Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 22
væntingar og lék ,vesalings stúlkuna’ og spurði svo vörðinn hvort það væri staður nálægt þar sem hún gæti fengið aö drekka. Hann játti þvi og sagði henni hvar það væri. Hún kom til Harmons Bar rétt eftir sex. Samkvæmt ályktun hennar myndu mennirnir í orkuverinu koma einhvers staðar við á leið heim á kvöldin og þetta var eina vínstofan í milu fjarlægð. Bíla stæðið var troðið og hún hafði það á til- finningunni að heppnin væri með henni. Hún lagði bíl sinum og hinkraði aðeins við til að laga á sér andlitsmálninguna. Hún reyrði treyjuna að sér með beltinu eins og hún gat, til þess að gera það besta úr því sem guð hafði gefiö henni, steig út úr bílnum og rölti inn á staðinn. Það fyrsta sem kom á móti henni var hávaði. Það var auðheyrt að einhvers konar fögnuður var i gangi. Þetta gat verið bara eitt af þessum venjulegu kvöldum í kránni. Hún leit yfir höfuð fólksins og sá að það var troðið við vín- borðið og að það voru álíka margar eiginkonur eins og eiginmenn til staðar. Það, í sjálfu sér, var óvanalegt. „Hvað gengur á?" Hún hnippti i ung- an mann sem stóð rétt hjá henni og hún var ánægð með að sjá hvernig hann ranghvolfdi í sér augunum. „Hæ, ert þú ekki hvað-hún- nú-heitir i sex-fréttunum?” „Það er rétt,” sagði Kimberly rólega. „Hvaðgengurá?” „Ó, þessi hópur er aðallega frá Ventana orkuverinu. Við erum eigin- lega að fagna. Það var lokað fyrir hjá okkur og nú virðist sem við verðum komnir í gang jafnvel I fyrramálið. Þú skilur, það er nokkuð mikilvægt fyrir okkur.” „Það var gaman að heyra,” sagði Kimberly. „Til hamingju.” Þegar hún reyndi að komast eilítið nær gat hún séð að staðurinn var svo sannarlega troðinn og líka gat hún séð að engin merki voru um Richard i salnum. Einhvern þekkti hún samt við hinn enda vínborðsins. Hann var umkringdur fólki og hún sá að þetta var maðurinn sem hún hafði séð hlaupa um i stjórnsalnum, maðurinn sem hún átti á filmu. Hún tróð sér lengra i gegnum mann- þröngina, hún kom að fjarlægari enda borðsins, leit vel í kringum sig og var þá viss um að Richard var hvergi I nánd. Hún leit á Jack Godell og komst að því að hann horfði einnig á hana. „Ertu að leita að einhverjum?” spurði hann vingjarnlega. „Já,” sagði hún, „ég er að leita að vini mínum." „Nú, taktu þá mark á gamalli kempu, sestu bara niður og fáðu þér drykk og ef þú situr nógu lengi mun vinur þinn koma, fyrr eða siðar. Það hlýtur bara að vera. Harmons er eina sómasamlega vin- in I alfaraleið hérna megin Cahuenga skarðs.” „Vörðurinn í gestainnganginum sagði mér það,” sagði Kimberly. „Ég sá að það hlyti að vera hérna. En svo virðist sem vinur minn hafi ekki fundið það.” „Nú? Starfar vinur þinn við orku- verið? Kannski ég þekki hann. Ég vinn þar. Reyndar er það svo með flesta hérna inni, þeir annaðhvort vinna þar eða eru makar þeirra sem þar vinna.” Harry Blandari kom til Jacks og brosti til Kimberly. „Hvað má bjóða þér?” spurði Godell. „Ah, tunnubjór. Það væri ágætt.” „Á leiðinni, frú,” sagði Blandarinn. „Ég sá þig I sex-fréttunum f kvöld. Lát- KJARN- UilÐSI.A Tll. KÍNA um oss nú sjá, núna er klukkan fimmtán mínútur yfir sex. Komstu hingað i eld- flaug?” „Fréttirnar voru á filmu,” sagði Kimberly. „Mig minnir að við höfum tekið þær upp í fyrradag.” Rámur hlátur glumdi og glaðværðin steig. Godell rýndi yfir Kimberly á dans- gólfið, þar sem Ted Spindler hringsneri konu sinni, ölmu, í gamaldags