Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 34
Ilnifurinn 2l.m;ir* 2().a|iril \auiiA 2l.april 2l.niai T\íburarnir 22.mai 2l.júni Þegar allt viröist ganga á afturfótunum og baráttulöngunin fer þverrandi er ómetan- legur styrkur að vinum sem leggja sig fram við að uppörva þig og hvetja til dáða. Þótt stundum geti verið gott að flýja inn I draumaheim á það ekki alltaf við. Gættu þess að gleyma ekki veru- leikanum. þvi erfitt getur verið að snúa atburðarásinni síðar við. Ósigur getur breyst I sigur, þegar minnst varir. L.áttu ekki efann ná tökum I þér. Stundum getur reynst nauðsynlegt að taka áhættuna til þess að fullur sigur vinnist. kr.'',hhinn 22. júní J.V juli Þörf fyrir samneyti við vini og kunningja er rik i þér og þér finnst einmanakenndin þrúg andi. Gleymdu samt ekki að reynast þessum vinum vel I þeirra erfið- leikum. I.jónirt 24.júli 24. dgúH Hugmyndir og áætlanir hrannast upp I huga þér, langt yfir gráan hversdagsleikann. Með skarpskyggni og var- kárni ætti þér að takast að greina kjarnann frá hisminu. Kjarkurinn er ekki upp á marga fiska nú sem stendur, en þetta ástand er aðeins timabundið. Langvinn þreyta á þar mesta sök á og góð hvild gæti valdið straumhvörfum. Einhver misskilningur hefur valdið þér erfið leikum og það er mikils virði að láta ekki bráðlæti ná tökum á skapinu. Með þolin- mæði og skilningi cr auðvelt að greiða úr flækjunni. Slcinifcilin 22.dcs. 20.jan. Þér hefur hætt til þess siðustu vikurnar að hliðra þér hjá því að mynda eigin skoðanir og valið að vera alltaf sammála síðasta ræðumanni. hversu fráleit sem skoðun hans er. SporAdrckinn 24.»kl. 2.4.nóv. Öllu gamni fylgir nokkur alvara og það ættir þú að hafa hugfast þegar þú ertir þina nánustu. Varla er mögulegt að taka öllu sliku með stillingu. þvi sömu gömlu lummurnar verða þreytandi. Valnshcrinn 2l.jan. lú.fchr. Augu þin hafa verið rækilega lokuð fyrir staðreyndum i ákveðtiu máli og nú þegar sannleikurinn kemur óhjákvæntilega í Ijós reynist hann þér miklu sárari en annars hefði orðið. Ilojfniadurinn 24.n»i. 2l.dcs. Ýmsar breytingar á persónulegum högum liggja í loftinu. Brátt muntu ekki fara í neinar grafgötur um hvers framtíðin krefst af þér. Mundu að fljót- færni getur spillt öllu. Fiskarnir 20.fchr. 2().mars Skyldan leggur þér þunga byrði á herðar og þér finnst að nú sé mælirinn fullur. Gættu þess að krefast ekki of mikils af öðrum og reyna að leysa þetta án nrikils hávaða. SVONA ERU KARLMENN Auðvitað ætti maður ekki að vera með nefið niðri í einkamál- um náungans en þar sem allur stigagangurinn í fjölbýlishúsinu i Seljahverfinu vissi að hjóna- band Stebba og Gunnu á sjöttu var alveg að fara í hundana gerir ekkert til þó við segjum það í fleirum. Auðvitað ætlum við ekki að fella neinn dóm um það hverjum það var að kenna því eins og málshátturinn segir: „Sjaldan veldur einn ef tveir deila.” En eitt er vist. Máfastell- ið fékk aldeilis fyrir ferðina þegar Stebbi var að læðast heim í morgunsárið eftir skemmtiferðir í Hollywood og Óðal. Þá flugu : postulinsstyttur og aðrir húsmunir um alla íbúðina og Ihefði nágranninn fyrir þvi að leggja eyrað að veggnum fékk hann svo sannarlega að heyra sittaf hverju. Jæja, það er kannski óþarfi að fara út í smáatriði. Við skulum heldur byrja söguna þar sem 'síðasti djúpi diskurinn er möl- ' brotinn og komið að loka- uppgjörinu. Gunna sótti um skilnað og fékk hann að sjálf- sögðu. Að sjálfsögðu fékk hún líka íbúðina og álitlegan fram- færslueyri sem segir nokkuð til um það hver var talinn sá seki. Nágrannar hennar i fjölbýlis- húsinu fylgdust auðvitað spenntir með því hvort hún fyndi sér ekki annan mann. Þetta var allra lögulegasta kona Imeð allar línur í lagi og hún gat alls ekki verið meira en fertug. Sem sagt, reglulega ásjálegur kvenmaður sem hlaut að geta krækt sér í eiginmann. En þar urðu nágrannarnir fyrir vonbrigðum. Hjá henni sást aldrei neinn karlmaður. Aftur á móti fékk hún sér hund. Þetta var hlægilegur, dverg- vaxinn kjölturakki, gulrauður að lit, andstyggðar kvikindi sem urraði að öllu og öllum. — Heyrðu mig nú, Guðrún, sagði nágrannakonan einu sinni við hana, svona í léttum dúr. — Hefurðu ekkert hugsað þér að giftast aftur? .............. i ' ■■■■■■■ — Gunna hristi höfuðið. — Nei, svaraði hún. — Ég hef jú hundinn minn, kæra Kristjana. Nágrannakonan varð auðvit- að aðjáta því. — En finnst þér lífið samt ekki nokkuð einmanalegt, svona á stundum, spurði hún. — Jú, svaraði Gunna. — En það verður víst ekki hjá því komist hvort sem er, er það? Og við því átti nágranna- konan ekkert svar. Skömmu seinna keypti Gunna sér gullfisk og nágrann- arnir fengu enn eitthvað til að tala um. — Henni hlýtur nú samt að leiðast, sagði nágrannakonan Kristjana. — Ég skil ekki hvernig nokkur kona getur lifað svona algjörlega án karlmanns. Ekki gæti ég það. — Þú ættir að fá þér mann, Guðrún, sagði Stina nýgifta á annarri. Hún rakst dag nokkurn á Gunnu i stiganum og eftir að þær höfðu slúðrað dálítið um daginn og veginn spurði Gunna hvernig hveitibrauðsdagarnir hefðu gengið og þá fannst Stínu hún vel geta komið með svo persónulegt álit. — Mann, sagði Gunna. — Hvers vegna? Ég hef jú hundinn minn, gullfiskinn og öll blómin. — Já, en ertu aldrei einmana? Finnst þér þig aldrei vanta neitt? Svona einhvern til að tala við, meina ég. — Jú, ekki get ég neitað því. Nokkrum dögum seinna keypti Gunna sér páfagauk. Þetta var stór og skrautlegur fugl af þeirri tegundinni sem ætlast er til að geti talað. Þar að auki kom hún tveimur vikum síðar heim með kött. — Nú er Gunna búin að fá sér angórukött, sagði Kristjana þegar hún rakst á Stínu á annarri og endurskoðandafrúna á fjórðu í stigaganginum. — Þarna sjáið þið bara hvort ég hafði ekki rétt fyrir mér, sagði endurskoðandafrúin sigri hrós- andi. — Hún er alveg að farast úr leiðindum. Hvernig getið þið 34 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.