Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 29
Bouclé stríginn fráokkurer • ■. *, . ,,i . . - . \ , * auðveldur' íuppsetningu hann fréttir þetta ekki fyrr en símreikn- ingurinn kemur. Fyrrverandi eigin- maður þinn — trúir þú þessu — kom hingað i dag og vildi fá að vita nýja símanúmerið þitt. Auðvitað lét ég hann ekki fá það. Þó verð ég að segja að hann var ósköp dapur. Hvað um það, gleymdu ekki afmælisdegi pabba þíns, næsta mánudag. 1 alvöru talað, Kimber- ly, mér er illa við að tala í svona hluti.. Það var komið að síðustu skilaboðun- um. „Kimberly, þú ert svo sannarlega aulabárður.” Þetta var rödd Richards á bandinu. Kimberly slökkti á tækinu. Hún var nú þreytt og var með tárin í augunum og fleygði sér á rúmið. Þetta hafði verið langt og bugandi kvöld en samt var hún ekki syfjuð né heldur vildi hún vera vak- andi og njóta ekki nærveru neins nema hugsana sinna. Hún reyndi eins og hún gat að hætta að hugsa um það sem Jaco- vich hafði sagt, sýrugufan fyllti hug hennar. Sem barn, ung stúlka, ung kona, hafði fegurð hennar verið dregin fram, alið á henni, lofuð og rækt. Ef aðeins hún úð- aði Arrid Extra Dry undir handleggina, notaði Revlon á varirnar, Clairol í hárið, Lysol í baðherbergið og Estee Lauder á húðina — ef aðeins hún gerði allt þetta þá myndi hún verða falleg og elskuð og lifa fullkomnu lífi. Og hún hafði gert allt þetta og hvað hafði það gefið henni? Vinnu við að sýna brjóst og læri í sjónvarpi Jacovich. Það var allt sem þeir kröfðust af Kimberly Wells. Ef það var meira í Kimberly Wells spunnið, þá mátti hún eiga það sjálf. Þeir borguðu henni fyrir að sýna sig. Jesús! Hana langaði mest til þess að gráta. En hún ætlaði ekki að gera það. Því þeir ætluðust til þess af henni. Þeir ætluðust til þess að hún brotnaði niður í sjálfsmeðaumkun, og hún neitaði því. Þú skalt ekki, sagði hún við sjálfa sig hásum rómi, gráta, fjárinn. Þú gerir það ekki! Það komu tímar sem hún hataði karl- menn. Ekki sem einstaklinga heldur alla saman, alla tegundina. Var þetta endastöðin, hugsaði hún. Héldi hún áfram að vera sæta litla fréttaþulan þar til nýja sæta litla frétta- þulan kæmi fljúgandi inn í salinn, eins og óhjákvæmilegt var? Yrði hún þá flutt í eitthvert skrifstofustarf eða einfaldlega látin fara, fleygt eins og úr sér gengnum hlut? Átti hún nokkra völ í þessu efni? Var nokkuð sem hún gat gert? Já, sagði hún við sig, til að byrja með gæti hún losað sig við þessa heimsku skjaldböku sem lyktaði svo illa að þefur- inn náði alla leið þangað sem hún lá. Fáránlegt, hugsaði hún, að borga alla þessa peninga fyrir húsnæði sem angaði af skjaldbökuskít. Hvað annað varðaði, hugsaði hún þreytulega með sér, þá var ekkert annað sem hún gat gert nema að halda áfram að reyna. Haltu þér þar, sagði hún við Hugsunin dvinaði og svefninn lagði sig miskunnsamur yfir hana. Til Jack Godells, sem var í íbúð sinni margar mílur i burtu í þurrum útjaðri hinnar stóru Los Angeles lægðar, kom enginn svefn, hvorki miskunnsamur né öðruvísi. Godeli sat skólaus, úfin- hærður, íklæddur stuttermabol og nær- buxum, með tóma bjórdós í hendinni og starði á dökkan sjónvarpsskerminn i hljóðri íbúðinni. Hann hafði setiðsvona í klukkutíma eða meira, alveg síðan næturdagskráin endaði, og nú var hann kominn á það stig þreytunnar að hann var ekki lengur syfjaður. Hugur hans virtist vera skiptur í tvö mismunandi og aðskilin hvel, sem hvort um sig starfaði í sínu tímarúmi og með sín gögn. Framhald í næsta blaði. Grensásvegi 11 — sími 83500. sjálfa sig. Það er ekki mjög líklegt en samt mögulegt að þú fáir þitt tækifæri til þess að verða eitthvað annað en skraut. Hún dró nú rúmteppið upp fyrir axl- irnar, hugsaði með sér að Ijósin mættu fara til fjandans og eins tannburstunin. Það væri svo sannarlega gott að hafa karlmann til þess að halda utan um og karlmann til þess að halda utan um sig, einhvern til þess að halda á sér hita. 45. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.