Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 47
Undir Afríkuhimni augabrúninni. „Er eitthvaö að honum andlega?" Claire brosti. „Hann hefur ekki beinlinis sýnt sínar bestu hliðar, er það?" Hún stóð upp, tók ketilinn og gekk með hann að vaskinum sem stóð i einu horninu. „Það sem mig langar mest í núna er te. Vilt þú líka?” „Ensk fram í fingurgóma.” Bruce hristi höfuðið sorgmæddur og glettinn i senn. „Nei, takk, ekki i þessum hita. Ég fæ mér sitrónusafa." Hann gekk að is- skápnum og tók fram flösku. „Hann virðist ekki likjast hinum fræga bróður sinum mikið. Mér finnst hann nú hálf skritinn.” Claire hikaði. Hún þreifaði hugsandi á brúnni leirtekönnunni. „Ég veit það nú ekki. Hann hefur sömu röddina — hún er dásamleg. Ég sá bróður hans einu sinni, hann lék Hamlet. Marcia .Stone lék auðvitað á móti honum. Var það ekki hræðilegt? Ég á við slysið þegar hún lét lifið. Lastu ekki um það?” „Mmmmm? John Kendrik? Jæja? Ég hef nú aldrei séð hann sjálfur. Ég hef aðeins komið einu sinni til Bretlands á ævi minni, ef því er að skipta.” Eins og aðrir Suður-Afríkubúar talaði hann alltaf um Bretland. „Er hann eins góður og af er látið?” „Betri,” svaraði Claire hrifin. „Ég mun aldrei gleyma honum. Og röddin! Hljómburðurinn var frábær. Það fór hrollur um mig. Noel Kendrik hefur ná- kvæmlega eins rödd — þetta hlýtur að vera eitthvað i ættinni. Ég var einmitt að velta þvi fyrir mér hvers vegna mér fannst ég kannast svona við röddina.” „Jæja, en farðu nú ekki að falla fyrir þessum smápeyja bara vegna raddarinn- ar, annars verð ég að taka til minna ráða." Claire hló um leið og hún hellti upp á teið. „Skammastu þin, Bruce,” sagði hún. „Hann er alls ekki svo litill. Hann er hærri en ég. Örlítið.” Hún andvarpaði um leið og hún lagði tebollann á borðið, setti hönd undir kinn og starði út i bláinn. „Hugsa sér að það skuli vera liðin fimm ár, siðan ég sá almennilegt leikrit.” Bruce tók fram auglýsingaplakat und- an borðinu og breiddi úr því. „Vertu ekki ókurteis,” sagði hann. „Hvað sýnist þér þetta vera?” Claire skoðaði auglýsinguna, þar sem á var letrað stórum svörtum stöfum að Makelileikflokkurinn hygðist sýna Beöiö eftir Godot. Hún gretti sig um leið og hún tók til orða. „Þetta er nú ekki alveg það sama, eða hvað? Áhugaleik- flokkur?” „Fay Hallet er forstöðumaður leikflokksins og hún er fædd Kendrik. Hvað viltu hafa það betra? spurði Bruce stríðnislega. Hann notaði þennan tón oft, þegar honum þótti hún vera sérlega niðurdregin. Hann var óneitanlega skemmtilegur náungi og Claire varð oft hugsað til þess hvað hann sæi við hana. „Fay er engin leikkona,” sagði hún. „Auðvitaðekki,” svaraði Bruce. „Þeir bættu henni bara við svo að þeir fengju smáljóma af frægu nafni frá Bretlandi.” „Fay er alveg ágæt." sagði Claire. „Hún veit að hún getur ekki leikið, og hana langar ekki einu sinni til þess; og þó tekur hún að sér alla þessa auka- vinnu. Ef hún er ekki forstöðumaður, þá er hún í fatageymslunni, eins og hún ætti sér enga ósk heitari en þá að tilheyra leikflokknum." Bruce sleppti auglýsingunni. Síðan tók hann pappirshringinn utan af henni, bar hana upp að auganu og kíkti i gegnum hana út yfir rykugan bak- garðinn. „Já. Hún