Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 11
eftirköstum sem við sjáum varla í dag þar sem konur eignast svo fá börn. — Við getum líka boðið konum upp á svo miklu meira öryggi í þessu sambandi en áður og á ég þar einkum við legvatnspróf og rannsóknir með sónartækjum. Legvatnspróf eru gerð á 16. viku meðgöngutímans. Litningarannsóknir verða æ algengari þó við verðum enn um sinn að takmarka þær nokkuð vegna aðstöðunnar. Ég vil þó taka fram að það fæðast ekki nema 5-10 börn á landinu á ári með litningagalla og þar sem þær ungu eru langfjölmennasti aldurshópurinn gerist meirihluti þessara tilfella hjá þeim. Hins vegar reynum við að rannsaka legvatn hjá þeim konum sem hafa sögu um litninga- galla í sinni ætt eða ætt maka, auk þeirra kvenna yfir 35 ára aldri sem óska slíkra rannsókna. — Sónartækin eru örbylgjutæki og notuð á nokkuð svipaðan hátt og skip nota bergmálsdýptarmæla til að leita uppi fisk- torfur. Með þessum tækjum er unnt að skoða mörg innri líffæri sem örðugt er að ná myndum af, eins og t.d. legið. Með þessu móti er auðvelt að sjá hvernig barnið liggur og fylgjast með þroska þess með mælingum. Segja má með nokkurri nákvæmni til um hvað barnið er langt gengið, hvort um fleiri en eitt er að ræða og einnig má greina grófa galla eins og t.d. heilarýmun. Það eru aftur á móti legvatns- prófin sem segja til um kyn barnsins. Yfir- leitt er það þó ekki nema ein á móti hverjum fjórum konum sem óskar að færa sér þessa vitneskju í nyt, hinar kjósa að halda óvissunni um kyn barnsins þar til eftirfæðingu. — Eftir 35 ára aldur eykst nokkuð hættan á því að konan missi fóstur þó það sé ekkert til muna. En annars geta konur á hvaða aldri sem er huggað sig við að fóstur- lát eru í 50-60% tilfella viðbrögð náttúr- unnar við óhæfum einstaklingi, þ.e.a.s. hið frjóvgaða egg er gallað. Fósturlát eru algengust á fyrstu þremur mánuðum meðgöngutímans, en fóstureyðingar fram- kvæmum við ekki eftir 12. viku nema grófir gallar á fóstri komi síðar í ljós eða aðrar alvarlegar ástæður beri til og þá alltaf samkvæmt úrskurði þar til skipaðrar nefndar. — Annars er auðvitað aldrei hægt að lofa neinni konu fyrirfram að barn hennar fæðist algjörlega gallalaust þó að tæknin sé orðin nokkuð fullkomin. Sjálfur er ég þó ekkert hræddur við að ráðleggja konum að eignast barn þó þær séu eldri en 35 ára ef þær eru hraustar og óska eftir því. Einnig hef ég fyrir grundvallarreglu að fullyrða aldrei við neina konu að hún geti aldrei eignast barn. Til þess er náttúran alltof óútreiknanleg. Það eru meira að segja dæmi þess að konur hafi orðið ófrískar þrátt fyrir að leg hafi verið fjarlægt og að barn hafi náð að þroskast úti í kviðar- holinu. JÞ Ljósm.: Jim Smart. Fæðingartíðni og dánartíðni á íslandi 1881 1972. .Fjöldi fæðingar á íslandi. - Aldur mæðra. - 19 20 - 24 25 - 29 30 - 34 35 - 39 'sf 1 O 45 - Aldurs getil Alls Aldu ekki 1896 - 1900 178 1723 2853 3202 2521 1045 157 11.679 193 1901 - 1905 1906 - 1910 205 1835 2894 3109 2198 1164 118 11.523 198 1911 - 1915 250 2077 3021 2730 2406 1021 121 11.626 180 1916 - 1920 301 2451 3489 2900 1991 1042 94 12.268 311 1921 - 1925 296 2341 3803 3255 2176 886 108 12.865 297 1926 - 1950 390 2429 3550 3401 2398 959 83 13.210 451 1931 - 1935 646 3028 3383 2949 2190 928 94 13.218 243 1936 - 1940 683 3067 3318 2455 1786 858 83 12.250 180 1941 - 1945 1159 4190 4113 3098 1988 847 91 15.486 332 1946 - 1950 1693 5249 5107 3731 2245 865 81 18.971 307 1951 - 1955 2010 6450 5464 3942 2383 797 68 21.114 337 1956 - 1960 2651 6814 6231 4363 2651 942 70 23.722 407 1961 - 1965 3359 7068 5454 4224 2517 919 61 23.602 329 1966 - 1970 3808 7267 4648 3070 2037 687 47 21.564 247 1972 778 1726 1128 608 359 101 6 4.7o6 16 46.tbL Vikanll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.