Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 10
fullnægja settum reglum. Það mátti raunar til sanns vegar færa því að auðvitað var kona sem sótti um fóstureyðingu þunglynd vegna ástands síns. — Tala fóstureyðinga er mun lægri hér en á hinum Norðurlöndunum enda erum við eins og áður er nefnt mjög langt komin í því að koma í veg fyrir að börn fæðist án þess að óskað sé eftir þeim. Því hefur verið haldið fram að íslenskar konur hafi i stórum stíl leitað til útlanda til að fá fóstur- eyðingu. Það er ekki rétt. Skýrslur sem borist hafa frá Bretlandi, en þangað hefur helst verið leitað til slíkra aðgerða, sýna að fjöldinn frá íslandi var aðeins um 10-15 konur á ári. Og ástæðan fyrir því að konur hafa leitað út fyrir landsteinana í þessu skyni er fremur sú að þær hafa viljað komast hjá því að komast á skrá hér heima en að þeim hafi verið neitað um fóstur- eyðingu hér á landi. Þróunin stef nir til fólks- fækkunar — Eins og töflur sýna fer fæðingum ört fækkandi hér á íslandi eins og meðal annarra vestrænna þjóða. Að vísu er um nokkra aukningu að ræða nú í ár á nokkrum stærstu fæðingarstofnunum t en þær tölur ber að umgangast með ýtrustu varkárni. Þær þýða nefnilega alls ekki að þróunin sé neitt að breytast og fæðingum eigi eftir að fjölga yfirleitt. Þvert á móti. í fyrsta lagi bera að líta á það að um leið og fæðingum fjölgar á stærri stöðum fækkar þeim á minni stöðunum úti á landi því það verður æ algengara að þau tilfelli, þar sem eitthvað bendir til að um erfiða fæðingu verði að ræða, séu send á stærri sjúkra- húsin sem hafa fullkomnari útbúnað til að annast þau. — Annað sem verður að benda á er sú staðreynd að óvenjumörg börn fæddust hér á áratugnum ’50-’60 og það eru einmitt þessir árgangar sem eru nú að komast á sitt blómaskeið hvað barneignir snertir. Árið 1964 fer fæðingum svo aftur fækkandi og sl. áratug hafa fæðst allt að 1000 börnum færra á ári hverju miðað við áratuginn ’50- ’60. Þetta þýðir í rauninni að stúlkur 15 ára og yngri eru 400-500 færri í hverjum árgangi en áður og þegar þær komast á sitt barneignaskeið hlýtur fæðingum á landinu að fækka sem þvi nemur. — Tölur sýna að flestar íslenskar konur fæða börn sín á aldrinum 19-29 ára og það er algjör misskilningur að fjöldi fæðinga hjá stúlkum 16 ára og yngri hafi nokkuð aukist á síðasta áratug þrátt fyrir stóraukið frelsi í kynferðismálum. Þeim hefur þvert á móti heldur fækkað. En svo langt sem skýrslur herma hafa ávallt verið nokkrar mæður í þessum aldurshópi hér á landi. Verðandi mæður um fertugt — Því hefur lika verið fleygt í blaða- skrifum að hættan á því að 35 ára konur og eldri fæði börn með litningagalla stór- aukist. Þetta eru stór orð, því munurinn er i sannleika lítill. Af hverjum 1000 konum, sem fæða börn eftir þennan aldur, kemur aðeins oftar fyrir að þær eignist þannig gölluð börn en yngri hópurinn. Áður fyrr var konum ráðlagt að takmarka barneignir sínar eftir þennan aldur en það var af allt öðrum ástæðum. Þá eignuðust þær svo miklu fleiri börn. Þegar þær fóru t.d. að ala sitt 9. eða 10. barn varð að taka tillit til nýrra viðhorfa eins og aukinni hættu á leg- bresti, meiri blæðingarhættu, slæmum samdrætti í legi við fæðingu o.s.frv. Þá verður sem sagt töluverð aukning á slíkum ÍO Vikan46. CbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.