Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 46
Magnarinn er 25 wött Aðeins kr. 249.500. kom til alls hafði hún engan áhuga á að hitta hann aftur. Hún gekk því út um bakdyrnar, i brennandi sólskinið í áttina að vörugeymslunni. ÞaÐ var enginn skuggi, ekkert annað en rauður sólbakaður sandurinn og nokkrir tómir kassar, sem lágu á milli verslunarinnar og kofans sem Bruce nýtti sem geymslurými. Claire hikaði við dyrnar áður en hún bankaði, því að henni var orðið um og ó að trufla hann við vinnu sína upp á síðkastið. 1 hvert skipti, sem hún hafði komið og heilsað upp á Bruce og Abinal, hinn af tveimur starfsmönnum hans, hafði henni fundist sem hún væri að trufla þá við eitthvert mikilvægt verkefni. Þó, viðurkenndi hún fyrir sjálfri sér, var hann alltaf jafn- glaðuraðsjá hana. Það var Bruce sem opnaði dyrnar. Einbeitnishrukkurnar á enni hans hurfu þegar hann sá hana og hann byrjaði: „Sæl vinan. Ég var rétt —” „Segðu bara til ef þú ert upptekinn,” sagði Claire. „Ég ákvað bara að líta inn af því að ég átti leið hér fram hjá.” „Nei, nei, ég var á leiðinni út hvort eða var.” Breiður líkami Bruces fyllti upp í dyrnar, svo að hún sá ekki inn. Um leið og hann burstaði bómullarhnoðra af jakkanum og þerraði óhreinar hendurnar, sneri hann sér við og hrópaði: „Haltu áfram, Abinal — þú veist hvað þú átt að gera.” Siðan lokaði hann dyrunum, skellti í lás og gekk með henni í áttina að versluninni. „Viltu kaffi? Eða eitthvað kælandi?” Hann brosti breitt. „Ég kalla á Ali.” „HaNN er upptekinn við af- greiðslu, eða það var hann að minnsta kosti,” sagði Claire. „Bróðir Fay Hallets — þú veist, þessi sem hefur verið mikið veikur og verður að hvíla sig mestallan timann.” „Humm? Ó, já. Ég veit hver hann er.” „Hvað áttu við. Hvað hefur hann gert?” Hún vildi ræða um Dermott, ekki Noel Kendrik. „Hann er snarvitlaus og ekkert annað,” rumdi i Bruce. „Ók þvert fyrir mig þegar ég kom í heimsókn til þin eitt kvöldið — kom út úr bílastæði Hallets eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hafði ekki einu sinni fyrir þvi að setja stefnuljósin á. Við vorum næstum lentir saman. Ég hef sjaldan orðið jafn- hræddur.” „Hann er sjúklingur. Fay segir að hann hafi verið mjög alvarlega veikur.” „Það sagði Henry Hallet líka þegar ég hitti hann í klúbbnum. Það var honum heppilegt. Ef hann hefði verið hraustur, hefði ég —” „Sagði Henry þér hvað væri að honum?” „Nei, það gerði hann ekki.” Bruce sneri sér að skrifborðsstólnum og ýtti blaðastaflanum til hliðar. „Hvers vegna spyrðu um það?” Hann lyfti annarri vön að umgangast. Þar sem hún færði sig varlega áfram milli hlébarða- skinnanna, makelisku olíumálverkanna, flasknanna, heiðinna grimnanna og koparskartgripanna, heyrði hún ein- hvern hósta varlega á bak við sig. CéAIRE snerist á hæli og sá karl- mann standa í dyrunum. Skugga hans bar við birtuna fyrir utan. Það var sem hann hikaði við að halda lengra inn. Hún sá greinilega á útlínunum að hann var grannvaxinn og meðalhár og þrátt fyrir myrkrið sá hún að maðurinn bar dökk gleraugu. Hún hugsaði með sjálfri sér að það væri engin furða þó að maðurinn væri smeykur við að ganga inn. Hann gæti varla séð mikið með þessi gleraugu. Maðurinn hlaut að vera ókunnugur fyrst hann nam staðar í dyrunum og hóstaði til að vekja á sér athygli, hugsaði Claire. Allir i Makeli vissu að þegar við- skiptavinur kom inn í verslun Langleys staðnæmdist hann augnablik til að venjast myrkrinu, en gekk síðan um og skoðaði af hjartans lyst. Þegar hann hafði svo ákveðið að kaupa eitthvað, hrópaði hann inn i bakherbergið á aðstoð. Þá fyrst, þegar Ali kom fram úr myrkrinu, vissi hann að hann hafði verið þar allan tímann. Komumaðurinn virtist nú hafa komið auga á hana, þvi að hann byrjaði að nálgast hana hægt. „Gættu þín!” hrópaði hún til hans, þegar hann virtist stefna beint á eitt borðið. Maðurinn snarstansaði. „Fyrirgefðu,” sagði Claire. „Ég var hrædd um að þú rækir þig i.” „Það get ég vel skilið,” samþykkli maðurinn fagurri röddu sem minnti hana óljóst á einhvern eða eitthvað. „Það er fremur dimmt hér inni, er það ekki?” „Ali,” hrópaði Claire og leit um öxl þangað sem svarti þjónninn var vanur að halda sig. Ali birtist, eins og andinn i lampanum, og brosti vingjarnlega. Þá tók Clarie eftir því að maðurinn var kominn að hlið hennar. Á þvi augnabliki skildist henni fyrst að hann var henni ekki alveg ókunnugur. Hún vissi einnig hvers vegna rödd hans hafði virst svo kunnugleg. „Þú ert hr. Kendrik, er það ekki?” Hún brosti óörugg og reyndi að skyggnast á bak við gleraugun. Hann er sérvitringurinn, hugsaði hún með sjálfri sér, maðurinn sem ekki vill tala við neinn. Skyldi hann tala við mig? „Ég er Claire Felton, nágranni systur þinnar," bætti Claire við. Hún var und- arlega feimin er hún kynnti sig, en hún gat varla látið sem hún þekkti hann ekki. Hann var i heimsókn i húsinu við hliðina og Fay Hallet var góð vinkona hennar. „Ég veit það.” Maðurinn starði rannsakandi á hana, alvarlegur á svip. „Ég hef séð þig i garðinum. Og svo hefur Fay auðvitað talað unt þig.” „Það er orðið töluvert síðan ég kom þangað í heimsókn. Ég —” Claire þagnaði þegar henni varð hugsað til þess að aðalástæðan til að hún hafði ekki heimsótt Fay síðastliðinn hálfa mánuðinn var þessi veiki bróðir hennar, Noel, sem komið hafði frá Englandi. Hann brosti til hennar og sneri sér siðan að Ali og lét Claire um að láta sig hverfa, eins virðulega og mögulegt var, gegnum bakdyrnar og inn í herbergið sem var Bruce bæði skrifstofa, vinnustofa og stundum svefnherbergi. Hann var hvergi sjáanlegur. Hún ætlaði að snúa aftur til Ali og spyrja hann hvort Bruce væri inni í vöru- geymslunni en hikaði. Það var eitthvað fráhrindandi við Noel Kendrik. Það var eins og hann bæri stórt áletrað skilti: „Haldið ykkur fjarri.” Nei, þegar allt Fáðu mikið fyrir lítið fé Utvarp - Plötuspiiari - Kassettusegulband - 2 hátalarar ÚtvarpiA er með langbylgju, midbylgju, FM bytgju og stuttbylflju. BORGARTUN118 REYKJAVIK SIMI 27099 SJONVARPSBUDIN 46 Vlkan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.