er fyrsta flokks. Leysir úr öilum þeirra vandamálum og kemur á sáttum, eins og þau væru hópur af erfiðum börnum.” „Það er verst að hún og Henry skuli ekki eiga nein börn,” sagði Claire. Eins og ég, hugsaði hún með sjálfri sér. Eins og Dermott og ég. Ég er næstum tuttugu og sjö ára. Ég ætti að flýta mér að giftast Bruce áður en ég verð of gömul. Því að auðvitað sá ég ekki Dermott. Ég imyndaði mér þetta bara. Eða kannski var það hitinn. „Jæja, en hún ætti að fá útrás fyrir móðurtilfinningar sínar nú þegar bróðir hennar er hér. Ég á við Noel." Bruce ýtti stólnum aftur á sinn stað og gekk að dyrunum sem lágu að versluninni. Hann hristi smápeningana i vösum sér og starði hugsandi inn í myrkrið. „Fay ól þá víst upp að mestu leyti, allavega John. Hún hefur aldrei minnst á hinn áður. Sennilega vegna þess að hann var svo viðkvæmur sem barn. Hafði hann ekki asma?” Claire stóð upp og lagði bollann í vaskinn. „Bruce?” „Mmmm?” Hann sneri sér að henni. „Hvaðvildi hann?” „Áttu við hvað hann vildi kaupa? Ég veit það ekki. Ég fór bara beint í gegn. „Brucc”. „Já?” Hann kom henni til hjálpar við að ganga frá tekönnunni. Síðan lagði hann hendurnar á axlir hennar. „Hvers vegna tókstu þá ákvörðun að vera hér áfram? Ég á við eftir að Dermott dó. Ég er feginn að þú gerðir það — en hvers vegna?” „Ég veit það ekki. Nema kannski af þvi að það var enginn eftir í Englandi sem ég gat snúið mér að.” Claire hikaði. „Ruth hefur áreiðanlega sagt þér frá þessari svokölluðu sex vikna heimsókn minni. Pabbi var nýdáinn og hún bauð mér að koma og njóta sólarinnar. Þá skrifaði ég greinina — fyrst um fyrstu áhrif Afríku og allt það — sem Makelia Times keypti. Þeir réðu mig síðan til sin og þá hitti ég Dermott. Hitt veistu.” „Já, ég veit það.” Claire fann fingur Bruces færast eirðarleysislega um bak sitt. Hann hataði það þegar hún talaði um Dermott. „Svo að þú vildir halda þig í nágrenni við Ruth, Sam og börnin. Ég get vel skilið það,” sagði hann. Augnablik leið áður en Claire tók til máls; „Bruce, það skeði dálítið einkenni- legt núna áðan, ég hélt —” „Hvenær? Hvað skeði?” „Það var rétt áður en ég kom hingað inn. Það — ég — fnér brá svo að ég varð aðhitta þig." ..Brá þér?" Hann glenmi upp augun. „Ekki þó slys? Elskan min. Hvar varstu?” „Á horninu við Kandah — stór- verslunina. Ég hélt að ég sæi Dermott.” Nú var hún loksins búin að koma þessu út úr sér. En hve það hljómaði undar- lega! Ódýr gæðadekk- úrvals snjómynztur mjög hagstætt verð MOHAWK G78X15 28.000 700X15 34.000 Supcr snjóiny i/ ur B78X 14(600X12) 22.200 B78X 14(175X14) (Volvo) 21.200 C78X 14(695X 14) 25.500 GR78X14 30.400 G60X14 33.800 BR78X 15(560X15) (600X15) 21.800 F78X 15(710X15) 22.300 FR78X15 27.600 (ÍR78X15 31.200 HR78X 15(700X15) (Jcppa) 31.900 I.R78X 15 (750X15) (Jcppa) 34.500 I2X 15(Bush Track) 66.800 125 X 12 mcð nöglum 18.000 520X10 Yokohama 13.600 •Michclin 205 X 16 Michdin (Rangc Rmcr) Flcstar sta rðir sólaðra hjólharða SAMYANG 600X12 17.900 615X13 18.400 560X13 18.700 560X13 18.700 600X13 20.050 645X13 21.400 640X13 23.350 695X14 27.800 Sendum gegn póstkröfu um land allt Gúmmívinnustofan 45. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.