Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 47
væri búin að losa um bkklana svo hún þakkaöi honum fyrir og neitaði. „Ef þú vildir stansa næst,” sagði hún. „Næst er Beachy höfði," sagði Gary. 14. KAFLl. Aðalskrifstofur Alheimsalfræðibóka voru í litlu skrifstofuhúsnæði i vöru- skemmu i Deptford. Þegar skrifstofa þeirra var opnuð á miðvikudagsmorgun voru þeir fljótir að finna liver fulltrúi þeirra á Wattleton svæðinu var. Gary Browne bjó á Grange Residential Hotel og þeir áttu von á að frétta af honum i dag. Sölumenn þeirra nutu mikils frelsis en þeir tilkynntu ferðir sinar símleiðis og sendu skýrslur i pósti. Fyrirtækið sá þeim ekki fyrir bilum og framkvæmda- stjórinn vissi ekki hvernig bíl Gary var á. hann fékk aðeins greitt ákveðið gjald miðað viö fjölda ekinna kilómetra. „Hvað gengur eiginlega á?" spurði hann undirforingjann sem yfirheyrði hann, lögreglumann frá höfuðborginni sem kallaður hafði verið út til aðstoðar starfsfélögum sinum. En undirforinginn vildi ekki segja honunt það. Frú Fitzgibbon. á Grange Residential Hotel, var ekki ánægð með það þegar tveir lögregluþjónar bönkuðu upp á hjá henni siðar um morguninn. Það kom ekki göðu orði á hótelið hennar að bíll þeirra sæist fyrir utan eða þeir hefðu stutta viðdöl á dyraþrepinu. Hún hleypti þcirn inn i sctustofuna. áköf i að Ijúka þvi af i flýti sent þeir óskuðu. Ef til vill var ekki allt i lagi með vegabréfið hjá nýja spánska matreiðslumanninum hennar. í forstofunni var angan af steiktu fleski og tóbaksþefur fyllti setustofuna sem lögreglumennirnir tveir frá Wattle- ton komu inn í. Frú Fitzgibbon var steini lostin þegar þeir spurði um Gary Browne. Já. hann hafði dvalið hjá henni i þrjá mánuði og var fyrirmyndargestur. Hann var hljóðlátur og hclt herberginu sinu snyrtilegu. Hann var oft i burtu en hélt herberginu nteð vikugreiðslum og borg- aði fyrirfrant. Það var ekki óvanalegt, margir strákanna hennar ferðuðust mikið en þurftu samt að hafa samastað. Hr. Browne hafði ekki verið þarna i nótt en hann kom i morgunverð í gær og á mánudagsmorgun. Það hafði ekkert komið fyrir hann. var það? Þetta voru bara vanastörf. Þeir voru aðeins að ganga úr skugga um nokkuð, sagði undirforinginn. Mættu þeir fá að sjá herbergið hans? Það var nijög snyrtilegt. Hárburstinn hans og greiðan voru á Ijósu eikarkist- unni og ódýr vekjaraklukka stóð á nátt- borðinu. Lögregluþjónninn lét þessa hluti varlega i plastpoka og lokaði fyrir. Þeir voru allir með fingraförum og þó burstinn væri hreinn voru á honum nokkur góð hár. Að lokum leit undirfor - inginn inn i skápinn. Innst inni voru brúnu fötin sem Gary hafði verið i á ferð sinni til Kent. samankuðluð. Þau voru rifin og forug eftir brölt yfir garða og girðingar og að lokum í gegnum búðar glugga frú McBride. Á skápbotninum voru líka forugir skór. Frú Fitzbiggon var furðu lostin yfir þessu öllu saman og mótmælti ekki þegar lögreglumennirnir pökkuðu öllu saman og gáfu henni kvittun. Þeir spurðu Itvort hún vissi hvaða númer væri á bil Gary Brownes og hún fletti þvi upp fyrir þá. Hún var með skrá yfir bila allra piltanna sinna. Hann var hvítur. sagði hún. ekki var hún þó viss um hvaða gerð hann var en viðgerðarmað- urinn myndi vita það. Hann var úti núna, á bak við húsið að gera við þak- rennuna. „Það var Ford Escort," sagði viðgerð- armaðurinn ákveðinn. „En hann var kominn á nýjan á mánudag. Vauxhall." sagði hann. „Gulan. Ég sáekki númerið.” Hann virtist mjög viss I sinni sök. Þetta hafði verið annasamur morgunn fyrir Richard þvi auk sinna eigin sjúklinga varð hann að sinna sjúkl ingum dr. Wetherbees. Klukkan var þvi orðin hálf tvö þegar hann komst heini i mat. Nú sat hann við bórðstofuborðið og starði á diskinn með kjúklingnum og salatinu