Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 19
verkfræðingar, tæknifræðingar — menn sem vissu hvað þeir voru að gera, menn sem skildu mikilvægi þess að taka út- reiknaðar áhættur. Útreiknaðar. Auðvitað voru áhættur. En útreiknaðar. Útreiknaðar af nokkr- um hinna nákvæmustu hugsuða i heim- inum og hafðar i lágmarki. Það voru fólgnar áhættur i öllu, að fara yfir götu, að eta niðursoðinn túnfisk. Það voru lika fólgnar áhættur í kjarnorkunni. En Jack Godell, ásamt öðrum með- limum þessa litla útvalda hóps, trúði því að áhætturnar væru þess virði. Meira en það: Hann trúði því þrátt fyrir andstöð- una að hann væri að leggja eitthvað af mörkum til framtíðar mannkyns, eitt- hvað sem einhvern daginn yrði álitið lífsnauðsynlegt... eins lífsnauðsynlegt og sólin. Orka. Án hennar hverfum við aftur í hellana. Nema — Jack fleygði tómri bjórdósinni sinni yfir stofuna og reyndi að hitta í vaskinn. Hún féll í gólfið með glamri. Nema — bætti hann við — við eigum mun meira af fólki en hellum. Hann horfði á hendur sínar og sá að þær voru stöðugar. Ekki sem verst, hugsaði hann. Ekki sem verst af göml- um flautaþyrli sem drekkur og reykir of mikið og situr vakandi til klukkan þrjú á morgnana til þess að velta fyrir sér áhyggjum. Það var allt í lagi með hend- urnar. Og höfuðið vann nokkuð vel. Hvað í fjáranum var hann að hafa áhyggjur? Og hugur hans virtist ætla að klofna i tvö aðskilin hvel í annað sinn. Það bar allt að sama brunni, eitthvað rotið var á seyði í orkuverinu. Og allt þetta lof um framtíð kjarnorkunnar var náskylt efninu. Einhver varð að koma sér af stað og kryfja málið til mergjar. Kryfja það svo sannarlega þar til hann fyndi veika blettinn, hættusvæðið. Og það ert þú, Jack, sagði hann við sjálfan sig. Jack litli Godell. Þér er best að finna þetta vandræðasvæði — áður en þaðfinnur þig. Ef þú ert nógu góður til þess, bætti hann við, nógu klár. Ef þú ert ekki orðinnof gamall. Þessi siðasta hugsun kom brosi á varir hans og kom honum líka til þess að rísa þreytulega á fætur. Svo þannig hefur legið í því allan tímann, sagði hann við sjálfan sig. Ekki hef ég aðeins haft áhyggjur af árans vandræðunum, ég hef lika verið að hafa áhyggjur af því hvort ég réði við þau! Hamingjan sanna! Hann hló. Eðlis- fræði er eitt, tæknifræði er annað. En gleymdu aldrei að þetta eru bara tæki í höndum manna. Og menn — nú þeir eru mannlegir. 1 stað þess að hafa áhyggjur af tækniatriðum eða kostnaði við endurbyggingu eða möguleikunum á kjarnorkuslysi, sem gæti þurrkað út stóran hluta af suður Kaliforníu, þá situr Jack Godell hér i stofu sinni í nær- fötunum og hefur áhyggjur af því hvort hann geti komið henni í lag aftur. Geispandi slagaði hann inn í eldhúsið, tók upp bjórdósina og lét hana varlega í ruslið. Siðan slökkti hann Ijósin og lét sig falla úrvinda á rúmið. 4. KAFLI Ventana orkuverið lá i þögn eins og einhver risastór ófreskja sem lægi í dvala. Það gerði mennina óstyrka og órólega; eitthvað ómissandi hafði dottið úr miðju alheims þeirra. Þeir gengu fram og aftur án þess að segja mikið, vand- ræðasvipur var á andlitum þeirra og enginn leyfði sér að skipta skapi. Ted Spindler gekk varlega inn i stjórn- salinn, eins og maður sem kemur heim klukkan þrjú um nótt og reynir að kom- ast hjá þvi að hitta konuna sína. Hann sýndi verðinum við borðið skilríki sin og án þess að mæla orð gekk hann í átt að mælaborði sínu, þegar rödd truflaði hann. „Ted, viltu aðeins tala við mig?” Það var Jack Godell sem kallaði út um opnar skrifstofudyr sínar. Spindler hikaði aðeins og hann fékk einhverja óbeitar- 5. HLUTI kennd. Hann vildi ekki fara inn á skrif- stofu Jacks, en hann átti ekki neinna kosta völ. Jack var honum æðri, og þó Jack hefði aldrei notað sér þá staðreynd, þá vissi hann, Spindler, að Godell gæti það og ef nauðsyn bæri til myndi hann gera það. Hann gekk álútur inn á skrifstofuna, lét sig falla þunglega á stól og virti Godell fyrir sér. Godell rýndi í fjölda tölvuútskrifta sem lágu dreifðar yfir skrifborð hans. Án þess að lita upp, sagði Jack: „Ted, ég vildi fá að heyra þitt álit á einu stigi slyssins okkar. Littu hérna á þetta." Rödd Godells var róleg og án skipunar. Spindler stóð upp og gekk að borðinu. „Einmitt hérna,” sagði Godell og benti með fingri á útskriftarblaðið. „Um það bil — ah, fimmtán sekúndum eftir túrbinufallið. Manstu eftir — fannstu annan titring?” „Ha, já, þegar við lokuðum fyrir aðal- rennslið.” „Nei," sagði Godell snöggt, kannski full snöggt. „Það var hérna, alveg í byrj- un. Ég er að tala um svolítið seinna. Ég myndi kalla það titring, skjálfta, frekar en högg.” Spindler hugsaði sig um og fylgdi línu- ritinu með vísifingri. „Kannski þetta hérna, Jack. Aukaloki númer fjórtán opnast sjálfkrafa." „Nneei," sagði Jack hugsandi. „Ég held ekki. Það var jafnvel eftir það. Spurðu þeir þig ekkert um það? Alls ekki?” Spindler yppti öxlum. „Þeir báðu okkur um að ræða ekki yfirheyrsluna. Fjárinn, þú sagðir sjálfur. . .” „Gerðu mér þetta ekki, Ted. Þeir áttu við meðan á rannsóknunum stæði. Auð- vitað. Þeir vilja fá söguna beint út. Þeir vilja ekki að piltarnir komi saman og reyni að hylma yfir eitthvað. Það er al vegeðlilegt." „Er þetta hluti af rannsókninni?” Holdugur likami Spindlers var stifur. Hann hélt sig nokkuð frá borðinu, miklar axlir hans voru lotnar og hann var ekki alveg beinn í baki. Jack fannst hann líta út eins og taminn björn. „Hver fjandinn gengur eiginlega á, Ted? Hvaðer að?” „Þú veist það fullvel eins og ég, Jack,” sagði Spindler og hann gat ekki dulið hvað hann var sár. „Þeir héldu mér þarna inni í sjö klukkutíma. Sjö djöfuls 46. thL VIKan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.