Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 44
„Hvernig gastu verið svona hugsunar- laus?” „Hún skilur þetta ekki,” sagði hjúkrunarkonan, hún klappaði á hönd frú Wilson eins og i ásökunarskyni og lét hana aftur undir sængina. „Hún gerir það eftir einn til tvo daga þegar hún er orðin hressari.” En Kate vissi að hversu góður sem bati móður hennar yrði myndi hún alltaf kenna henni um það sem gerst hafði. Það var Hawksworth rannsóknarlög- regluforingi sjálfur sem sagði Jeremy King að morðingi Söndru hefði verið handtekinn. Hefði Jeremy bara vitað að þegar dyrabjallan hringdi sat hann á stólnum sem Sandra hafði setið á þegar hún neitaði að setjast í sófann hjá Gary. Hann var að horfa á staðinn þar sem hún hafði dáið. „Má ég koma inn eitt augnablik, hr. King?” sagði Hawksworth þegar Jeremy opnaði dyrnar. Hann gekk inn í stofuna og settist á sófann. „Er yður sama þó ég setjist?” bætti hann við. Ungi maðurinn varð að venjast því að sjá fólk sitja á þessum stað. „Þetta er bú- inn að vera langur dagur. Líka hjá yður.” „Ó — já." Jeremy gerði tilraun til þess að fylgjast með. „Má^bjóða yður eitthvað að drekka, hr. Hawksworth? Ég áeitthvaðaf bjór." Þegar hann fann ekki neinn í íbúðinni fór hann út að ná i bjórinn. Það var ekki lengi gert. „Þakka yður fyrir,” sagði Hawks- worth og sat kyrr meðan Jeremy fór inn i eldhús og kom loks með flöskur og glös. Þegar hvor var búinn að fá sér hinn hefðbundna sopa tók Hawksworth til máls. „Við erum búnir að ná honum, hr. King,” sagði hann. „Kæran verður borin fram á morgun." „Gary Browne? Var það hann? Sölumaðurinn?" „Það er enginn vafi,” sagði Hawks- worth. Browne yrði sakaður um morð en slyngur málflutningsmaður gæti farið í kringum grautinn, borið fyrir sig augna- bliksreiði og þannig fengið glæpinn úr- skurðaðan sem manndráp með vægum dómi. En það var engin ástæða til þess aðsegja ekklinum frá því núna. „Ekki lífgar það Söndru við, eða hvað?” sagði Jeremy napurlega. „Né heldur hreinsar það mannorð hennar. Sumir eru þegar farnir að segja að hún hafi jafnvel beðið um það.” Jeremy hafði heyrt á þetta minnst morguninn áður við rannsóknina. „Þér trúið því ekki, er það, hr. King?” spurði Hawksworth. „Nei. Hvers vegna ætti hún að hafa barist á móti ef svo hefði verið?" sagði Jeremy, rödd hans var ekki eins ákveðin og orðin. „Fólk er fljótt til að trúa þvi versta," sagði Hawksworth. Jeremy mundi hve fljótt hann grunaði Bill Odgen um allt illt. Hann hafði líka efast um tryggð Söndru. Hann var engu betri en aðrir. „Ég trúi þvi ekki enn að ég eigi aldrei eftir að sjá hana,” sagði hann. „Hún — það sem hún hefur þurft að þola — hún hlýtur að hafa verið mjög hrædd.” Við þessu var ekkert svar. „Hvers konar maður er hann þessi Gary Browne?” spurði Jeremy. „Er hann — er hann — hreinn?” „Já, já.” Hawksworth skildi strax hvað spurningin þýddi. Gary Browne hafði verið langt frá því að vera hreinn þegar hann kom á lögreglustöðina i Wattleton en undir skrámum, ryki og óhreinindum höfðu verið leifar af snotrum, ungum manni. Gott útlit hans myndi síst verða til þess að þagga niður í baktalinu um fórnarlamb hans þegar hann kæmi fyrir rétt. HVERS VEGNA MORÐ? „Það hlýtur að vera eitthvað," sagði Jeremy. „Því sjáið þér til. hún var mjög fáguð.” Hawksworth beið eitt andartak áður en hann tók aftur til máls. „Hann er handleggsbrotinn og nokkur rifbein, sem brotnuðu, valda honum miklum sársauka," sagði hann þá. „Hann lenti i bilslysi.” „Gott. Verst að hann hálsbraut sig ekki," sagði Jeremy. „Meiddist nokkur annar?" „Nei,” sagði Hawksworth. „Jú — skurður og nokkurt áfall. Ekkert sem máli skiptir.” Jeremy myndi sjálfsagt frétta um öll aukaatriði nógu snemma. Hawksworth talaði lengi við Meredith rannsóknarlögregluforingja í símanum. Þætti Kate í málinu yrði haldið leyndum svo sem frekast væri unnt en það varð að kæra Browne fyrir meðferðina á Kate og blöðin elskuðu slíkt. „Er hann brjálaður — Gary Browne?” spurði Jeremy. „Nei,” sagði Hawksworth. „Hann varð ofsahræddur. Hún æptí og hann ætlaði að þagga niður i henni, ekki drepa hana. Hann sá einfaldlega enga á- stæðu til þess að hann fengi ekki það sem hann langaði i. Það líta allt of margir þannig á hlutina nú til dags.hr. King. Taktu og notaðu þér alla." Hann tók sér hvíld. „Blöðin eiga eftir að gera sér mat úr þessu, það verður óþægilegt en gengur fljótt yfir. Það koma aðrar fréttir og fylla forsiðurnar.” „Þeir hafa reynt að tala við mig," sagði Jeremy. „Blaðamennirnir. Ég var nokkuð ruddalegur við þá.” „Þeir geta tekið þvi," sagði Hawks- worth. „Við gefum skýrslu seinna. Bailey er að vinna að henni núna. Ég Morgcm íii Kane Louis Masterson RIO GRANDE Það var eins gott að devja með skammbyssu í hendinni eins og að drekka sig í hel... Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á næsta blaðsölustað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.