Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 50
MIKLABÆJAR- SÓLVEIG Jón vinnumaður og sveinstaulinn litli voru að bera hey milli fjárhúsanna, þegar þeir komu auga á hana. Hún kom hlaup- andi frá bæjardyrunum með hnífinn á lofti. Jón vinnumaður minntist nú orða prests um að hafa nánar gætur á stúlkunni. En hún varð skjótari. Hún stökk upp á vegg hestaréttarinnar við bæinn og hafði í einni svipan skorið sig á háls. Þótt Jón vinnu- maður væri bæði einbeittur og kjark- maður, hnykkti honum við þessa ægilegu sýn. Hann hljóp til stúlkunnar og tók hana upp, en blóðið fossaði úr undinni. Hún reyndi að tala, en mjög var erfitt að skilja hana, þó gat hann numið það af orðum hennar, að hún bað hann skila til prests, að hún beiddi hann að sjá um, að hún fengi leg í kirkjugarði. Síðan lést hún þarna I fangi hans, því ókleift var að stöðva blóðrásina. Þannig hófst fyrri þáttur þessa tvíþætta harmleiks, sem gerðist að Miklabæ I Blönduhlíð á síðasta fjórðungi átjándu aldar, harmleiks sem hefur orðið alþýðu- mönnum og öndvegisskáldum yrkisefni í meira en hálfa aðra öld. Þvi stúlkan, sem hér að framan var lýst, var engin önnur en Miklabæjar-Sólveig. En til þess að geta gert sér grein fyrir aðdragandanum að þessum voveiflegu atburðum er einnig nauðsynlegt að kynna persónuna sem leikur hitt aðalhlutverkið í þessum óhugnanlega harmleik, Odd prest Gíslason á Miklabæ. Hann var sonur Gísla biskups Magnús- sonar á Hólum og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur. Hann fæddist að Miðfelli í Hrunamannahreppi árið 1740. Séra Oddur vígðist til Miklabæjar í Blönduhlíð 1. nóvember 1767 og var þar prestur I rúm 19 ár. Séra Oddi er svo lýst, að hann hafi verið hinn gervilegasti maður, fríður sýnum og höfðinglegur, og karlmenni hið mesta. Hversdagslega var hann hæglundaður og óhlutdeilinn að sögn, þótt ríklundaður og kappgjarn væri að eðli, eins og hann átti kyn til. Hann var vel látinn af öllum sem kynntust honum. Séra Oddur bjó ókvæntur að Miklabæ í níu eða tíu ár með ráðskonum. Sú síðasta þeirra var ung stúlka utan úr Sléttuhlíð, sem Sólveig hét. Hún var lítillar ættar, en vel að sér að ýmsu leyti og hin ásjálegasta. UNDARLEG ATVIK Llll ÆVAR R. KVARAN Nokkuð þótti hún samt lundstór, en stillti þó að jafnaði vel í hóf, var prýðilega verki farin og stundaði bú prests ágæta vel. Leið svo fram til ársins 1777, að hún stóð fyrir búi prests innanstokks. En það ár hefst forleikur hins óhugnan- lega harmleiks með því, að séra Oddur kvæntist skyndilega Guðrúnu, dóttur Jóns prests Sveinssonar í Goðdölum. Svo er mælt að Sólveig hafi ekkert vitað um það að til stæði að séra Oddur kvæntist fyrr en hann kom heim að Miklabæ með konu sína. Hvort sem það er rétt hermt eða ekki er hitt víst, að Sólveig tók ráðahag prests ákaflega nærri sér og þessa ráða- breytni hans, og er mælt að hún hafi talið hann hafa brugðið við sig eiginorði. Tók hún nú fásinnu mikla og ágerðist hún því meir sem lengra leið, og tók hún að lokum að sækjast eftir því að fyrirfara sér. Prestur tók sér þetta mjög nærri. Vildu ýmsir vinir prests, að hann léti Sólveigu fara burt af heimilinu, en það vildi hann ekki og varð vel til hennar sem fyrr. Lagði hann mjög ríkt á við heimilisfólkið að gæta Sólveigar vel, og setti jafnvel til þess eina griðkvenna sinna, Guðlaugu, systur Snorra prests á Hjaltastöðum, greinda konu og mikilhæfa. Leið nú svo fram til næsta vors. Þá varð það þann 11. apríl 1778, að séra Oddur var að heiman. Sólveig var þá með hressasta móti og eins og bráði af henni, þegar daginn tók að lengja. Þann dag sat hún við verk og var að gera að fötum. Hún var hin rólegasta. Sólveig átti vasahníf góðan og geymdi Guðlaug hann, þvi hvers konar bitvopn voru af henni tekin, svo hún gæti ekki grandað sér. Sólveig biður nú Guðlaugu að láta sig fá hnífinn litla stund, hún þurfi að spretta upp bót á fati þvi sem hún var að bæta. Guðlaug sækir hnífinn og fær henni. Rétt á eftir er Guðlaug kölluð eitthvað frá og uggði hún ekki um Sólveigu. En ekki var Guðlaug fyrr frá henni gengin en Sólveig stóð upp og fór út. Og það endaði með hörmungum þeim sem ég lýsti hér að framan. Þegar séra Oddur kom heim, var Sólveig nýskilin við. Honum varð svo um þetta, að hann hné I ómegin. Jón vinnumaður bar honum svo boð Sólveigar. Prestur lét gera kistu vandaða að Sólveigu, sendi til Hóla og bað um leyfi biskups, að hún mætti fá leg í kirkjugarði. En að þeirrar tíðar sið fengu þeir ekki leg í kirkjugarði, sem frömdu sjálfsmorð. Biskup taldi sig því ekki geta samþykkt greftrun Sólveigar í kirkjugarði. Sagt er að séra Oddur hafi sótt þessa málaumleitan mjög fast og jafnvel boðið fé til þess, en allt var þetta árangurslaust. Veslings Sólveig var því jörðuð utangarðs og án yfirsöngs. Þessi atburður hafði að vonum mikil áhrif á Miklabæ og nágrenni. Hjátrú var þá rík í landi, og töldu menn að Sólveig gengi mjög aftur. Næstu nótt eftir að Sólveig var jarðsett dreymdi prest, að hún kæmi til hans og segði: „Fyrst þú ekki unnir mér legs í vígðri mold, þá skalt þú ekki heldur fá þar að hvíla.” Fékk draumur þessi mjög á prest, og mætti ef til vill af því draga þá ályktun, að .hann hafi ekki með öllu haft hreina samvisku af samskiptum þeirra Sólveigar. Prestur gerðist nú þunglyndur mjög og svo myrkfælinn, að hann þorði vart einn að vera eftir að skyggja tók. Þóttust nú ýmsir sjá Sólveigu ganga Ijósum logum. Sóknarfólk séra Odds vissi um þann veikleika hans, að hann óttaðist að vera einn á ferð eftir að rökkva tók. Það varð þvi fastur siður að bjóða honum fylgd og jafnvel láta fylgja honum þótt hann teldi þess enga þörf. En kona hans hafði beðið fólk um þetta. Mátti því kalla að hann væri aldrei einn á ferð, og allra síst þegar skyggja tók. Liðu svo fram tímar. Hjónaband þeirra prestshjónanna var talið gott, og eignuðust þau nokkur börn saman. En þunglyndi prests ágerðist því meira sem lengra leið. 50 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.