Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 18
dag er sami drykkurinn og blandaður var í Atlanta í maí árið 1886. Þessi uppskrift er leyndarmál og enn hefur engum tekist að endurskapa drykkinn fullkomlega þrátt fyrir miklar tilraunir. Það sem að okkur snýr hér á íslandi er að við fáum send að utan tvö undirstöðuefni, annað svart og hitt glært, sem við blöndum með vatni og sykri og fáum út úr því svokallað síróp sem síðan er sett á flöskurnar, blandað með kolsýru- vatni og þá er komið kóka-kóla. Leyndar- málið um kóka-kóla liggur sem sagt í þessum undirstöðuefnum sem við fáum send að utan. Við höfum töluverða sér- stöðu miðað við önnur lönd þar sem venju- lega gengur þetta þannig fyrir sig að verk- smiðjurnar fá sirópið sent til sin, en vegna fjarlægðar erum við látnir sjá um að þlanda það sjálfir. Það er ekki algengt. Það er að mestu vitað hvaða efni eru í þessum undir- stöðuþáttum sem við fáum í hendurnar. Að einhverjum hluta eru þetta kirsuþerjaefni, sítrónuefni o.fl. Þetta hefur allt verið efnagreint en það sem gerir herslumuninn er að menn vita ekki í hvaða röð þessu er blandað saman og á hvaða stigi blöndunarinnar vissir hvatar eru settir út í. Það veldur því að menn hafa ekki enn getað endurskapað kóka-kóla fullkomlega. Aðrir kóla-drykkir byggja á sömu efnablöndu en blöndunarröðin gerir útslagið og veldur því að enginn annar kóla-drykkur nær þessu sérstaka bragði sem kók hefur. Pepsi-cola er talið hafa komist næst því að ná bragðinu, eftir miklar tilraunir, en dæmið gekk aldrei alveg upp þannig að þeir hættu við allt saman og sneru sér að því að finna sitt eigið sérstaka bragð. Þeir hafa haldið sig við það síðan. Ekkert eitur — Nú hafa lengi verið raddir uppi um það, og meira að segja verið skrifaðar um það heilu bækurnar, að nafnið kóka-kóla segi eitthvað um innihaldið, og er þá átt við að efni eins og kókaín hafi upphaflega verið í drykknum og m.a. valdið hinni miklu út- breiðslu sem hann hefur náð. Er ekki líklegt að lyfsalinn gamli í Atlanta hafi sett ein- hver lyf út í drykkinn, ef hann á annað borð var að búa til lífselexír, og það hafi síðan verið tekið úr drykknum? Bendir ekki nafnið til þess? — Nafnið, kóka-kóla, hefur enga þýðingu fyrir innihald þess. Það er ekkert efni í því sem heitir cola og ekkert sem heitir coca. Að visu er það satt að þessu hefur verið haldið fram og meira að segja svo kröftuglega að fyrirtækið sá sig tilneytt til að gefa út heila bók um sögu kóka-kóla, tilurð þess, innihald, m.m., til þess að hrinda þessum sögusögnum og það tókst. Hið rétta í málinu er, ef ég man rétt, að það var skrifstofustjóri félagsins sem fann upp nafnið kóka-kóla og sagði hann það eingöngu vera vegna þess hversu vel það hljómaði, reyndar var það sami maðurinn og teiknaði kók-flöskuna sem viðfræg er orðin og hefur verið með þessu lagi síðan 1915. Áður hafði drykkurinn veriðseldur á venjulegum flöskum og aðeins í Suður- ríkjunum, en eftir að nýja lagið kemur á flöskurnar fer kóka-kóla að skera sig úr og byrjað er að auglýsa það um þver og endi- löng Bandaríkin og verður það sem Kaninn kallar „nation-wide” drykkur. Íslenskt kók er óðruvisi — Landinn hefur oft haldið því fram að íslenska kókið væri það besta í heimi og vitnar þá gjarnan