Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 42
konur að vinna utan heimilis og sólarljós og ferskt loft náði að efla líkamlegt og andlegt atgervi. Andlitsmálun getur ''erið margs konar og unnin í ýmsum tilgangi. Leikhúsförðun er einn hluti andlitsmálunar og í leikhúsi og kvikmyndum nær förðunin hámarki sem listgrein. Eftir að Edison fann upp ljósa- peruna tók tækni i leikhús- förðun stórt stökk fram á við, enda urðu kröfurnar meiri með fullkomnari lýsingu leiksviðsins. Með förðunartækni nútímans er mögulegt að umbreyta andliti ungs manns í öldungs og gera allt andlitsfall og drætti gerólíkt því sem undir er. I förðun hins venjulega almúgamanns er tæknin ekki svo langt á veg komin en með þekkingu á slíku má ýmsu breyta og lagfæra. Frægir kvik- myndaleikarar virðast flestir með afbrigðum fallegir en þar hefur rétt snyrting haft sitt að segja í heildarsvipnum. Hin mestu andlitslýti, svo sem stórt og ólögulegt nef, virðast eftir rétta meðhöndlun stóri vinning- ur einstaklingsins. Þetta vill oft gleymast og venjulegt fólk fær minnimáttarkennd af að fletta blöðum og tímaritum, þar sem allir virðast hafa hina einu sönnu fegurð til að bera. Ótrúlegum fjárupphæðum er varið í snyrtivörukaup hjá hinum efnameiri þjóðum nútímans, en oft er keypt inn af lítilli fyrirhyggju og þekkingin á gæðum vörunnar af skornum skammti. Það er undir einstaklingnum komið hverju hann eyðir í snyrtivörukaup, en verðmismunur er gífurlegur eftir tegundum. Lítið eftirlit virðist með slíkum varningi, vörur eru fæstar dagsettar og innsiglaðar og neytandinn hefur enga trygg- ingu fyrir því, að til dæmis vara- liturinn geti ekki verið frá því á árunum fyrir síðasta stríð. Okkur lék forvitni á að kynnast þessu eilítið betur og höfðum því tal af Jónu Sigursteinsdóttur, sem rekur snyrtivöruverslunina Bonny á Laugavegi 35. Við báðum hana að snyrta fyrir okkur tvær stúlkur og nota snyrtivörur af ódýrari gerðinni á aðra en dýra gerð á hina. Hún snyrti fyrir okkur stúlkurnar Ingu Hönnu Erlendsdóttur og Rósu Björk Jónsdóttur, en henni til aðstoðar var systir hennar Rósa Sigur- steinsdóttir, sem rekur verslun- Jóna Sigursteinsdóttir, snyrtisérfrœðingur. oiímpus að taka fallegar fjðiskvldumyndir. T«k»- ínni hefur fleygt fram og mcd HtilH cð» stórri Olympus-myndavél er nána$t barna- lelkur aó fá allar mýndir skýrar og vel heppnaóar: Og Olympus-myndavéliri'er ódýrari en þig grunar. Fyrir aðeiris 56.590, kr. má fá fyrsta flokks myndavé! meó innbyggðum Jjósmæli óg 35 mm filmu. JFerðamyndirnar í ár munu ekki bregöast ef fjölskyldari fær- sér Olvmpus. . : : mturstræti 6 ina Topptískuna í Miðbæjarmarkaði, Aðalstræti 9. Verðmunurinn á snyrtingu stúlknanna varð 52.435 krónur, sem verður að teljast allnokkuð. Flest af því sem hún notaði til snyrtingarinnar eru nauðsyn- legar vörur hér á íslandi, það er að segja krem af ýmsu tagi, sem verja húðina fyrir frosti og öðrum hitabreytingum. Þetta á einkum við slæma frostmorgna, sem valda ýmsu tjóni á húðinni. Þvi eru rakakrem nauðsynleg vörn. Hins vegar eru andlitsvötn varla nauðsyn í landi þar sem vatnið er það besta í heiminum. En er svo mikill gæðamunur á hinum ýmsu snyrtivörum að það réttlæti þennan mikla verðmun? Örugglega ekki í öllum tilvikum, en Jóna benti okkur á ýmis atriði, sem hafa ber í huga við val á snyrtivörum. „í flestum tilvikum eru dýrari vörurnar vandaðri framleiðsla, þótt svo sé ekki alltaf. Þetta á einkum við um kremin, en augn- skuggar og fleiri litunarvörur 42 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.