Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 21
ír úrvals pennar fyrir námsfólk. atvinnumenn, kennara og Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást i þægilegum einingum fyrir skóla og telknistofur. NAVIÐGE RÐIN Ingólfsstræti 2 Simi 13271 Ekkert meira að segja, hugsaði hún. og heldur enginn timi til að missa. Brjálæði Richards var að stofna frama hennar i hættu. Hún greip handtösku sina og jakkann. þeyttist út um dyrnar, hljóp niður ganginn og rauk út á bíla- stæðið. Hún hélt að hún gæti séð um Richard — ef hún fyndi hann. Henni var eins gott að finna hann, hugsaði hún með sér. Og svo var hún þotin út af bíla- stæðinu. Og meðan Kimberly, áhyggjufull og hugsandi, barðist við að komast i gegn- um miðbæjarumferðina, stóð hópur starfsmanna C.G. & E. fimmtán milur í burtu í hinum enda Los Angeles sýslu, fyrir framan kaffistofu sina og las til- kynningu frá fyrirtækinu sem fest var á auglýsingatöflu þegar Jack Godell og Ted Spindler komu að. „Heyrið, strákar,” kallaði einhver til Spindlers og Godells, „lítið á þetta. Til hamingju!” Spindler kom að auglýsingatöflunni nokkuð á undan Godell. Hann las upp- hátt: „Starfsfólk stjórnsalar brást fljótt og kunnáttusamlega við, o.s.frv. o.s.frv. og þó einhver yfirsjón hafi orðið meðal starfsmanna og aðgerðum seinkað, þá má segja að útkoman hafi verið sú að með snarræði hafi verið komið i veg fyrir kostnaðarsamar bilanir!" Hann sneri sér að Godell. Viðurkenningarraddir komu úr hópn- um. „Hæ, þetta list mér vel á!” „Húrra fyrir stjómsalarliðinu!” „Það þýðir að við verðum komnir í gang eins fljótt og hægt er." En þegar Godell var búinn að brosa með ákafamönnunum lét hann gleraug- un síga af enni sinu og leit vel á fréttina. Andlit hans var alvarlegt og hann var ekki öruggur með sig. Hann var með eitthvað i huga en hvað sem það var, þá var hvergi minnst á það i tilkynning- unni. Hálftíma siðar var Kimberly í lyftu á leið upp á háaloftið, þar sem Richard hélt sig. Eins og vanalega mátti sjá að hún var að flýta sér. Hárið var eilítið úfið, hún hélt á minnisbókinni og hand- taskan var opin svo að hvenær sem var gæti allt hellst úr henni. Hún gekk inn um einu dyrnar á hæðinni. Þær voru merktar: Richard Adams — Framleið- andi. Hún tók i húninn, fann að dyrnar voru ólæstar og gekk inn í rúmgóða tveggja herbergja háaloftsíbúð. Það var mjög bjart þarna inni svo staðurinn var upplagður sem ljósmyndastofa. Það var líka augljóst að staðurinn var mannlaus. Nei, ekki alveg. Hector Salas hafði hreiðrað um sig á vatnsrúmi og las í vasabrotsbók. „Que tal, chica?” kallaði hann til hennar. „Hæ, Heck, hvar er Richard?” „Nose. Estoy solo.” „Hvað áttu við með að þú vitir það ekki? Fjárinn, Hector, vertu ekki með þessa bjánalegu Mexíkanastæla. Þetta er áríðandi.” „Ég sver það til guðs að ég veit ekkert hvar Richard er,” sagði Hector og sneri sér að filmum sem hann hafði verið að splæsa. „Heyrðu.” Hann hélt uppi filmurenn- ingi. „Ég var að byrja að vinna að þætt- inum um sólina. Richard tók nokkrar frábærar myndir af sól, mjög góðar. Viltu sjá?" „Kjafti!” sagði Kimberly hryssings- lega. Hún sneri sér beint að Hector með hendur á mjöðmum. Henni datt eitt augnablik í hug að hún væri nú I uppá- halds stellingu móður sinnar. „Richard stal filmunni með kjarnorkuslysinu, gabbaði hana út úr Mildred, eða-hvað - veistu svolítið? Ég held að Richard sé klikkaður. Svolítið. Ekki alltaf. En ég held að hann sé svolítið klikkaður.” „Ég vildi að það væri aðeins svolítið.” sagði hún og stefndi á dyrnar. „Og hann kallaði mig aulabárð. Aulabárðurinn!" Hún var komin út áður en Hector fékk nokkuð sagt. Þegar hún kom út að Ventana sá hún engin merki um Richard. Vörðurinn sagði að hann hefði ekki komið þangað. Auk þess sagði hann að það væri jafn mikill möguleiki að Richard yrði hleypt inn eins og minkinum inn i hænsnakofann. Bill Gibson hafði aug ljóslega gert allar ráðstafanir. Henni leið sem öll sund væru henni lokuð og hún fylltist vonleysi en svo fékk hún hug mynd. Hún lét sem hún væri full ör- hún-nú-heitir í filmugeymslunni. Mac Churchill veit um það núna og ef ég finn ekki Richard fljótt, þá kemst Don Jaco- vich að því og allt verður vitlaust. Komdu þvi til móts við mig, Hector, I guðs bænum. Störf okkar eru í veði, starf mitt er í veði.” Hann var hljóður. „Hector, gerðu það!" hélt Kimberly áfram. „Ég get reynt að geta.” „I guðs bænum, gettu þá!" „Ég hugsa að hann gæti hafa farið aftur i orkuverið til að finna einhvern til þess að tala við, sem gæti útskýrt slysið fyrir honum. Hann hefur ekki talað um annað, reynt að komast að hvað raun- verulega gerðist. En mundu að þetta er aðeins getgáta. Heyrðu, Kimberly, ,.>i- - ■ 46. tbL VikanXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.