Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 26
KÁRI — Hvernig geturðu þetta annars? spurði hann svo. — Hvað? — Verið alltaf svona edrú, alltaf ein með krakkann nema þegar kallinn þinn er heima. finnst þér það ekki lási lif? Ég gæti þetta aldrei, dræpist úr leiðindum ef ég væri þú .... — Nei, mér finnst þetta ágætt lif, svaraði hún og brosti lítillega að barna- legri hreinskilni hans. — Hvað ertu annars gamall? — Nítján. — Hvernig er með stelpuna sem þú varst að stytta þér leið til hérna um kvöldið? — Hana? Sársaukadrættir fóru um andlit hans. — Hún sparkaði mér,.. . ég var líka alltaf svo fullur og leiðinlegur, hún er búin að ná sér i harðjaxl núna, hann er að byggja og á bil. .. Betra fyrir hana en að dröslast með mér.... Djöfull er ég að þynnast upp! Hann stundi hátt. — Já, þú virðist drekka ansi mikið, sagði hún blátt áfram og leit fast i augu hanv Hann leit undan og braut eldspýtur. — Jaaa .... stundum finnst mér það líka, sérstaklega þegar ég er þunnur og með móral. . sagði hann lágt. — En það er bara svo vont að vera edrú niðrí bæ, fæ alltaf svona sting fyrir kassann. hjartað meina ég, þegar ég sé allt fólkið, skilurðu ... Svo lagast þetta þegar ég fæ mér í glas, þá fila ég mig svo vel . . . . er svo slappur á tauginni skilurðu? Hún þagði. Hana skorti orð, langaði að ræða við hann um svo margt við víkjandi honum sjálfum. í huganunt leitaði hún að rétlu orðunum. Minningu um glöð og áhyggjulitil æskuár hennar heima hjá foreldrum sínum skaut upp i hugann. Skyndilega fann hún til þakklætis, en gat ekki gert sér grein fyrir hvers vegna. Hún sagði ekkert. Hann stóð skyndilega á fætur. — Jæja, ég héma, verð að fara núna . . . Þakka fyrir mig. Sé þig seinna. — Kannski verður þú kominn með konu og halarófu af krökkum næst þegar við hittumst, sagði hún glaðlega meðan hún fylgdi honum til dyra. Hann klæddi sig rólega i úlpuna og daufu brosi brá yfir andlit hans. — O, ætli það . . . Hver heldurðu að vilji mig? — Heyra i þér, ungum og hraustum manninum, sagði hún og hló. Skrýtin tilviljun — ég heiti lika Doppa! 26 Vikan 44. tbl. Hann hikaði eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en snerist á hæl og rauk út í sortann. Margrét sat um stund í eldhúsinu og hugsaði um Kára. Dökk augu hans sóttu stöðugt á huga hennar og hún fann fyrir tómleika. Hún kveikti á útvarpinu og fór að hafa til morgunmatinn. Þá kom Lóa tritlandi til hennar með blauta1 bleiuna i hendinni. Hún skreið hlæjandi í fang móður sinnar og Margrét þrýsti henni snöggvast að sér eins og hún væri hrædd umaðmissahana. — Blaðið er komið, Nonni! Margrét kallaði inn í stofu til manns sins þegar hún heyrði smella í bréfalúgunni. Hún var að skipta á Lóu og steikarilmur fyllti íbúðina. — Nú, þeir hafa þá flogið, sagði Nonni hressilega. Hann settist við eldhúsborðið og fletti blaðinu sundur. — Heyrðu, Magga, sagði hann skyndilega. — Kannastu ekki við þennan strák? Margrét lauk við að klæða Lóu og beygði sig síðan yfir öxl hans. — Þetta er mynd af Kára, sagði hún, en allt i einu varð henni þungt fyrir brjósti. — Nonni, þetta er ekki satt! Hún þreif blaðið úr höndum hans og settist titrandi á eldhús- kollinn „Féll fyrir borð". Hún renndi augununt yfir fyrirsögnina og las skjálfrödduð áfram: „Sá atburður átti sér stað í gær, þegar togarinn Vonin var að veiðum, að einn skipverja tók út, þegar.... Margrét gat ekki lesið lengra. hún lét blaðið síga og starði á myndina af Kára. Sama alvarlega andlitið, aðeins yngra en þegar hún sá hann siðast og hárið stuttklippt. Þunglyndisleg augu hans horfðu út i bláinn og voru eins og tvær svartar stjörnur i fölu andlitinu. Margrét gekk út aðeldhúsglugganum og þrýsti enninu að köldu glerinu. Vindurinn ýlfraði úti fyrir og snjórinn þyrlaðist upp i hvitar dansandi slæður. Sem snöggvast fannst henni hún sjá mynd bregða fyrir i sortanum. Dapurleg augun. þrjóskufullur munnsvipurinn. Óstyrkar hendur sem brutu nagaðar eld- spýtur. Laust og feimnislegt handtak. Mynd Kára sótti á hana. — Leitt að hann skuli hafa farið svona, sagði Nonni og tók hlýlega utan um konu sina. — Já. Rödd hennar var hljómlaus. — Mamma, gaka mig. Lóa togaði i skyrtu móður sinnar. Margrét sneri sér hægt við og leit i hlæjandi barnsaugun. Litlir mjúkir handleggir vöfðust um háls hennar og búlduleitt andlitið varð eitt sólskinsbros. — Nonni. Hefurðu tekið eftir hvað Lóa hcfur falleg augu? spurði Margrét skyndilega og hló að undrunar svipnum sem færðist yfir andlit hans. Reyndar fannst honum allt fallegt við kubbslega dóttur þeirra. — Tvær svartar stjörnur, sagði hún og kleip hann laust i kinnina. — Þú ert bara skáldleg, sagði hann striðnislega. — Hvaðáttu við? — Stjömuhrap, svaraði hún og varð alvarleg. — Er ekki allt lifið skáldlegt. Nonni? Aðeins f VIKUNNI 1 SÓMA FÓLK Claire Bretécher heitir höfundur Sómafólks, teiknimyndasögunnar sem hefur göngu sína í þessu tölublaði VIKUNNAR. Hún er frönsk, 38 ára að aldri og hefur verið með blýantinn á lofti síðan hún var 5 ára. Það var þó ekki fyrr en hún var orðin 27 ára gömul og stóð frammi fyrir þeirri óhugnanlegu staðreynd að hún þyrfti að velja á milli þess að verða sjúklingur, þjófur eða listamaður að hún fór að taka teikninguna alvarlega. Og listin varð fyrir valinu. Claire Bretécher hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, virðingarlaus svartsýnismanneskja er heiti sem hún á erfitt með að hrista af sér, og svo er hún pólitísk — það fer ekkert á milli mála. En í rauninni er hún fyrst og síðast kvenréttindakona með stór- gott skopskyn sem fer aldrei á kjörstað, ef það segir eitthvað. Hin síðari ár hefur hún orðið þekkt sem alþjóðleg poppstjarna og er það allt þessu ágæta Sómafólki að þakka sem við nú ætlum að kynnast. E.t.v. kemur það ykkur kunnuglega fyrir sjónir, enda er þetta ósköp venjulegt fólk, sómafólk svona eins og þú og ég. Enda segist höfundurinn sífellt vera að teikna sjálfa sig. Myndasögur Claire Bretécher birtast nú í blöðum og tímaritum víðsvegar um veröldina og nú síðast voru Bandaríkjamenn að uppgötva þennan sérstæða skopfugl — og afleiðingin: Hún er heimsfræg. Sómafólk verður í hverri VIKU framvegis. Góða skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.