í fjölmargar ferðir sem hann hefur farið út í hinn stóra heim þar sem kókið hefur verið allt annað og verra. Er íslenska blandan eitthvað frábrugðin öðrum? — Það er satt, margur maðurinn heldur því fram að okkar kók sé betra en útlent og það er ýmislegt til í því. En í stórum dráttum felst mismunur á kókbragði eingöngu í því vatni sem notað er í það. Margar þjóðir, sem ekki hafa eins gott vatn og við, verða að hreinsa vatnið margoft áður en það verður nothæft I blönduna og við margendurtekna hreinsun geta ýmis aukabragðefni slæðst með. Við höfum aftur á móti ferskt vatn, sem við getum notað beint, og stöndum þvi betur að vigi. En það er nú þannig að þegar við byrjuðum framleiðslu hérlendis þá miðuðum við þrýstinginn á kókinu við þann þrýsting sem var á gosdrykkjum hjá Agli Skallagrímssyni, en sá þrýstingur var meiri en kóka-kóla félagið leyfði. Við færðum okkur því neðar í þrýstingi en þá byrjuðu kaupendurnir að kvarta — þeir vildu kók með gosi sem hvæsti þegar tappinn var tekinn af. Fólkið vildi fá gos í andlitið jægar það bar glasið að vörum. Þessi óánægja varð svo megn að við fengum leyfi til að bæta aðeins meiri kolsýru i litlu kókflöskuna, nóg til að það frussaði aðeins, og þá varð fólkið ánægt. í stærri flöskurnar er aftur á móti blandað eftir gamla laginu og þess vegna er bragðið að því aðeins flatara, eða eins og af útlendu kóki. Ég tek, persónulega, flata bragðið fram yfir gosið og það eru margir gamlir starfsmenn hjá okkur sem vilja ekki drekka litla kók nema hún sé búin að standa aðeins. Þetta eru menn sem muna eftir gamla kókinu og hvernig það bragðaðist. — Auglýsingar? — Kóka-kóla auglýsir eftir ákveðnu mynstri, er með ákveðin slagorð fyrir ákveðin tímabil sem eru eins um allan heim. Þeim fylgja sömu myndirnar en hvert land hefur svo sína sérstöku útgáfu af hugmyndinni. Lengi vel var slagorðið „It’s the real thing” sem við þýddum „Það er drykkurinn” sem er alls ekki nógu góð þýðing. En það er oft svo erfitt með enskuna, að ná hugmyndinni sem liggur að baki orðunum og e.t.v. ekki hægt nema með nokkrum setningum eða þá heilli ritgerð. Við reynum að bera okkur saman við önnur Evrópulönd í þessu sambandi. Nú er slagorðið „Coke adds life to it” sem við þýddum með „Kók eykur ánægjuna” og það er likast til betri þýðing. — Eitt af þeim skilyrðum sem Kóka-kóla félagið setur fyrir framleiðsluleyfi er að drykkurinn sé ekki auglýstur á öfga- kenndan hátt og þvi er reynt að fylgja. Ýmis önnur atriði eru í samningnum, svo sem að nafnið kóka-kóla sé ekki á neinn hátt notað sem truflandi þáttur í daglegu lífi og stjórnmálum þess lands þar sem það er framleitt, og svo mætti lengi telja. En á móti kemur að félagið býður upp á fullkomna þjónustu. Ef eitthvað bilar hjá okkur þá er bara að taka upp símann og að örskotsbragði er maður frá þeim mættur á staðinn og kippir öllu í liðinn. Kóka-kóla ofurst- arnir — En af því að við erum að tala um auglýsingar þá má geta þess að besta auglýsing sem kóka-kóla hefur nokkurn tíma fengið var í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Bandaríkjamenn voru heldur illa leiknir við Pearl Harbour. Þá fengu stjómendur félagsins Roosevelt forseta til að fallast 18 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.