Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 5
ferð og þeyst út í bláinn — að sjálfsögðu mönnuð kvenmanni sem stórslasaðist. Þetta var allt tilhæfulaust. — Áttfótungurinn var mikið tæki, það snerist hratt og ekki nóg með það, heldur snerust körfurnar svo öfugan hring af sjálfu sér og það var ekki laust við að fólk yrði veikt eftir ferðina. Fólk kastaði gjarna upp og haft var á orði að konur hefðu á klæðum eftir allan þennan tvöfalda snúning. Samt var fólk afar spennt fyrir að fara í tækið, ekki síst ungt ástfangið fólk sem fékk þarna tilvalið tækifæri til að þrýsta sér saman og æpa i sameiningu. Ég man sérstaklega eftir gömlum karli sem vann við parísarhjólið en var ófáanlegur til að fara í áttfótunginn þrátt fyrir mikla eftir- gangssemi af okkar hálfu. Að lokum fékkst hann þó til þess þegar við fengurn unga stúlku, Sif að nafni, til að fara með honum i körfunni. Hann gat þá alla vega þrýst sér upp að henni. En þá orti ég þetta: Sif eins ogsúkkulaði seiddi hinn fróma mann en snögglega snarsvimaði snúninginn viður hann. Hætt. stopp. hrópaði hann aumur. horfinn var þessi draumur, mikið til mikils vann. Illa leið Ingimundi út þegar leiddur var, af þrautum þungum stundi þó af sér nokkuð bar. Sjá hér hve illum enda allt þurfti við að lenda, þó komst hann á kvennafar. Seinna reyndi ég að syngja þetta kvæði undir passíusálmalagi en þá kom i ljós að ég gat ekki sungið nema helminginn af þvi vegna þess að textinn var allt of langur. 10.000 manns yfir helgi Hlutafélagið sem stofnaði Tívolí upphaflega seldi staðinn 1952 og kaupand- inn var íþróttafélagið ÍR. Reksturinn var þá eitthvað farinn að dala, aðsókn fyrstu árin hafði verið mjög góð og það kom fyrir að 10.000 manns voru á staðnum yfir eina helgi. Undir lokin var aðsóknin dottin niður í 1000 manns yfir helgi, svo þarna var töluverður munur á. ÍR rak svo staðinn í 7 ár, eða til 1959, og forráðamenn félagsins hugsuðu sér alltaf að reka Tívolí i fjáröflunarskyni fyrir félag sitt. Stefnan var að láta virka félagsmenn, íþróttamenn o.fl., vinna við tækin þannig að þetta væri eins konar fjölskyldufyrirtæki. En íþrótta- mennirnir voru alltaf að keppa um helgar yfir sumartímann þannig að minna varð úr Þó bilabrautin sé nú notuð sem geymsla glittir enn i fagurlega máluð þil á ýmsum stöðum. „Hér var eldhúsið okkar," segir Jónina Guðjónsdóttir eiginkona Guðmundar. en ætlað var. Þó man ég að Valbjörn Þorláksson starfaði þarna um tíma svo og Jón Þ. Ólafsson, hástökkvari. Valbjörn hefur líklega fengið bakteríuna þarna þvi nú rekur hann mini-golf á Skólavörðuholti, en slíkt mini-golf var einmitt í Tívolí á sinum tíma. — 1959 var flest komið í hnút hjá ÍR hvað fjármálahliðina snerti og það varð úr að ég tók staðinn á leigu i heilu lagi nema hvað Vetrargarðurinn var undanskilinn. Vetrargarðurinn var ætlaður sem veitinga- stofa fyrir gesti Tívolís en þar voru einnig haldin böll, þau frægustu á þeirri tíð. Það var Helga Marteinsdóttir sem rak staðinn, en hún stofnsetti siðar veitingahúsið Röðul. Dyravörður hjá henni var Sigur- björn Eiríksson, sem nú rekur Klúbbinn. Hann byrjaði að vinna á skotbökkunum hjá mér, fór siðan yfir til Helgu og tók við rekstri Vetrargarðsins þegar Helga hætti. Þaðan fór hann yfir í Glaumbæ og svo i Klúbbinn. Þetta byrjaði sem sagt allt á skotbökkunum. — Ég ætlaði að reyna að rétta reksturinn við og fyrsta árið gekk það bara bærilega — ætli ég hafi ekki komið sléttur út úr þvi. Seinni tvö árin voru aftur á móti verri en þá rak ég staðinn eiginlega bara út í loftið. Það má segja að síðasta góða árið í Tívolí hafi verið 1956. Þá breyttust ýmsir siðir landsmanna Tívólí í óhag. T.d. hafði verslunarmannahelgin alltaf verið haldin hátíðleg hjá okkur, svo og sjómannadagur- inn og aðrir tyllidagar ntannfólksins. Þá voru farnar skrúðgöngur sem alltaf enduðu i Tívoli. Svo má ekki gleyma fegurðar- samkeppnunum sem mest var um á milli '50 og ’60, en þær trekktu mikið fyrir staðinn. Það var allur sá mannfjöldi sem sótti þessar skemmtanir sem bar rekstur Tívolís uppi. En upp úr miðjum fimmta áratugnum fara verslunarmenn að skipu- leggja útisamkomur viðs vegar um landið um fríhelgi sina, og eins og allir vita hafa þær verið fjölsóttar allt fram á síðari ár, og þá datt botninn mikið til úr þessu hjá okkur. Svo hættu fegurðarsamkeppnirnar og þá var nú lítiðeftir. — Það er nú annars furðulegt að það skuli hafa verið hægt að reka stað eins og Tivolí í eins fámennri borg og Reykjavik var. Fyrsta árið var opið alla daga frá 14- 23.30, en eftir að nýjabrumið fór af staðnum var þessu breytt og aðeins haft opið um helgar. Og eins og veðráttan er hérlendis þá voru fyrir bragðið ekki svo margir sólskinsdagar í þessum skemmti- garði Reykvíkinga. Árið 1957 fór ég til Danmerkur til að kynna mér svona garða, m.m., og þá var mér t.d. sagt í Óðinsvéum, þar var garður á stærð við Tívolí í helmingi fjölmennari borg, að það hefði verið vonlaust verk að ætla sér að reka Tívolí þar nema bara vegna þess að á hverju ári koma 12 ára börn víðsvegar að 44. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.