Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 4
Grafið í mýri — Ég byrjaði að vinna við Tívolí 2. maí árið 1946. Mál mín höfðu æxlast þannig að ég þurfti að sWpta um vinnu, stóð þá á þrítugu og var alveg til í að prófa eitthvað nýtt. Þá var Tívolí í burðarliðnum og ég gekk á fund þeirra manna sem stóðu að framkvæmdum og áður en ég vissi af var ég farinn að grafa skurði niðrí Vatnsmýri og vinna við annan undirbúning. Þetta var mikil og erfið vinna, þú getur rétt ímyndað þér, að ætla að reisa skemmtigarð úti í mýri! Svo komu tækin og þetta var mönnum svo framandi, fagmenn skildu hvorki upp né niður í þessu, en þar kom þó að Tívolí var formlega opnað, 9. júlí 1946. Það var afskaplega ófullkomið til að byrja með en hafði þó upp á þrjú leiktæki að bjóða, parísarhjól, bílabraut og áttfótung, en það var heljarstórt tæki sem sneri fólki í körfum á feikilegri ferð, líklega eina hasartækið sem kom í garðinn — en meira um það seinna. — Tækin voru öll ný af nálinni, komu beint frá Englandi að ég held. Smám saman bættust tæki við og um leið fjölbreytnin. 1947 kom afskaplega falleg barnahring- ekja, útskorin í tré og í öllum regnbogaus litum. Þetta var listasmíð, allt skorið út í höndunum og mér var einhvern tíma sagt að slík verk hefðu listfengir fangar verið látnir vinna og hefur það líkast til haldið verðinu niðri. í bröggum, sem voru þarna á svæðinu, var komið fyrir „automötum” og skotbökkum og þetta ár komu fyrstu loft- fimleikamennirnir í heimsókn og þá má segja að allt hafi verið komið í gang, með speglasölum, draugahúsi og tilheyrandi. Hasartækið sökk — Á ýmsan hátt var staðsetning Tívolís ekki eins og best verður á kosið. Vega- lengdir voru miklar, en það var þó ekki verst því staðurinn stóð í mýri. Það varð m.a. til þess að áttfótungurinn, aðalhasar- tækið í Tívolí, skemmdist. Þetta tæki var með 8 m löngum örmum, sem snerust af miklum krafti, og átökin voru svo mikil að jarðvegurinn bókstaflega lét undan og allar legur í tækinu skemmdust. Það var því tekið niður og í staðinn kom rakettu- hringur sem snerist á jörðu niðri og var ekki nándar nærri eins skemmtilegur. Vegna þess að tækið var tekið niður komust sögusagnir á kreik um að það hefði verið bannað og gott ef ekki birtust um það fréttir í blöðum að ung stúlka, sem var meira að segja nafngreind, hefði stórslasast í því. Það var allt saman misskilningur sem spratt af því að við höfðum tekið eina körfuna af tækinu til lagfæringar og stillt henni á grasbala þarna hjá. Þegar fólk svo sá körfuna þarna var það ekki seint á sér að álykta sem svo að karfa hefði slitnað frá á Her ganga þau hjónin, Gudmundur og Jonina ut ur húsinu sem hysti bilabrautina en það er eitt af fau sem eftir stendur til minningar um Tivoli. Nu er þar geymsla. <orj if t í ?7A\ i,f v X X XJfXj Íí „Þarna er Tívolí-kallinn," sögðu börnin og bentu á Guðmund Þórðarson með virðingu. Prakkararnir óttuðust hann aftur á móti og sögðu: „Þarna kemur Tívolí- kallinn," og svo var hlaupíð. Guðmundur Þórðarson var starfsmaður í Tívolí öll þau 17 sumur sem það starfaði, og siðustu 3 árin sem það var opið rak hann það fyrir eigin jreikning. Hann bjó í garðinum sjálfum með konu og 2 börn og kann því frá ýmsu að segja. 4 ViKan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.