Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 30
Gamlir og nýir draumar i Kæri draumráöandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma. Þann fyrsta dreymdi mig fyrir ca 2 árum og hann er svona. Mér fannst ég eiga heima í tvílyftu húsi með móður minni og systkinum. Allir voru niðri í stofu að horfa á sjón- varpið og ég man sérstaklega eftir móður minni þar. Þetta var um kvöld og ég lá uppi í stóru riimi og var að því komin að eiga barn. Ég var alein ogfannst það bara eðlilegt. Allt gekk Ijómandi vel, enginn sársauki eða neitt. Ég labba síðan að dyrunum og kalla niður til móður minnar að þetta sé búið. Síðan var ég komin I bíl með móður minni, og ég sit í framsætinu með barnið í fanginu. Það var sveipað hvítri skikkju og mérfannst allt vera svo bjart í kringum barnið. En fyrir utan bílinn var dimmt, enda nótt. Við erum á leið til spítalans og áttum að vera þar í nokkra daga. Fannst mér það venjan, ef kona átti barn í heima- húsi. Síðan er ég komin með barnið á spítalann og við bíðum í einhverri stofu. Þar eru nokkrir ungir strákar sem hafa hátt og eru með mikil lœti. Þeir eru rjúkandi hver í annan og ég hafði áhyggjur af barninu. Þolinmœðin brestur þegar einn gengur að glugganum og opnar upp á gátt svo blæs inn. Ég verð ofsalega reið og segi: Vitið þið ekki að barnið er sofandi og veikt. Eitthvað minnkuðu lætin og þeir báðust afsökunar. Draumur 2: Ég var á einhvers konar stofnun þar sem langir gangar voru og nokkrar stofur. Ég var þarna með raunverulegt barn mitt sem við skulum kalla x. ífyrstu var það pínulítið og lá I vagni inni í einni stofunni. Égskrepp síðan aðeins frá og þegar ég kem aftur, fmnst mér vera búið að skipta um barn. Maðurinn minn var þarna með mér og segi ég honum hvað ég held en hann telur það vitleysu í mér en ég sætti mig ekki við það og fer að leita að barninu. Ég lít inn í eitt herbergi og þekki þar barnið mitt. Gleðin yfir að finna barnið var mikil. Síðan er x orðinn eitthvað stœrri, og ég er að hjálpa honum að labba á einum ganginum. Þá finn ég návist ræninga barnsins míns og fannst mér sem þeir myndu reyna aftur. Draumur 3: Enn er ég komin á spítala með löngum og ruglandi göngum. Ég var búin að eiga barn. En x er hjá mér og sá ég ekkert nema Mig dreymdi hann. Var búin að gleyma nýja barninu. Svo að liðnum tveim dögum þá man ég eftir barninu og langaði að sjá það. Ég vissi ekkert hvar það var (við vorum öll sitt I hvorri stofunni, ég, x og barnið) svo ung stúlka býðst til að sýna mér hvar það sé. Þegar ég sé barnið segi ég: Ég ætla að kalla það Ragnar. Ég legg síðan barnið frá mér og fer aftur til x. Þar er maðurinn minn kominn og ég fer aftur til að ná I barnið. Þegar ég kem inn í stofuna liggja þar fiskstykki með roði á, hlið við hlið. Ég tók eitt varlega upp og fannst mér ég þekkja þar barnið mitt á soðinu. Og á leiðinni til föðurins er ég að hugsa um hvað það sé mikil synd að eiga nú að borða þetta litla kríli. Ég átti alltaf erfitt með að rata á spítalanum og forðaðist lyftur. Fyrir innan lyftudyrnar fannst mér vera eitthvað sem ég var hrædd við. Einnig var mikið af fólki á göngunum og það stefndi allt beint að lyftunum. Mig dreymdi líka einu sinni að ég væri að heimsækja barnið mitt á spítala og þar var mikið af lyftum sem ég óttaðist (I rauninni er ég ekkert hrædd við lyftur). Ég þakka að lokum ráðninguna ef eitthvað verður hœgt að ráða úr þessum draumum. S.T.B. Allir þessir draumar eru fyrirboði sömu atburða, en það er erfitt að ráða nákvæmlega í hvers eðlis þeir atburðir eru, nema þekkja persónulega hagi dreymandans. Fyrsti draumurinn er þó greinilega fyrir mjög góðu, liklega bættri stöðu og betri fjárhagsafkomu. Annar draumurinn undirstrikar þessa bættu stöðu og jafnvel að um snögg umskipti verði að ræða. Þriðji draumurinn er einnig sama eðlis, merkir bætta lífsafkomu og táknar einnig að þú munir sýna dirfsku og dug við að koma fyrir- ætlunum þínum i framkvæmd. Erfiðleikar munu ekki valda þér neinum heilabrotum og þú munt framkvæma hlutina kvíða- og óttalaust. Einnig eru í öllum þessum draumum ákveðin tákn sém benda til að þarna geti verið um fyrirboða barnsfæðingar að ræða, en þau eru ekki nægilega sterk til að afger- andi geti talist. Dauðadómur í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar til að spyrja þig hvað þýði eða tákni í draumi að maður eigi fyrir sér að deyja en sleppi svo á síðustu stundu. Mig dreymir þetta oft, t.d. dreymdi mig einu sinni að menn gengu um göturnar og söfnuðu fólki sem þeir ætluðu að stilla upp við vegg og skjóta það síðan. Ég og fleiri krakkar vorum tekin og ég hugsaði með mér hvernig ég vildi deyja. Ég vildi deyja um leið en ekki kveljast (en þannig vil ég I rauninni deyja). Svo reyndi ég að hringja í foreldra mína og helstu œttingja til að kveðja en enginn var heima og þótti mér það mjög leiðinlegt. Þetta fannst mér ske hjá kirkjugarðinum. Síðan vorum við öll komin heim og biðum eftir dauða okkar og töluðum um hann. Við sátum inni í stofu. Þá fannst mér mamma kalla á mig og ég fór fram en þá heyrði ég skothvelli og var þá verið að skjóta fólkið en égslapp. Égfór aftur inn í stofu og læsti á eftir mér og þakkaði mínum sæla fyrir að sleppa og við það vaknaði ég og ætlaði ekki að þetta væri draumur því svo raunveru- legt var þetta. Eitt sinn dreymdi mig að ég hefði alveg rosalegan verk í kviðarholinu öllu. Ég staulaðist fram á klósett, en þegar þangað kom runnu út úr mér tvö fóstur. Annað var minna en hitt en þau hafa bæði verið minni en 10 sm. Að lokum langar mig til að biðja þig að ráða þessa drauma fyrir mig. Með fyrirfram þökk. Ein dreymin Draumar um dauðann tákna dreymand- anum langlífi og að heyra skotið úr byssu táknar eitthvað óvænt, sem vekja mun mikla ólgu. Slíkir draumar geta einnig verið martröð, sem kemur af ýmsum orsökum, en þess vegna lítið mark á takandi. Að dreyma salerni táknar yfirleitt hagnað og veikindi í draumi tákna góða heilsu í vökunni. 30 Vikan 44> tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.