Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 14
Claudia Cardinale: Claudia ar reglu- legt óskabam. Romy Schneider langaði til að eignast barn með seinni eiginmanni sínum. Meðgöngutíminn varð henni erfiður þvi hún átti stöðugt á hættu að missa fóstrið. Fyrst fékk hún vírussjúkdóm, sem stofnaði jafnvel hennar eigin lífí í hættu, síðan lenti hún i bílslysi. Hún átti von á baminu í september 1977 en í sama mán- uði átti hún 39 ára afmæli. Barnið fæddist þó sex vikum fyrir tímann og vó aðeins 2300 gr. Þetta litla telpukríli var sett í kassa og siðan var flogið með hana i þyrlu frá Saint-Tropez á einkasjúkra- hús í Nizza. Fyrstu vikurnar mátti Romy aðeins virða dóttur sina fyrir sér I gegnum glerrúðu, og hún mátti alls ekki snerta hana. Sophia Loren lá I átta mánuði í rúminu á Intercontinentalhótelinu í Genf áður en hún ól cldri son sinn, Carlo. Hún mátti ekki einu sinni setjast upp í rúminu til að borða og hún horfði hvorki á sjónvarp né hlustaðí á útvarp. Hún gekkst af fúsum vilja úndir þetta stranga líferni þar sem hún hafði áður misst fóstur nokkrum sinnum. Seinni son sinn, Edoardo, eignaðist húnsvo 39 ára gömul. Claudia Cardinale stóð á fertugu er hún eignaðist dótturina, Claudiu. Hún býr með kvikmyndaleikstjóranum Pasquale Squiteri og hafa þau hjú engar áætlanir um það að ganga í það heilaga þrátt fyrir afkvæmið. — Okkur fannst samt ákaflega eðli- legt að eignast barn saman og Claudia er svo sannarlega óskabarn, segir hún. — Ég hef engar áhyggjur af því að vera orðin fertug. Mér finnst það í rauninni dásamlegur aldur. Mér finnst llf mitt nú svo miklu innihaldsríkara en það var fyrir 10-15 árum. — Meðgöngutíminn var fullkomlega eðlilegur, ég fann varla fyrir því að ég væri vanfær. Claudia eignaðist soninn, Patrick, fyrir 20 árum og honum tókst að gera móður sína að ömmu skömmu áður en hún fæddi seinna barn sitt. Einkennilegasta tilfellið er þó vafalaust Vera Bryson, 41 árs gömul ensk kona. Hún lá á spítala og beið þess að fjarlægt yrði æxli úr móðurlífinu þegar læknirinn kom skyndilega til hennar og tilkynnti henni að hún væri fullkomlega heilbrigð . . . hún væri bara komin sex mánuði á leið. Hún og maður hennar, Roy (44 ára), höfðu gefið upp alla von um að eignast barn en 3. júlí fæddist þeim dóttir, Sonia, fullkomlega heilbrigð og eðlileg. Þau hjón höfðu búið í barnlausu hjóna- bandi í 14 ár. — Læknarnir sögðu mér að ég hefði svona 10% möguleika á að verða ófrisk, segir Vera. — Ég fór að fá kvalir I magann en datt ekki í hug að ég væri vanfær. Ég fann heldur engin einkenni slíks. Hún fór þó til læknis í mars og hann gerði á henni þungunarprufu. Hún var neikvæð. Læknirinn dró þá ályktun að hún hlyti að vera með æxli í móðurlífinu og sendi hana á spítala þar sem kven- sjúkdómalæknir rannsakaði hana. Næsta dag var henni tjáð að hún væri vanfær. Hjúkrunarkona nokkur fann fyrir hreyfingum í maga Veru og sagði lækn- inum frá því. Önnur þungunarprufa var gerð og reyndist hún jákvæð. — Hún var með óreglulegar blæðing- ar, en henni datt ekki í hug að hún væri ófrísk, segir heimilislæknir Veru, dr. Leon Winslow. — Þegar ég rannsakaði hana var heldur ekkert sem benti til þess. Nú ráða hjónakornin sér varla fyrir hamingju. — Það er alveg ólýsanlega dásamlegt að vera orðin móðir, segir Vera. — Og eftir að læknar höfðu árum saman sagt mér að það gæti aldrei orðið hljómar þetta nánast eins og kraftaverk. Þ.K. Hildegard Knef með dóttur sína, Christinu. 14 Vikan46. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.