Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 63
Hvernig ég er klæddur og hvort ég baða mig Hæ, hó, Póstur. Ég vil fá að vita hvenær maður byrjar að ráða sér sjálfur. Mamma er alltaf að skipta sér af mér, en mér fmnst henni ekki koma neitt við hvernig ég er klæddur þegar ég fer í skólann eða hvort ég þvæ mér núna eða einhvern tíma seinna. Ég er nýbyrjaður í skólanum og þá keypti hún hallærislegar buxur handa mér, en mig klæjar svo undan þeim að ég vil ekki fara í þeim í skólann. Ég vil bara fá að vera í friði í gallabuxunum mínum og peysunni minni. Ég er búinn að vera í því í sumar og ég skil ekki af hverju það er ekki nógu gott núna. Svo er hún alltaf að skipta sér af því hvort égfer í bað og svoleiðis. En mest fer í taugarnar á mér þegar strákar koma í heimsókn, þá er hún alltaf að skipta sér af okkur og skipar þeim svo að fara heim, þó þeir megi alveg vera lengur. Ég þoli það ekki. Viltu segja mér hvað ég verð að vera gamall til að fá að ráða yfir mér sjálfur. Þá get ég sagt mömmu að hún verði að hætta þessari afskiptasemi. ELO-aðdáandi. P.S. Hvenær ætlið þið að koma með plakat af Earth, Wind and Fire? Getið þið ekki skrifað eitthvað meira um ELO en var á plakatinu og komið með fleiri myndir! Það er óhætt að fullyrða að þú ert ekki einn um að eiga í svona vandræðum eða' einhverju svipuðu. Huggaðu þig við að þetta breytist allt með tímanum og mamma þín gerir sér grein fyrir að þú ert að verða fær um að sjá um þig sjálfur. Hún er aðeins að reyna að aðstoða þig og þú verður að taka sem flestu með þögn og þolinmæði. Talaðu um það við hana í góðu tómi að það sé óþarfi að hún kaupi föt á þig, ekki kaupir þú föt á hana. Þið getið eflaust komist að samkomulagi um hlutina. Getur þú ekki notað þessar buxur sem hún keypti, þegar þú ert heima, eða ef þú þarft að mæta í fjölskylduboð og þess háttar. Farðu umfram allt hægt og varlega í hlutina, því það er ekki ósennilegt að henni finnist þú ennþá ósköp lítill og ósjálfbjarga og gangi illa að sætta sig við hve tíminn líður. Það gerir þér ekkert slæmt að fara í bað eins oft og hún óskar, mannshúðina má þvo mjög oft án þess á henni sjái og hún hleypur ekki eða lætur lit. Þú gætir jafnvel tekið upp á því að fara svo oft í bað að henni fari að þykja nóg um — og þá ertu laus við þá afskiptasemi. Á meðan þú býrð heima hafa foreldrar talsvert yfir þér að segja og þú verður að semja um heimsóknartíma kunningjanna við þá sem heimilinu ráða. Mundu bara að allt gengur ólíkt betur ef samningaleiðin er notuð. Óskum þínum um efni með Earth, Wind and Fire og ELO hefur verið komið á framfæri. DAGUR í KITTY HAWK Amerískir draugar standa miklu framar íslenskum starfs- bræðrum sínum, hvað atorkusemi snertir, meira að segja þessir gömlu góðu eins og Djákninn á Myrká hverfa alveg Ukuggann. 2g HRYLLINGSDAGAR ILLKVITTNI Georges Clemenceau: Ameríka er eina þjóðin ísögunni sem á undraverðan hátt hefur hlauþið beint frá vilhmennsku til hnignunar, án hins venjulega menningarskeiðs á milli. Og Bemard Shaw: 100% ameríkani er 99% idjót. 164 SÍÐUR SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI: OOKA OG HEIÐARLEGI ÞJÓFURINN HASS ER HÆTTULEGRA EN ALITIÐ HEFUR VERIÐ Urval BÓK í BLADFORMi SFPTFMBER ni< IOBI R 4*. tkl. Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.