dansi. „Hæ, sjáið Spindler taka það,” kallaði Jack. „Hraðar maður, hraðar!” „Þetta virðist vera mikill gleðskapur hjá ykkur,” sagði Kimberly. „Hvað er að gerast?” „Ó,” Jack brosti. „Eins og ég sagði þá vinna næstum allir hérna inni á orkuver- inu. Við urðum að loka i morgun en nú erum við búnir að fá jákvætt leyfi.” „Jæja? Er rannsóknum lokið svona snemma?” „Já, já,” sagði Jack. „Þú virðist undr- andi.” Kimberly hikaði en ákvað síðan að leggja spilin á borðið. „Nú, ég var í orku- verinu, á gestasvölunum, þegar slysið varð. Ég horfði beint niður i stjórnsalinn ykkar.” Rödd Godells var ákveðin: „Það var ekkert slys.” Kimberly roðnaði undan augnaráði hans. Það var eitthvað við þennan mann, eitthvað augljóslega valdsmanns- legt, sem varð til þess að Kimberly fannst hún verða að biðjast afsökunar. „Ég — afsakaðu, ég.”Hún stamaði.„Ég notaði rangt orð. Óvæntar tafir, var sagt í fréttaskeytinu sem ég las í morgun. Hver var ástæðan, er búið að komast að því?” „Jamm,” sagði Godell rólega. „Það er búið að skýra frá þvi núna, eða verður gert innan stundar. Það var gallað öryggi í rafalskerfinu. Geri ég mig nægi- lega skiljanlegan fyrir þig? Ef ég segði að við hefðum fengið fermin í koristan, myndi það þá gera sama gagn?” „Það er satt hjá þér.” Kimberly hló. „Ég veit varla hvernig á að stinga hár- þurrkunni minni í samband. Gallað hvað?” „Gallaður tiu dala hlutur, sem verndar rafalinn. Við skulum ekki vera tæknileg.” „Þú átt við að það verndi rafalinn þegar þaðerílagi.” „Rétt, og fyrir tíu dollara ætti það að vera i lagi.” „Humm,” sagði Kimberly. „Svo það var út af þvi sem öll lætin voru?” „Jah — það festist líka loki. Ekkert stórmál þó.” „Vá! Ég hefði látið gabbast,” sagði Kimberly. „Var það nokkurn tima — ég á við var nokkurn tíma hætta á ferð- um?” Godell hikaði við að svara og fékk sér góðan sopa af drykk sínum. Síðan leit hann vandlega á Kimberly. „Nei,” sagði hann að lokum. „Þú last fréttaskeytið. Þú sást að þar var hvergi minnst á geisla- virkni eða neitt sem gæti haft áhrif á al- menning. Ah, hérna er bjórinn þinn. Harry kom með hann alla leið frá Mil- waukee I vörubilnum sínum.” „Vert’ekki að striða mér, Godell. Ég hleyp hér um eins og vitlaus. — Heyrðu, þetta er á kostnað hússins, gott fólk. Hr. Harmon, eigandinn, hann er þarna, hann sér um þetta.” Jack brosti og kinkaði kolli í átt til Harmons sem kom strax til þeirra og tók ákaft í hönd Kimberly. „Velkomin á staðinn okkar,” sagði hann. „Þú ert stór- kostlegur kvenmaður. Ég og konan horf- um á þig á hverju kvöldi og konan horfir á þig síðdegis lika.” „Þakka þér fyrir,” sagði Kimberly. „Og þakka þér fyrir bjórinn.” „Hæ, Jacky, kall." Þjónustustúlkan kleip í eyra Godells. „Maturinn þinn er þarna við borðið og bíður eftir þér. Það er best fyrir þig að fara og snæða, ég er of þreytt til þess að bera hann til þín.” „Rhoda, nöldrari,” sagði Godell. „Hæ, þekki ég þig ekki úr — Ham- ingjan sanna, þetta er Kimberly Wells,” sagði þjónustustúlkan. „Þú lítur alveg eins út og í sjónvarpinu. Hvað ert þú að gera með þessu gerpi? Veistu hvað maður fær út úr þessum fyrrverandi flotastrákum? Ekkert er það sem þú færð.” „Viltu snæða með mér?” sagði Godell um leið og hann tók bjórinn sinn og lét sig renna af háum stólnum. „Það eina sem við eigum eru ham- borgarar og franskar kartöflur, vinan,” sagði þjónustustúlkan. Það var systurleg XX V0un46. tbi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.