Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 23
hún stansaði til þess að hlusta og fá sér bita af brauðinu sínu. Það var rödd Richards, hávær af reiði. Eins og vana- lega heyrðist ekki í neinum öðrum. þvi að það var ómögulegt að skjóta inn orði, ekki einu sinni búkhljóði, fyrr en reiði Richards hafði runnið sitt skeið. „Fjárinn hafi það. þið verðið að senda þetta út," heyrði hún. „Þið eigið ekki annarra kosta völ. Þetta eru ekta full- gildar fréttir. Ef kjarnorkuslys er ekki fréttaefni. hvað er það þá? Þetta var kjarnorkuslys. Og ég tók myndir af því og þið liggið á ómetanlegri filmu og gefið mér skætingí tilsvör.” „Rangt," heyrði Kimberly. „Ég hef ekki gefið þér nein svör hingað til og ég geri það ekki fyrr en þú hættir að öskra hérna inni eins og bjáni." Núna var Kimberly komin nógu nálægt dyrunum til þess að þekkja rödd Jacovich. Hún opnaði dyrnar inn i fundarherbergið og kíkti inn. Richard gekk um herbergið eins og maður sem ofsóttur er af býflug- um. Jacovich sat rólegur í stól og horfði á hann. Mac stóð hjá með hnyklaðar brýr. en fylgdist samt með. „Til að byrja með," sagði Jacovich um leið og hann leit upp og benti Kimberly að koma inn, „þá er ég ekki viss og þú ert ekki heldur viss um að slys sé rétta orðið. Kannski er það ekki það sem þú sást." „Afsakið að ég kem of seint," sagði Kimberly. „Vandræði með bilinn. Vill einhver bita?” Jacovich brosti dauflega afjrakkandi. Richard byrsti sig og fórnaði höndum í örvæntingu. „Jú. jú, það er rétta orðið," sagði Richard. „Ég veit hvað við sáum og það sem þú sást líka, Kimberly. Drottinn minn, þú varst þarna. Þú fannst það. sást það. Hvernig finnst þér að vinna fyrir sjónvarpsstöð sem er með gult strik niður bakið á sér? Ég á við stórt gultstrik.svona breitt." Kimberly fannst hún verða að leita í minni sínu. Var það nokkur möguleiki að það sem þau upplifðu hefði aðeins verið vanalegt? Hvað með skjálftann? Það hafði allt skolfið rétt eins og i jarð- skjálfta. Og hvað með áhyggjufulla mennina, náföla og sveitta, hlaupandi hrædda um stjórnsalinn með óttann málaðan á andlitin og þeir höfðu stundum hrópað svo hátt að það var hægt að heyra raddir þeirra í gegnum skothelt glerið? Og að lokum, hvað með hátalarakerfið sem skipaði öllu starfsliði á öryggissvæði? „Þetta er ekki æfing. Ég endurtek, þetta er ekki æfing.” Nei. hugsaði hún. hún efaðist ekki um það sem hún hafði séð. „Mér virðist," sagði hún rólega við Jacovich, „að þú sért nú þegar búinn að taka þína ákvörðun. Sama hvað við Richard segjum. Er það ekki satt?" „Byrja þu nú ekki líka að ráðast á mig, Kimberly.” „Byrja ég nú ekki! Ég hef varla opnað munninn. Eða er mér kannski ekki ætlað að gera það?" „Leyfðu mér að lesa svolítið fyrir þig," sagði Jacovich um leið og hann tók upp blað og setti á sig gleraugun. „Um mm mm — hérna er það: Kjarnorkuver eru álitin .öryggisvernduð orkuver og sem slik falla þau undir vernd 18. kafla hegningarlaga Bandarikjanna. Óleyfi- legar myndatökur eru lögbrot'." Jacovich leit á þau til þess að leggja frekari áherslu á mál sitt. „Svoað i raun- inni haftð þið, gott fólk, framið lögbrot og við, allir sem berum ábyrgð í þessu fyrirtæki, gætum verið taldir samsekir við það eitt að hafa slíka filmu i geymslu, hvað þá að sjónvarpa henni. Gerið þið ykkur nú grein fyrir lagaflækj- unni?" „Þú getur gefið skit í lagaflækjurnar, Jacovich, hristu þær af þér. Þetta er bara enn önnur rikisvaldsdellan. ,Við viljum ailt valdið og við tökum enga áhættu.' Þetta gerir mig svo öskuillan að ég gæti — Á, fjárinn hafi það, Kimberly, vertu ekki aðsparka i mig." „Allt í lagi, fyrirgefðu. Richard. en i guðs bænum stilltu þig. Ég hef allt eins mikinn rétt og þú til þess að reiðast." „Della.” svaraði Richard. „Þú gleypir við bullinu í þeim. Þeir vilja að maður taki því rólega. Hérna, sjáðu þetta!" Hann sýndi henni samanbrotiðog marg- flett fréttablað, en áður en hún gat séð hvað það var las hann það fyrir hana. „Vegna óvæntra tafa hefur verið ákveðið að loka fyrir Ventana orku verið.......Óvæntra tafa, hamingjan sanna. Hefur þú nokkurn tima heyrt annað eins? Það sem um er að ræða er slys eða það sem næstum því varð slys. Það hefði getað drepið okkur. Hefði getað drepið hálfa sýsluna þess vegna og þeir tala um óvæntar lafir. I>etta hljómar eins og það hafi óvænt komið flakkari og beðið um kaffibolla. I>etta cr hundrað prósent blaðalygi. Og þeir gleypa við því." Framhald í næsta blaði. Ókeypis eyðublöö á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. BIABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. t 1 44-tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.