, flýgur það eins hátt og þú vilt og þangað sem óskað er, sagði hann hreykinn. — Við skulum þá reyna það strax, sagði bróðirinn ákafur. Oc ÞAÐ GERÐU þeir. Teppið flaug strax upp í loftið og beinustu leið til yngsta bróðurins. Nú voru þeir allir saman á ný. Eldri bræðurnir vildu nú fá að vita hvaða furðuverk yngsti bróðir- inn hefði með sér heim. Hann sýndi þeim eplið og sagði: — Það læknar sjúka og þarf aðeins að halda eplinu við vit sjúklingsins, svo hann finni angan þess. — Þaðer naumast, sögðu bræðurnir. Kóngssynirnir stigu nú allir upp á teppið, sem flaug hátt upp i loftið. Meðan þeir flugu bað yngsti bróðirinn um að fá að líta í þennan undrakíki. Hann fýsti að sjá hvernig liði heima i konungsgarði. — Guð hjálpi okkur, hrópaði hann, þegar hann leit í kíkinn, stjúpsystir okkar liggur fyrir dauðanum. Við verðum heldur betur að hraða för. Og það mátti ekki tæpara standa, prinsessan var að dauða komin, þegar þeir komust til hallarinnar. Yngsti bróðirinn hraðaði sér til herbergja prinsessunnar og hélt eplinu að vitum hennar. Þegar hún andaði að sér epla- ilminum hresstist hún strax og að fáum dögum liðnum var hún alheil. Bræðurnir gengu nú fyrir föður sinn og sýndu honum hvað þeir höfðu meðferðis heim. Sá yngsti sagði: — Faðir minn, ég á skilið að fá prins- essuna, því að eplið mitt læknaði hana. Næstelsti bróöirinn mótmælti kröftuglega: — Nei, það er ég sem á að fá hana fyrir konu, því ef við hefðum ekki haft kíkinn, hefðum við ekki séð að hún var veik. En nú greip elsti bróðirinn fram i og sagði: — Nei, nú er mér nóg boðið. Það er teppið sem er merkilegast, án þess hefðum við ekki komið i tæka tíð. Kóngur var í þungum þönkum, honum var sannarlega mikill vandi á höndum. Svo sagði hann: — Kæru synir, ég tel að sá sem kom með kíkinn hafi fundið það merkilegasta í heimi, og hann skal fá prinsessuna. Kóngssynir höfðu lofað að hlita ákvörðunum föður síns og gerðu engar athugasemdir. Og svo gekk konungur til prinsessunnar til að skýra henni frá málalokum. — Kemur ekki til mála! sagði þá prinsessan, mér finnst að sá sem kom með eplið hafi fundið það merkilegasta og auk þess er það hann, sem ég er ást- fangin af og ætla að giftast. Það var eitthvert vit I þessu! Það merkilegasta var þó, að hún skyldi ekki segja þetta strax. En þá hefði líka ekki verið hægt að segja neina sögu. Og svo hafði hún heldurekki veriðspurðálits. \ 42. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.