Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 47
HVERS VEGNA MORÐ? komasl upp ef Paul heldur sér saman. Hvernig komst hann að þvi?" ..Ég sagði honum það." sagði Richard. Kate starði á hann. ..Hvílik heimska." byrjaði hún. ..Hvernig gastu verið svona vitlaus?" Hún klemmdi varirnar saman svo þær myndu ekki titra og konta þar með upp um hana. Richard starði á hana. Hvar var einfalda og hlýja Kate hans? ,.Ó. af ýmsum ástæðum." sagði hann. Kvöldið áður hafði hann talað við Hawksworth i sima og hcyrt megnið af sögu Kale. meðan hann hafði verið að þrátla við Paul var hún þegar heil á húfi i Wattleton. „I>etta verður að koma i dagsljósið." bætti hann við. „Nei." sagði Kate. „Þessi maður — Browne — brausl inn i verslun i Kent i leit að mér. Svo var það kona sem býr i Hammersmith. hún var einnig á Svarta svaninum. Það kom til hennar einhver dularfullur maður að selja alfræði bækur. Hún sá hann i gegnum gægjugat og getur borið kennsl á hann. í sama fjölbýlishúsi voru líka hjón sem sáu hann. Browne játaði að hafa farið þangað. Það er nóg af sönnunargögnum lil þess að fá hann dæmdan. Þú þarft hvergi að konia til." „Þú hlýtur að vera dauðuppgefin." sagði Richard. „Þú hcfðir ekki átt að koma i dag." Kuldalegt viðmót hennar hlaut að vera afleiðing af lostinu. „Hvað með handlegginn?" Hawksworth hafði sagt honum allt um það. „Hanneri lagi. Þaðer betra að hreyfa ekki við umbúðunum." sagði Kale. ef hann hefði hugsað sér að gera það. Hún var ekki viss hvað myndi gerast ef hann snerli hana. „Þakka þér fyrir að segja lögreglunni frá þessu með Svarta svaninn. Richard." „Auðvitað sagði ég þeim það um leið og ég sá að þarna gætu verið tengsl." sagði Richard. „Við hverju bjóstu af mér? Að láta myrða þig? Ég var nú lika hræddur um að það væri orðið of seint." Það sem Richard hafði gert hafði ekki hjálpað henni. Hún hafði hjálpað sér sjálf og tekið mikla áhættu til að vernda hann. Núna var hann að gera það að engu sem hún hafði gert. „Hvaðsagðir þú Cynthiu i gær?" „Ekkert. Þess þurfti ckki." Hún hafði gert ráð fyrir því að hann hefði þurft að sinna neyðarkalli þegar hún fann há- degismatinn hans ósnertan. „Paul er þá eina hættan." sagði Kate. „Þú ættir að geta haldið honum saman án teljandi vandræða. Hann átti ástar ævintýri með gallsteinasjúklingi sinum fyrir tveim árum siðan — hún heitir frú Bowen. Og þær hafa verið fleiri. Ég get sagt þér hverjar þær cru. Hann hittir Sybil Meadows oft nú orðið. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af honum." „Kate!" „Þér yrði illa við að þurfa að neyðast til að kvænast mér ef Cynlhia kæmist að þessu. Og ef hún gerði það þá þætti þér það kannske skylda þin." sagði Kate. Hún tók bréfahnífinn aftur upp. „Við hæfum ekki hvort öðru i föstu sambandi. Ég e'r i rauninni ekki frú Havanl. Égcrbara Kate.” „Nei — Kate — vinan." Richard fann fyrir raunverulegum söknuði. Hún meinti það sem hún sagði. t>essu var lok ið. bara svona. En svo þrátt fyrir sökn uðinn fann hann fyrir einkennilegum létti. Einhvern daginn hefði þetta tekið enda. ef lil vill hefði það smátt og smátt liðið hjá eins og erfiður sjúkdómur. Stundum er snöggur dauðdagi bctri. „Ef Cynthia heyrir einhvern orðróm um þetta þá trúir hún þvi ekki.” sagði Kate. „Hún myndi ekki vilja það. Hún teldi það bara slúður. Þú getur sagt að þér hafi ekki fundist taka þvi að minnast á að hafa séð mig á Svarta svaninum. það hafi ekki verið svo merkilegt." Það varð einnig að hlifa móður hennar við að heyra illt umtal. vcikindi hennar myndu auðvelda það. „Það var mikilvægt. Kate." sagði Richard. „Mjög." Kate tók næsta umslag úr bunkanum. „Já." sagði hún. „Það var það unt tíma." ENDIR 01YMPU5 fRlP35 inni hefur flejgt fram og med Mtttt eð» stórri Olytnpus-myndavél er nina$t barn* kfkar ad fó allar myndir skýrar og vel Og piympus-myndavéfirf er ódÝrari en þjg grunar. Fyrir aðeins 56.590. kr. má fá fyrsta flokks tnyndavél með innbyggóum Ijósmæli óg 35 mm filmu. Ferðamyndirnar i ár munu ekki bregdast ef flölsk.vidari faer- sérOlympus. ; '&í usturstrœti 6 44. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.