Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 10
Hvers þarfnast ungbörn? I Guöfinn^ydal Börnin og við Þegar maðurinn fæðist i heiminn er hann algjörlega hjálparvana og háður þvi að aðrir uppfylli þarfir hans. Umhyggja annarra er manninum lífsnauðsynleg i frum- bernsku. Annars myndi hann farast. Hversu hjálparvana hvitvoðungurinn er, hefur lengi mótað skoðanir manna á þvi hvað ungbörnum er nauðsynlegt og hvað ekki til þess að þroskast á sem bestan hátt. Því hefur t.d. verið haldið fram að ung- börnum sé nægilegt að fá mat, hafa hlýju. vera haldið þurrum og taka á móti örvun frá umhverfinu. í því sambandi hefur verið haldið fram að barnið sé tiltölulega oviikt við fæðingu og hafi litil tök á þvi að hafa áhrif á umhverfi sitt. Nýjar rannsóknir á ungbörnum hafa hins vegar leitt i Ijós að þau búa bæði yfir meiri möguleikum en þeim hafa verið ætlaðir og hafa meiri mögulei'’'’ A K"; að vera í tengslum við umhverfið. Hvað er mikilvægt fyrir ung- börn? Umræður og skrif unt hvers börn þarfnast til þess að þroska þeirra sé sem best borgið hafa lengi verið einskorðuð við likamlegar þarfir ungbarna. í dag virðist hins vegar vera álitið miklu þýðingarminna en áður fyrir andlegan þroska barna hvort þau fái t.d. brjóstamjólk eða pela, séu vanin af snemma eða seint og hvort þau fái að ákveða sjálf hvenær þau vilja mat eða fái hann á ákveðnum timum. Það er hins vegar álitið hafa úrslitaáhrif á þroska barna, hvort samskipti þeirra og fullorðinna séu slæm eða góð. Þegar talað er um samskipti foreldra og barna er mikil- vægt að leggja áherslu á þá víxlverkun sem á sér stað. Þ.e.a.s. það eru ekki einungis viðbrögð foreldra sem hafa áhrif á hegðun barna, heldur hafa einnig ýmsir eiginleikar og viðbrögð ungbarnanna sjálfra áhrif á hegðun foreldra. í þessu sambandi má t.d. nefna að það skiptir máli hvort óskað var eftir stúlku eða dreng, hvernig útlit barnsins er, hvort barnið er rólegt eða órólegt o.s.frv. Samskipti barna við umhverfið byrja strax eftir fæðingu Barnið er virkt frá fæðingu. Skilningarvit þess eru virk og barnið bregst irt.a. við sjón- hrifum, hljóðum og snertingu. Virkni barnsins er m.a. hægt að sjá á þvi að það getur fest augun á einhverjum hlut, fært þau yfir á annan hlut, snúið höfðinu á móti Ijósi, róast þegar haldið er á þvi og svo mætti lengi telja. Ameríkaninn Robert Fantz hefur haft mikil áhrif á skoðanir manna á hvernig ungbörn skynja umheiminn. Hann hefur m.a. beint athygli manna að því að þrátt fyrir að hreyfingar ungbarna séu mjög óþroskaðar, þá nota þau mikið af tímanum til þess að rannsaka umhverfið með augunum. Fantz hefur fundið að það er 10 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.