Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 20
eitthvað er gruggugt hér, á hvern heldur þú að þeir bendi þá? Á þessa bláklæddu? Heldur þú það?” „Heyrðu, biddu aðeins. Við erum engir bláklæddir. Við erum allir á sama — þú fyrirgefur orðtakið — báti. Við fáum allir launin okkar greidd frá sama fyrirtækinu. Hvað kemur þér til þess að halda að þeir séu i leit að blóraböggli? Þetta er bara vanaleg rannsókn. Og í allri hreinskilni þá fagna ég henni. Ég veit ekki um fyrirtækið, þeir hafa bara áhuga á peningum. en ég segi fyrir mig að ég vil fá að vita hver fjárinn gengur á og svona er kannski hægt að finna það. Ég hefði haldiðað þú —" „Þú heldur þá ekki að þeir séu að leita að neinum sem má benda á eða hvað?” sagði Spindler. „Nei.” „Nú, jæja, Jack. ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki lengur en þú. Ég veit hvernig þeir fara að hlutunum. Þetta er kannski fáránlegt en svona er þetta. Þegar eitthvað fer í vitleysu þá er ein- hver settur fyrr eða seinna undir öxina. Þeir vilja gróða og þeir vilja líka blóð.” „Heyrðu nú, Ted.” Godell reyndi að hlæja létt. „Svona nú, ég veit ekki hvort þú hefur lagt of mikið á þig við súkku- laðiísinn eða hvað, en i hamingjunnar bænum —” „Ég hélt ekki að þú myndir skilja það,” sagði Spindler stuttaralega. „Er það nokkuð fleira?” „Nei,” sagði Godell og brosið dvínaði. „Ég hélt bara að —" Rödd hans hljóðn- aði þegar Spindler gekk út úr skrifstof- unni. Það var hinn vanalegi hópur sem sat og horfði á skermana þegar Kimberly Wells tók viðtal við mann sem hafði þjálfað þýska fjárhundinn sinn til þess að safna tómum bjórdósum úr áli með þvi að kremja þær milli voldugra kjálk anna og henda þeim í ruslafötu úr plasti. Kimberly ljómaði, hún var mjög falleg og rödd hennar hafði til að bera einmitt þá virðingu og þá léttúð sem þarf til þess að koma svona vitleysu vel til skila. „Á Pablo einhverja uppáhalds bjór- tegund? Ekki að ég vilji að þú nefnir hana, en bara að segja okkur hvort —” „Nei. Hann kremur hvað sem er nema hann vill ekki dósir með varalit á. Þú veist, stundum drekka konur bjór og skilja eftir klessu á dósinni, varalit. Hann snertir ekki slíkt.” „Segðu mér þá, hr. Grackle, hvað er það um það bil mikið sem þú hagnast á þessari vinnu Pablos?” „Nú, það veltur á ýmsu. Eftir þunga helgi í nágrenninu er hann í burtu allan mánudaginn og þriðjudagsmorgun og kemur þá með eina dós í einu. Ég hugsa að það greiði upp hundamatinn hans.” Og svo framvegis. Svona hlutir sem halda bandarisku þjóðinni límdri við sjónvarpstækin dag eftir dag. Nokkrum minútum siðar, þegar Kimberly var að láta taka farðann af sér, kom MacChurchill. Hann stóð fyrir KJÁRN' UEIÐSI.A 711. KÍNA aftan hana og greip um axlir hennar, vinalega, ekki hörkulega, og spurði: „Hefur þú hitt Richard?” „Ekki siðan í gærmorgun," svaraði Kimberly. „En við eigum að hittast eftir klukkan sex til þess að vinna svolítið að þáttunum. Hvers vegna spyrðu?” „Nú, vegna þess —” MacChurchill hikaði þar til förðunarmaðurinn hafði snúið baki í þau til þess að ná i hand- klæði. Þá hvíslaði hann i eyra Kimberly: „Tikarsonurinn hefur stolið filmunni.” „Ó, nei!" mynduðu varir Kimberly þó hún segði það ekki upphátt. „Ég var að koma upp úr filmugeymsl- unni. Mildred sagði að hann hefði komið þangað niður I gærmorgun og sagst þurfa að fá filmuna. Hún vissi ekki hvers kyns var með filmuna, enginn hafði haft fyrir því að segja henni að hún væri kyrrsett, svo hún lét hann fá útskriftarblað til undirskriftar. Hann páraði falska undirskrift, sem hún hafði ekki fyrir að athuga, og svo var hann farinn. Það var ekki fyrr en núna i morg- un, þegar ég fór niöur til þess að ganga úr skugga um að filman væri örugglega læst inni, að ég sá að hún var horfin og Mildred sagði mér hvers vegna. Hún flóði í tárum. Ég verð að segja Jacovich frá þessu.” „Heyrðu, Mac, ekki —” „Ekki hvað? Heldur þú að ég ætli að láta starf mitt lönd og leið?” „Getur þú ekki beðið aðeins? Leyfðu mér að finna Richard og tala við hann. Við erum gamlir vinir. Og á vissan hátt er ég ábyrg fyrir þessu. Ég korn með hann í þetta.” „Á hvern hátt ert þú ábyrg? Tókst þú myndirnar? Stalst þú filmunni? Hvaða vitleysu ert þú að fara með?" „Gerðu það, leyfðu mér að tala við Richard og koma með þessa árans filmu aftur. Hann gerir út af við sig með þessu." „Þú getur sagt þetta aftur. Jacovich er þegar orðinn fjári súr og þiegar hann fréttir um þetta —” „Gerðu mér þennan sérstaka greiða, Mac, tvo klukkutíma, ekki meira.” Maður rak höfuðið I gættina. „Kimberly,” sagði hann, „ég er á leið í hreinsunina. Ert þú búin að taka óhreina tauið þitt saman?” Kimberly rétti honum bagga af óhreinum fötum og leit svo á Mac. Það var ekkert meira að segja. Avallt úrvals nautakjöt Laugalæk 2 sími 3 50 20, 3 64 75 klukkutima. Það er tvöfalt lengra en nokkur annar. Þú og hinir flotastrák- arnir eruð með ykkar forréttindi, skír- teini upp á að hafa lokið þessu nám- skeiði, þessum skóla, þessari skyldu ykkar og ég-veit-ekki-hvað. Ég, ég er bara gamall starfsmaður fyrirtækisins, ég er búinn að vinna hjá þessu fyrirtæki alveg frá því að ég lauk námi. Tuttugu og fimm ár. Og þú veist og ég veit að ég hafði ekki hundsvit á kjarnorku fyrr en þeir reistu þetta ver og sendu mig i þjálf- un. Svo, ég er ekki með sömu pappíra og þið, er það ekki satt? Segðu mér þá, ef XO VIkan47. tfct
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.