Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 19
hafði heyrt þetta allt saman áður auk þess sem hann var of upptekinn af við- burðum dagsins. „Tuttugu ár í leiðindum." sagði hann og gretti sig, ..tuttugu sekúndur í hræðslu. Það ætla ég að kalla sjálfsævi sögu mína. Ef ég skrifa nokkurn tíma sjálfsævisögu mína. Ef ég lifi nógu lengi." „Já. jæja —” Spindler var nú risinn upp af stólnum. „Það er öruggt að núna byrjar þessi vanalega nornaveiði. Þeir verða alltaf að finna einhvern. eitthvað til þess að skella skuldinni á. Hvað held ur þú að langt verði þar til snuðrararnir demba sér yfir okkur?" „Undir eins í fyrramálið. Vanalega myndu þeir bíða i nokkra daga. Búa sig vel undir það. En þeir hafa ekki tíma til þess núna. Ekki þegar yfirheyrslurnar á Point Conception eru í aðsigi. Þeir vilja ljúka þessu af strax. „Það er satt." sagði Spindler. „Það er þá best að ég taki kvöldið snemma. Sé þig. Jack. Líttu við hjá okkur." Jack veifaði til hans annars hugar og hélt svo áfram að stara í glasið sitt. Honum fannst hann gamall og þreyttur og verst af öllu fannst honum að hafa verið þaninn til hins ýtrasta. Lætin í orkuverinu þá um daginn höfðu reynt cins mikið á hann og hægt var. krafist af honum allrar reynslu hans. kunnáttu og meðfæddrar skynsemi. Alls. Hann vissi þegar hættan var liðin hjá að hann átti engan varaforða. Og það skelfdi hann. Hvaða lausn myndi honum detta i hug næst þegar svona lagað gerðist? Nú. jæja, huggaði hann sjálfan sig. hann var Hún og Richard vissu alls ekki hvað var að gerast. Já. það gat verið að þau hefðu sýnt eitthvað sem gaf til kynna miklu meiri hættu en raunverplega varð. Já, það gat verið svolítið óábyrgt. En hins vegar.... Og hins vegar.... Það var mikið um hins vegar. hugsaði Kimberly. Kannski sáu þau byrjun á hættu sem leið hjá á elleftu stundu. Alla vega leit það út fyrir að vera svoleiðis. og eins á filmunni. Það jafnaðist ekkert á við að hafa kvikmyndað sönnunargagn fyrir þvi sem maður hafði séð. Fréttaskýrsla henrta'r, jró hún hefði verið heldur hlu(- dræg, hefði verið mjög styrkt1 vegná filmunnar. Hefði getaðorðið, huggaði hún sig við að lokum. Hefði líka getað orðið stóra stundin fyrir Kimberly Wells. Tækifæri til þess að sýna að hún var enginn venjulegur fréttaþulur. heldur einhver sem vissi hvað gera ætti við sjóðheita frétt. þegar hún lenti i kjöltu hennar. Rödd truflaði hugsanir hennar. „Kimberly Wells. Þrjátíu sekúndur eftir. Kimberly Wells." Hún stóð upp úr stól sínum og gekk í áttaðsviðinu.---------- Harmons Bar & Grille leit út eins og það hefði verið skreytt af skipuleggjara „Gilligans Island" eftir þriggja vikna drykkju. Þarna voru pálmamottur, 44. tbl. Vikan 19 bambusraftar. hörpudiskar og netakúlur úr gleri og allt var hulið neti, nenta afgreiðsluborðið og kvennasalernið. Og jafnvel það var merkt Wahine eða Nooky Nooky eða einhverju slíku bulli á hawaisku hrognamáli. Bjórskilti Hamms með sínum ævinlega bláa sjó stungu i stúf viðgervilegt Pólynesíuandrúmsloft- ið, en enginn mótmælti. Þetta var smá- hluti af Bora Bora staðsettur i San Fernando dalnum og fastagestunum líkaði vel að það minnti þá