sem Cynthia hafði skilið eftir handa honum undir silfurhjálmi áður en hún fór til eldri borgaranna. Hvað ætli hafi komið fyrir Kate? Konur sem vanalega voru rólegar og höfðu góða sjálfstjórn áttu stundum til að haga sér óskynsamlega. Þær urðu stressaðar. Jafnvel Cynthia. sem var jafnlvnd að eðlisfari. átti til að missa stjórn á skapi sinu þó flestar hennar áhyggjur snerust unt ómcrkilega hluti innan heimilisins. En að Kate skyldi hverfa — það var óskiljanlegt. Hann ýtti kjúklingsstykkinu til á diskinum og horfði vandlega á hann. Gat hún hafa fengið ntóðursýkiskast? Richard stakk kjúklingsbita upp i sig og tuggði hann hægt. Að lokuni kyngdi hann bitanum. Siðan gafst hann upp. Hann ætlaði að sturta þvi sem eftir var af matnurh niður i salernið svo Cynthia kæmist ekki að því að hann hefði ekki borðað. Áður en honum tækist það hringdi dyrabjallan. Dr. Wetherbee stóð fyrir utan og Roverbilnum hans var lagt á mölina við hliðina á rósabeðinu. á þessum árstíma voru þær I blóma. „Hvað er að frétta? Er hún fundin? Ók hún á?” Richard skaut á hann spurn ingum. Dr. Wetherbee hafði ekki komið aftur til læknamiðstöðvarinnar um morguninn. „Nei, hún er ekki fundin," sagði dr. Wetherbee og svipur hans var hörku- legur, allt i einu virtist hann mjög elli- legur. „Þetta er ótrúlegt." hélt hann áfram. „Lögreglan heldur að einhver hafi — jú — rænt Kate. Numið hana á brott. Það hefur ekki verið tilkynnl um neitt óhapp sem bíllinn hennar gæti hafa orðið fyrir. Gamli tauþurrkarinn i eld húsinu, þú manst — þú hlýtur að hafa séð hann — hefur verið skorinn niður og bandið er horfið. Það er svona snæri. ekki plast. Mér skilst þeir haldi að hún hafi verið bundin með þvi. Það voru fót spor í garðinum við eldhúsgluggann og við bakdyrnar voru einhvers konar rákir i jarðvegirium, eins og þung byrði hafi verið dregin eftir jörðinni. Þeir halda að einhver hafi brotist inn — þjófur — og Kate hafi komið honum að óvörum svo hann hafi bundið hana. Hann hefur lika eldað sér máltíð. Það hefur ekki verið Kate sem olli allri þessari óreiðu — te- bakkinn hennar var í setustofunni og sá sem át í eldhúsinu hefur fengið sér sykur i teið. Kate gerir þaðekki." Nei, þaðgerði hún ekki, Richard vissi það lika. Eftir þvi sent best verður séð þá hefur engu verið stolið. En frú Burke segir að sérlega beittur hnífur sé horfinn úr eld- húsinu." „Guð minn góðurl" „Þetta hlýtur að hafa. gerst i gær- kvöldi, svo Guð einn veit hvað hún er búin að vera lengi i burtu." hélt dr. Wetherbee áfram. „Rúm Kate var upp- búið með hitaflösku i og náttkjóllinn hennar var þar ofan á. Vesalings Kate. Það var kalt i gærkvöldi. Hún hefur liklega ætlað að sofna með hitaflöskuna i l'anginu. Þaðcr betra en ekkert." „Hvað gerir lögreglan?" spurði Richard. „Ég á við hvað gera þeir til þess að finna hana?" Hann talaði varlega og reyndi að sýnast rólegur. ,.l>eir eru að leita að bilnum hcnnar. Hann er horfinn. Og við vitum númerið á honum. Frú Burkc mundi cftir þvi. Ég man þaðekki." Richard þuldi það upp á stundinni. „Já. það er satt," sagði dr. Wetherbee. „Ég gleymi þvi ekki aftur. ég er búinn að heyra það svo oft í morgun." „Hvernig komst hann — hver sem það hefur verið — inn í húsið?" spurði Richard. „Það eru engin merki unt að beitt hafi verið afli við að komast inn. Það siðasta sem Kate gerir á kvöldin er að setja keðj- una á framdyrnar. Það gerði hún ekki í gær þvi annars hefði frú Burke ekki koniist inn i morgun. Hún er með lykil að framdyrunum. Bakdyrnar voru ólæstar og lyklarnir voru á eldhúsborð- inu." „Svo hann hefur þá gengið beint inn." „Það virðist vera." Framhald í næsta blaði. Krtu örugglega með allt? Ritvélina? Vasatölvuna? Segulbandiö? 42. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.