Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 14
vinnutíma, þá hefurðu möguleika á að eiga einhvern afgang. Hvernig gekk að venjast íslendingum? Ég átti ekki í neinum vandræðum með það. Aftur á móti fannst mér ýmislegt skrítið í umgengnisvenjum fólks, sem ég var ekki vanur. T.d. fannst mér mjög óvið- kunnanlegt fyrst að allir voru að spyrja hvað maður hefði í laun, hvað maður fengi fyrir þetta og hitt, hve mikla skatta maður borgaði, mér fannst þetta óþarf hnýsni í einkamál fólks. Hekla: Aðaláhugamál íslendinga eru laun og skattar, það tekur smátima að venjast því. Colin: Ég hugsa að stærsti munurinn fyrir mig hafi verið i einkalífinu. Ef ég væri í vinnu i Englandi væri ég búinn klukkan fimm og gæti gleymt öllu sem viðkemur vinnunni og einbeitt mér að fjölskyldunni. Hér aftur á móti er maður aldrei búinn að vinna. Ég get ekki einu sinni farið á veitingastað án þess að fólk komi til min og spyrji hvort ég geti saumað á það og hvað sé I tísku. Fólk hringir á kvöldin og um helgar og getur ómögulega skilið að maður þurfi hvild frá vinnunni við og við. Þá flýjum við upp í sumarbústaðinn okkar í Mosfellssveit. Hefur þú fundið fyrir kynþáttahatri á íslandi? Það eru alltaf til einhverjir sem segja að ísland sé bara fyrir íslendinga, en ég held að þetta sé mikið að breytast. Ég hef aldrei orðið fyrir neinu alvarlegu aðkasti, þó ég sé Englendingur. Ekki nema I þorskastríðinu 1958, en það var ósköp lítilfjörlegt. Þá var ég úti að skemmta mér með islenskum vinum mínum, þegar stór og stæðilegur sjóari réðst á mig. Ég var með skegg þá og hann hótaði að skafa það af með rýtingn- um sínuml! En þá kom einn íslendingur og tók á móti fyrir mína hönd og áður en ég vissi af var allt komið í logandi slagsmál. Ég stóð bara og horfðiá! Ég held ekki að Evrópubúar eigi í svo miklum erfiðleikum með að festa rætur hér, því saga okkar Norður-Evrópubúa tengist svo mikið og siðir og venjur eru mjög líkar. Síðan hafa þjóðirnar þróað ýmis séreinkenni nieð sér, sem ekki skipta svo miklu máli þegar flust er á milli landa. Hvernig gekk þér að læra íslensku? Ég er alltaf að læra. Ástandið er svolítið slæmt núna, því nú kann ég hvorki ensku né íslensku, ég tala allt í einum graut. Ég er eiginlega búinn að búa mér til mitt eigið mál, það heitir icelish úr icelandic og english! En svo við vikjum að öðru, þá hef ég heyrt að þú sért ekki íslenskur ríkisborgari. Hvernig stendur á því? Það er einungis vegna þess að ég vil ekki hlýða þeim lögum að skipta þurfi um nafn þegar íslenskur ríkisborgararéttur er veittur. Að visu þarf ég að sækja um Hér er eitt dœmi um hve fðrénlegt er að fleygja gömlum hlutum vegna tœkninýjunga. Þetta gamla saumavélarborð stendur alveg fyrir sínu og borðplatan er málverk, sem lengi vel hékk I uppi á vegg! Þetta stofustáss er, þó ótrúlegt sé, gömul þvottarulla sem lé lengi gleymd og grafin uppi é héalofti. Hún var pússuð upp og bronsuð og gegnir nú sinu hlutverki, þó ólíkt sé það þvi sem gert var ráð fyrir upphaflega. atvinnuleyfi og dvalarleyfi einu sinni á ári, en ég legg það á mig til að fá að heita því nafni sem foreldrar minir vildu að ég héti. Ég get ekki sætt mig við tilhugsunina að heita Kolbeinn Pétursson eða eitthvað í þá áttina. Konan mín má bera eftirnafnið Smith, en ég má ekki heita Porter! Mér finnast þetta alveg furðulegar reglur sem engin leiðerað skilja. Þið minntust áðan á sumarbústaðinn ykkar. Hvernig eignuðust þið hann? Hekla: Þessi bústaður er byggður upp úr brúnni á gamla Brúarfossi, en frændi minn, Haraldur Ólafsson, var skipstjóri á því skipi. Það hafði komið upp eldur í skipinu. 14 Vikan44-tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.