Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 38
fyrir foreldra lítilla barna. Sögulegir, menningarlegir og hugsjónalegir þættir skipta miklu máli þegar ein þjóð ákveður bvað þjóðfélagið skuli gera fyrir fjölskyld- una eða mótar það sem oft er nefnt fjölskyldupólitík. Ameríska rannsóknin sýndi að Bandaríkin eru t.d. algjörlega vanþróuð í þessu tilliti. Þar er t.d. ekki almennt að for- eldrar fái fæðingarorlof né barnalífeyri. Bandaríkjamenn hafa heldur ekki ákveðið skipulag á dagvistunarmálum. í Austur-Þýskalandi voru hins vegar 60% allra barna undir þriggja ára aldri á dagheimili, og þar er leitast við að öll börn fái ókeypis dagheimilispláss. Svíþjóð er einstæð í mörgu tilliti þegar um fjölskyldupólitík og uppeldi ungra barna er að ræða. T.d. kom í ljós að sænskir feður hafa réttindi sem fyrirfinnast ekki annars staðar í heiminum. Þeir geta fengið fæðingarorlof til jafns við mæður. Svíþjóð var eina landið af löndunum 6 þar sem ekki er bara litið á uppeldi lítilla barna sem einkamál móðurinnar. Svíar veita foreldrum ungra barna rétt til 9 mánaða fæðingarorlofs (þeir geta skipt því með sér), rétt á háum barnalífeyri, rétt á 6 tíma vinnudegi og bjóða upp á dagheimili þar sem gæði eru tiltölulega mikil hvað viðvíkur fjölda starfsmanna og uppeldis- legum möguleikum. Hitt er annað mál að þó að lög og reglu- gerðir geri sænskum foreldrum jafnara undir höfði en tíðkast annars staðar í heim- inum eru ýmsir misbrestir á framkvæmd mála í Svíþjóð. Það eru t.d. aðeins 10% af börnum undir þriggja ára aldri sem hafa möguleika á að komast á dagheimili. Ennþá eru aðeins 14% af feðrum sem notfæra sér fæðingarorlof. Það eru efnameiri og betur menntaðir feður. Einnig kemur ekki fram í rannsókninni að oft verða sænskar konur að segja vinnu sinni upp þar sem þær geta ekki fengið dagheimilispláss fyrir börnin. Skoðanir á fjölskyldunni Hvernig mismunandi þjóðir reka sína fjölskyldupólitík er að miklu leyti háð því hvernig þær líta á fjölskylduna. í grófum dráttum má segja'að skoðanir þjóða skiptist í tvennt. Það eru þær þjóðir sem álíta að aðalábyrgðin á börnum eigi að hvíla á hinni einstöku fjölskyldu og það eru þær þjóðir sem álíta að það sé samábyrgð samfélagsins hvernig búið sé að fjölskyldunni. Slíkar grundvallarskoðanir eru síðan stefnumark- andi um það sem gert er eða ekki gert fyrir fjölskylduna. Þeir sem álita að barna- uppeldi sé einkamál hverrar fjölskyldu styðja t.d. miklu síður að byggð séu fleiri dagheimili en hinir sem álíta að samfélagið sé ábyrgt fyrir uppeldi allra barna. Skoðanir manna á fjölskyldupólitík mót- ast einnig af því hvernig skoðanir manna Lífskjör foreldraog barna víðsvegar um heim Oft ber fólk lifskjör sín saman við lífskjör annarra þjóða. Oft hefur slíkur saman- burður verið einskorðaður við efnahagsleg kjör. Þetta er sennilega skiljanlegt þar sem efnahagslegur samanburður er tiltölulega auðveldari en t.d. samanburður á andlegri velferð. Lífskjör eru hins vegar ekki bara peningar þótt það vilji oft gleymast. Það er hins vegar hægt að bera saman önnur lífs- kjör, lífskjör sem aldrei verða metin til fjár. Það er: Hvað gera iðnvæddar þjóðir fyrir foreldra lítilla barna, foreldra sem verða að sameina hlutverk hins útivinnandi manns og foreldrahlutverkið. Rannsókn í 6 löndum í öllum iðnaðarþjóðfélögum hafa stöðugt fleiri konur farið út í atvinnulífið. Það er vitað hversu erfitt það er að sameina útivinnu og foreldrahlutverk, sérstaklega þegar um lítil börn er að ræða. Iðnaðar- þjóðirnar hafa mætt þessari staðreynd á mjög mismunandi hátt. Columbiaháskóli reyndi í umfangsmikilli rannsókn að kanna hvernig 6 lönd hefðu komið til móts við úti- vinnandi foreldra. Rannsóknin var fram- kvæmd í Bandaríkjunum, Frakklandi, Sví- þjóð, Austur- og Vestur-Þýskalandi og Ungverjalandi, og niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar í Kaupmannahöfn í sumar. Fjölskyldupólitík mismunandi eftir löndum — Svíþjóð einstæð Rannsóknin sýndi að það var mjög mikill munur á því hvað löndin 6 gerðu 38 Vikan46. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.