Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 45
parfum delubin LETT OG FERSKT FRÁ PARÍS PARFUM EAU de TOILETTE SÁPUR LUBIN nnnnfr i ovmerwba: PARIS Tunauháltl 11. R Siml 62700 Claire sneri að barnum, sem var stolt Henrys. Hann stóð þar og blandaði sér i glas. Hún kinkaði kolli til hans í kveðjuskyni því að hún gat ekki látið sér detta neitt i hug til að segja. í augum Noels hafði hún séð eitthvað sem hún sjáif þekkti svo Vel að henni leið illa. Hún hafði líka séð eitthvað annað, eitthvað sem hún ekki gat alveg skilið — og hann vissi það. Spennunni létti á meðan Fay talaði um eitthvað sem ekki skipti neinu máii. Claire fylgdist með Henry Hallet, þar sem hann var nú tekinn til við að fægja glös, og hugsaði um hve hann væri dá- santlega heilsteyptur og blátt áfram. Hann sneri sér að henni og spurði giaðlega: „Þú vilt fá sama fallega kokkteilinn og venjulega, er það ekki? Við hin erum að lepja snjóbolta.” ClAIRE brosti til hans og svaraði: „Jú, takk, Henry. Annars finnst mér það reglulega illa gert af mér að láta þig hafa svona fyrir mér.” „Það er alveg hárrétt hjá þér,” svaraði hann striðnislega. Noel leit forvitnislega á þau til skiptis og spurði: „Hvers vegna? Hvernig er þessi fallegi kokkteill?" Fay varð fyrir svörum. „Claire er varla nein ofdrykkjukona," sagði hún hlæjandi, „svo að hún hefur fundið upp drykk sem ekki skaðar hana, ekki einu sinni i Makeli, miðstöð ofdrykkju- mannanna.” „Gestgjafinn fær heldur ekki tækifæri til að verða að áfengissjúklingi," bætti Henry við, lagði þerriklútinn á öxl sérog byrjaði að afhýða græna sitrónu. Hún vissi að þau væru bæði að stríða henni til að létta á spennunni i andrúmsloft- inu, bæði vegna hennar og Noels. „Hvers vegna?” spurði Noel aftur. „Og hvað gerir drykkinn svo fallegan?” Claire gretti sig til Henrys. „Vegna þess að það tekur svo iangan tíma að blanda hann.” „Ég skil ekki enn —” byrjaði Noel. „Henry,” sagði Fay, „kallar það að fegra hlutina þegar maður hefur óþarf- lega mikið fyrir þeim. Hann segir að Claire drekki fallega, því að það tekur svo langan tima að útbúa drykkinn fyrir hana að enginn annar i kringum hana nær að verða svo mikið sem hálfur.” Þegar Noel fór að hlæja þótti Claire sem það hljómaði jafnfallega og þegar hann talaði. og af einhverri undarlegri á- stæðu tók hjarta hennar kipp. „Jæja, þá fer ég að skilja allt þetta rósamál," sagði Noel. „Það er sennilega eitthvað í likingu við þá kenningu þina að þeir ættu að leggja veg i gegnum inn svo að ferðamenn á leiðinni ar þurfi ekki að aka meðfram nám- l;num og í gegnum Makeli?” „Einmitt. Það þyrfti heldur ekki að kosta sérlega mikið.” Henry færðist allur í aukana þegar þeir komu inn á betta uppáhalds umræðuefni hans. „Það kæmi að visu smáhlykkur á veginn viö öll tækifæri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sími 21355. vegna urðanna, en landamærin eru aðeins fjórar mílur frá tilrauna- námunni. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég auðvitað láta járnbrautarlínu námu- félagsins mæta —” Noel hlustaði áhugasamur á út- skýringar Henrys en Fay blikkaði Claire. „En þú verður þó að samþykkja,” sagði Norel þegar Henry þagnaði til að draga að sér andann, „að útsýnisleiðin meðfram námunum stendur fyllilega undir nafni. Útsýnið þar er reyndar meira en fallegt. Þegar ég ók þar fram hjá um daginn varð ég hreinlega að staldra þar aðeins við —” Hann þagnaði og leit út undan sér á Claire. „Nú, en hvað um það,” sagði hann og leit í áttina til barsins. „Þar sem við erum öll i þurrkví á meðan gesturinn biður eftir þessum sérstaka drykk sínum, þá hef ég ekkert betra að gera en að fylgjast með þessum merkisviðburði.” Noel var sýnilega skemmt á meðan hann horfði á tilburði Henrys við barinn. Hann setti þrjá ísmola í hátt glas, vætti þá síðan aðeins með nokkrum dropum af beiskum likjör, hellti einni teskeið af vermouth yfir, tæmdi fulla flösku af sódavatni yfir þetta og lagði siðan sítrónusneið af mikilli nákvæmni ofan á. Siðan hellti hann teskeið af gini yfir. Að lokum stakk hann löngum kokkteilpinna i gegnum miðja sitrónuna, áður en hann kom glasinu fyrir á bakka og rétti Claire drykkinn. þjónslegur mjög. „Ja, hérna," sagði Noel alvarlegur, „það er eins fallegt að þú ætlar ekki að keyra heim eftir þennan umgang. Þeir stöðva þig varla mjög oft hér, er það?” C-LAIRE hló ásamt hinum, með glasið i hendinni, og beið eftir að hin fengju sin glös. Augu hennar hvörfluðu ósjálfrátt að dagblaðinu á gólfinu við hliðina á henni. Það var samanvafið og lá þannig að hún átti jafnvel erfitt með að lesa fyrir- sagnirnar. Þetta var vel þekkt enskt helgarblað og það var opið við lista- siðuna. Hún tók eftir nafni John Kendricks, leikarans fræga. „Ég sá bróður þinn einu sinni," sagði hún feimnislega, „i Hamlet,” Noel varð allt i einu mjög stífur. Síðan svaraði hann, án þess að það vott- aði fyrir tilfinningu í röddinni: „Jæja. Er það?” 46. tbL VDcan4‘->
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.