Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 27
Draumur sem aldrei gleymist Kæri draumrádandi. Mig dreymdi draum í morgun, sem ég mun líklega aldrei gleyma. Þess vegna langar mig til að leita aðstoðar þinnar við að ráða eitthvað af draumn- um. Hann var á þessa leið: Eg og kærastinn minn ókum í litlum bíl og ætluðum að versla í búðinni I hverfinu hjá henni móður minni. Ég vildi fara aðalbrautina en hann vildi fara malar- veginn, sem og við gerðum. Þarna fyrir neöan varfjara. Næst fmnst mér við vera stödd um borð í skipi og ég er alltaf að kalla eöa leita að kærast- anum, en fæ aldrei neitt svar. S\ o er mér sagt að hann sé dáinn, að hann haft fallið útbyrðis. Ég trúði því alls ekki, ég vissi að hann var á lífi, hann gat ekki hafa dáið frá mér. Síðan bauð ég tveim stúlkum inn í káetuna til mín og ætla að tala við þær eða reyna að útskýra eitthvað fyrir þeim, en ég græt bara og get ekkert sagt. Eftir það fara þær með mig ogsýna mér hvar hann liggur drukknaður, á litlu dýpi. Ég fer að gráta og tek hann í arma mína og fer með hann til lands þar sem ég faðma hann og kyssi. (Eftir að ég vakna bregður mér svo mikið að égfæ algeran grátkrampa). í draumnum minnist ég á malarveg ogfjöru, það er alls ekki til í veruleikanum. Stúlkurnar þekki ég alls ekki og man ekki eftir andlitum þeirra. Með fyrir- fram þakklæti fyrir birtingu. Sigríður. Þarna er líklega um að ræða tákn lifs- göngu ykkar tveggja en erfitt mun um vik að ráða drauminn, því til þess að svo sé gert til hlítar þarf draumráðandi að vita talsvert um viðkomandi og einnig að fá nánar ýmis önnur atriði draumsins. En hér skal reynt að ráða drauminn, en margt í ráðningu hans má alls ekki taka allt of bókstaflega, til þess gefur þú of litlar upplýsingar. Vegur sá, sem þið farið í upphafi, er tákn lífsgöngunnar. Þér hentar betur að láta berast með straumnum og vilt helst fara troðnar slóðir í því efni, en unnusti þinn á það til að hafa bæði sjálfstæðari og frumlegri skoðanir á ýmsum málum en almennt gerist og mun hann ráða ferðinni. Ekki verður lífsgangan ykkur alveg þrautalaus en þó á engan máta gleðilaus. Þarna bendir margt til að þér hætti til að sýna skoðunum hans lítinn skilning og það orsaki í mörgum tilvikum misklíð ykkar á milli. Ekki er Mlg dreymdi ósenniiegt að þið búið ekki alltaf hérlendis, að minnsta kosti ekki unnusti þinn, og takist ykkur að ná santan bendir ýmislegt til að þið uppskerið rikuleg laun erfiðisins. Það skal að lokum tekið fram að andlát hans í draumnum er honum einungis fyrir langlifi. Faömlög á Laugaveginum Kæri draumráðandi! Ég vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig og hann er svona: Ég var niðri í bæ með strák, sem vinnur með mér. Við hlupum á eftir vagninum sem ég tek á hverjum degi þegar ég er búin að vinna (við náðum honum ekki). Við ákváðum að labba niður Laugaveginn og héldum utan um hvort annað. Á Laugaveginum var alveg furðulegt fólk (rónar, kona með merki á erminni). Svo var ég komin á blindafylliri. Það varfrekar mikill snjór á götunum. Þarna fór hann vinnufélagi minn að gæla við mig (við skulum kalla hann Þ) og við lögðumst á jörðina. En þá kom annar strákur, sem fór að reyna að gæla við mig líka. Þ fór bara að fifiast við þennan strák og þóttist berja hann. Ég stóð upp, sá að vagninn var kominn aftur og spurði Þ hvort við ættum ekki að ná honum. Hann neitaöi ogsagði að við tækjum bara næsta vagn eða leigubíl. Þarna fór ég líka I gannislag við strákinn. Hann þóttist meiða sig og gerði það sama við mig (sparkaði). Þegar við voritm búin að fá nóg sagði strákurinn við Þ: Má ég ekki gæla við svona sæta stelpu? Nei, sagði Þ, ég á hana. Þ stóð þá upp og sagði að fólk gœti farið að horfa á okkur. Svo sagði hann: Gáurn hver getur þagað mest I 5 mín. og staðið kyrr. Eftir 2 mín. var ég búin að gefast upp. P. S. Ég var í blárri mittisúlpu, með hvíta vettlinga og I frekar þröngum gallabuxum og hvítum strigaskóm með einhverju rauöa ogbláu bandiyfir. í draumnum var ég miklu grennri en ég er í raun og veru. Svo fór ég i vinnuna daginn eftir og þar hitti ég starfs- vinkonu mína. Hún fór með mig inn á klósett og sagði mér að bíða á meðan. Hún kallaði svo aftur á mig og sagði mér að koma inn. Þar dró hún upp dömubindi, sem hafði verið látið bakvið ofninn, það var allt í blóði. Hún spurði mig, hvort ég ætti þetta, og ég varð að játa því. En ég sagði henni að hún mætti engum segja frá þesstt. Hún fór þá bara upp eins og ekkert væri og henti því í ruslafötu. Þá sagði ég henni að ég hefði ekki fitndið fötuna og þess vegna orðið að troða því þarna á milli. Þakka þérfvrir birtinguna, kæri draumráðandi. St/la Öll tákn þessa draums benda til að þú eigir á hættu að verða þér til minnkunar í annarra augum, ef þú ekki tekur þig á. Eitthvað tekur óvænta stefnu og þér gengur fremur erfiðlega að átta þig á hverjar afleiðingarnar geta orðið. Líklega færðu óvænta aðstoð í erfiðleikum frá nánum vini eða ættingja og það er þýðingarmikið að þú kunnir að meta þá hjálp að verðleikum. Meö helmingi lengri útlimi Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráðafyrir mig eftirfarandi draum. Mér þótti koma til mín maður. Hann sagði mér að sonarsonur minn hefði of langa handleggi og fótleggi. Ég sagðist aldrei hafa tekið eftir því, en þegar ég fór að hugsa um það fannst mér þetta vera rétt hjá honum, hann myndi hafa helmingi lengri útlimi en eðlilegt væri. Með fyrirfram þökk. A ustfirsk amma Sonarsonur þinn má búast við að mikil auðlegð og velgengni falli honum í skaut og ekki er ólíklegt að hann muni í framtíðinni njóta aðstoðar einhvers vinar eða kunningja, sem verður honum til mikils góðs á flestum sviðum. 46. tW. Vlkan27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.