á þann tima sem þeir voru i herþjónustu — aðallega i flotanum — og að bjórinn var alltaf kaldur. Þrátt fyrir allt þetta Suður-Kyrrahafs glingur. hafði vínstofa Harmons dregið til sin I gegnum árin nokkurn hóp af fastagestum. aðallega frá Ventana orku verinu, ópinbert starfsmannafélag. Innst í salnum vöppuðu þrír eða fjórir náungar í kringum billjardborð og drukku bjór og léku Eight-ball. Við annað borð, miðja vegu milli afgreiðslu- borðsins og plötusjálfsalans og rétt hjá karlasalerninu. sátu Jack Godell og Ted Spindler hnípnir yfir drykkjarföngum sínum. Þetta var uppáhaldsborð Jacks og þar sem hann var piparsveinn kom hann við hjá Harmon á næstum hverju kvöldi vikunnar og húsráðendur létu miða. sem á stóð frátekið. vera á borðinu. Miðinn var stolinn af hóteli i San Fransiskó. Báðir voru mennirnir í skyrtununt einum að ofan. Báðir voru þeir byrjaðir á öðru glasi af Seagrams og Seven og hvorugur þeirra sagði mikið. Þeir höfðu átt þreytandi. ef ekki hættulegt. siðdegi og það var gott að vera kominn á stað sem minnti bæði á félagsheimili og loft- varnarbyrgi. Godell leit á glösin og sneri sér að Harry Blandara — Harry var með skir teini bak við afgreiðsluborðið þar sem staðfest var að hann hefði lokið nám skeiði í blöndunarfræðum, samanber nafnið. „Blandaðu fyrir okkur annan umgang, kunningi." „Nei, heyrðu nú. Jack —” mótmælti Spindler. „Svona nú. Þú átt skilið smávegis." „Það er víst satt," andvarpaði Spindler og hugsaði enn einu sinni um það sem gerst hafði þá um daginn. „Ég vildi gjarna sitja hérna og drekka mig fullan. en Alma er búin að bjóða krökk unum í mat og ef ég kem ekki við í búð- inni og kaupi súkkulaðiís þá gengur yngsta barnabarnið mitt hreinlega af mér dauðum. Stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja að krakkanum eða veita henni ráðningu. Hvað ætlar þú aðgera?” Godell varekki beint aðhlusta. Hann og einhvern veginn höfðu þcir komist af. En það hafði aðeins munað hársbreidd. Godell hafði verið yfirverkfræðingur á kjarnorkukafbáti, með fulla ábyrgð fyrir stjórnun orkuvers. Og hann haföi starfað á Ventana alvcg frá upphali. Hann efaðist aldrei. eða hafði aldrei efast fyrr en i dag. unt hæfileika sína. Það sem olli honunt mestum óþægind um vegna dagsins I dag var að hann hafði haldið að hann hefði lausnina á vandanunt þegar hann þurfti svo að taka þveröfuga ákvörðun á síðustu mínútu. Og Kann vissi að það hafði verið síðasta minútan. Ein enn.... hann skalf. Hugsanir hans voru truflaðar þegar Harry Blandari kom með nýjan drykk fyrir hann. „Heyrðu, þú færð þér svo einn enn, er það ekki,” sagði Harry. „Sá næsti er á kostnað hússins." „Nei. þakka þér fyrir. Harry." Godell leit upp. „Þetta ætti vist að fylla brús- ann. Heyrðu — eru þetta fréttirnar sem eru i sjónvarpinu? Heldur þú að þú hækkirekki aðeins?" Jack tók glasið silt og gekk að afgreiðsluborðinu svo að hann gæti séð betur á litasjónvarpið. Hann kom timan lega til þess að sjá skinandi tcnnur Petc Martins og heyra hann tilkynna: ,.0g hér er svo Kimbcrly Wells nteð „Kíkt á Kaliforníu"." Jack horfði ólundarlega á þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.