Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 8
Þœr Unnur Kjartansdóttir Ijósmóðir og Linda Gústafsson sjúkraliði halda hór sin á hvorum tvíburanum, en þegar ijósmyndari Vikunnar lort inn á Fssðingardeildina 5. okt. sl. höfðu jwennir tviburar f seðst þar þá vtkuna. karlmönnum til aukinnar sæðisframleiðslu, en ekki þarf svo ýkja mikla aukningu á henni til að valda þungun. Samt er yfirleitt auðveldara að hjálpa ófrjósömum konum en körlum, og þeir virðast taka ófrjósemi mun nær sér en konur. Kannski hefur það eitthvað með gamla hugtakið „karlmennsku” að gera. — Það hefur oft verið rætt um að frjósemislyf geti valdið fjölburafæðingum vegna þess að fleiri egg losni í einu. Hér er um að ræða viss heiladingulslyf sem lítið hafa komið við sögu hér á landi. Ófrjósemisaðgerðir — orðið vönun hefur valdið miklum misskilningi — Tíðni ófrjósemisaðgerða hefur vaxið að mun á síðustu árum og er þar margt sem veldur. Gömlu lögin, sem samin voru af Vilmundi landlækni, voru nokkuð ströng og svo kom þar líka orðalagið til greina. Vilmundur var einstaklega orðhagur og greinargerð hans með lögunum var með eindæmum rökföst. En orðvöndunar- sjónarmið hans olli því að hann notaði hið gamla orð vönun yfir ófrjósemisaðgerðir. 1 augum margra þýðir þetta orð aðgerð þar sem eistun eru fjarlægð og öll kynhormónaframleiðsla hættir. Þetta er þó víðs fjarri því að ófrjósemisaðgerð á körlum er afar einföld og ég er mjög hlynntur henni. Hún felst í því að gerð er miðhlutun á sæðisstreng þannig að sæðis- frumur komast ekki sína leið. Þetta er í eðli sínu svipuð aðgerð og gerð er á konum í sama skyni, þar sem gerð er miðhlutun á eggjaleiðurum. — Konur hafa samt fært sér þessar aðgerðir betur í nyt en karlar og geta ástæður verið ýmsar. Orðið vönun veldur t.d. því að sumir karlmenn ímynda sér að þeir missi allan áhuga á kynlífi, þeir eru kannski almennt linari af sér í sambandi við aðgerðir en konur og síðast en ekki síst höfum við ekki skapað nógu góða aðstöðu til slíkra aðgerða. Við eigum marga ágæta íækna, sem eru þeim þaulvanir, en ein- hvern veginn hefur það ekki enn komist almennilega inn í kerfið hverjir taka þær að sér. Nú orðið er algengast að það séu þvagfærasjúkdómalæknar. Annars geta allir læknar, sem á annað borð fást við skurðlækningar, framkvæmt þessa aðgerð. — Það eina sem okkur er illa við í þessu sambandi er að framkvæma ófrjósemis- aðgerðir á ungum konum. Þar á ég við þær sem hafa byrjað snemma á barneignum, eiga kannski tvö-þrjú börn rúmlega tvítugar og vilja ekki eignast fleiri. Síðan breytast sjónarmiðin og allt of margar þeirra koma síðar meir og vilja láta opna eggjaleiðarana á ný. Tæknilega séð er það hægt en ber ekki árangur nema í fáum tilvikum. Þetta reynum við að gera ungu konunum ljóst og viljum alls ekki gera á þeim ófrjósemisaðgerðir nema til komi alvarlegar heilsufarsástæður. Aftur á móti teljum við að kona, sem hefur náð 35 ára aldri og hefur eignast þann fjölda barna sem hún óskar sér, sé nægilega þroskuð til að taka slíka ákvörðun. Fóstureyðingum hefur ekki fjölgað að mun þrátt fyrir rýmkun á lögum — Miklar deilur urðu vegna rýmkunar á lögum um fóstureyðingar árið 1975 og því hefur verið fleygt að þeim hafi stórum fjölgað. Það er langt í frá rétt. Staðreyndin er sú að þær hafa aukist minna en búist var við af mörgum. Aukningin var þegar komin til áður en nýju lögin gengu í gildi. Að minni hyggju framkvæmum við fóstur- eyðingar nú af nákvæmlega sömu ástæðum og áður, þar hefur nánast engin breyting orðið á. Það hefur alltaf verið tekið tillit til félagslegra aðstæðna, en munurinn er sá að áður nægðu þær ekki samkvæmt lögum. Þá varð að bæta ein- hverri sjúkdómsgreiningu við og það er ekkert leyndarmál að á þessum árum var algengt að rita sjúkdómsgreiningu á geðsviðinu, eins og t.d. þunglyndi, til að 8 Vikan46. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.