Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 46
„Já. Ég — hann er alveg einstakur, ekki satt? Auðvitað er langt síðan. Þeg- ar ég var ung.” „Það er auðsjáanlega mjög langt síðan, eins og allir geta séð, sagði Noel. Claire svaraði aðeins með daufu brosi, beygði sig síðan áfram og greip höndum um glasið. „Já,” svaraði hún. „Fyrir fimm árum, rétt áður en faðir minn dó og ég kom hingað. Ég hefði gefið hvað sem var til að hitta hann og segja honum hve — hve —", Hún dreypti dreymin á drykkn- um, siðan fór hún að hlæja. „Veistu,” sagði hún undrandi á sjálfri sér, „ég varð svo hrifin — svo dáleidd — að ég lék mér að þeirri hugmynd að fara að bak- dyrunum, senda honum bréf og segja honum að systir mín þekkti systur hans i Makelia og — og — og að ég væri með skilaboð til hans, bara til að —” Rödd hennar týndist í hlátri Fay. „Henry,” sagði hún, „getur þú hugsað þér nokkuð ótrúlegra en Claire bankandi á dyr fataherbergis Johns?" Claire tók eftir því að Henry var allt í einu komin fram, út úr barnum og stóð nú á milli hennar og Noels. „Ekki til í dæminu. Hún er allt of feimjn. Viltu meira i glasið, Noel?” Claire mundi ekki hvað þau héldu á- fram að tala um. Hún var allt of undr- andi á því hve mikið hún hafði sagt við þennan ókunnuga mann. Eins og venja hennar var, hlustaði hún fremur en talaði, þar til Henry beindi spurningu beint til hennar varðandi ferðalag Bruces um landið. „Hvað er það sem hann vonast til að finna?” spurði hann. „Papemálverk?” Ég held það. Meðal annars auðvitað. Hann er líka að kaupa inn skinn og þvi um líkt.” „Hvemig gengur honum núna, Claire?” spurði Fay. „Hann hefur jú átt í töluverðu basli, er það ekki? Og honum hefur tekist mjög vel til með að snyrta verslunina. Mér finnst orðið reglulega gaman að kíkja þangað inn.” „Jú, ég held að honum gangi alveg sæmilega. Þó myndu nokkur Pape- málverk hjálpa. Á meðan ég man —” Hún sneri sér að Noel og tók eftir að hann horfði á hana fullur athygli í gegn-' um lituðu glerin. „Þig langaði til að fá að sjá eitthvað eftir Pape? Er það ekki?” „J ú, en það liggur ekkert á.” „Mér datt bara í hug, að ég hef eina mynd eftir hann. Sú mynd er kannski eitt af þvi besta sem hann hefur gert.” „Nú, svo að það var Pape, sem þú varst að leita að um daginn!" Fay brosti ástúðlega til bróður sins. „Og svo gleymdirðu bæði þér og mér.” Noel brosti aftur til hennar. En hve brosið breytir honum, hugsaði Claire með sjálfri sér. Yfirleitt virtist hann næstum því ósnertanlegur. „Jæja, þið töluðuð um þessar myndir þá um morguninn og ég var nógu for- vitinn til að.„. Og satt best að segja eru allar myndirnar héðan sem ég hef séð vægastsagt grófar.” „Hvort þær eru," Henry hló samþykkjandi. „Og svo eru þær allar eins — þorpsmyndin með konunum á akrinum, fila eða sebrahjörðin, og sólar- lagið — æ, þessi blessuð sólarlög — yfir útsýnishæðinni. Eina fólkið sem kaupir þessar myndir eru ferðamannahóparnir, sem vilja koma heim með sönnun um að þeir hafi komið til Afríku. Og þó kemst maður einstaka sinnum yfir eitthvað alveg sérstakt.” Noel kinkaði kolli og sneri sér siðan að Claire. „Hvernig komst þú yfir þetta? Og hvað fékk þig til að kaupa einmitt þessa mynd? Hefurðu vit á málara- Iist?” „Nei.” Claire hristi höfuðið. „Dermott, maðurinn minn, keypti hana. Hann vissi töluvert....” Undir Afríku- himni „Dermott hafði nef fyrir slíku,” sagði Henry. „Nef?” Noel Kendrick leit spyrjandi á hann, síðan sneri hann sér að Claire. „Það var ekki aðeins list sem hann hafði vit á,” sagði Henry. „Hann var slyngur náungi, ekki satt, Claire?” Claire tók eftir að Fay þrýsti glasið fast. Hún vissi að spennan hafði skapast aftur hennar vegna og vegna þess að þau voru að tala um Dermott. Það hafði vissulega verið hún sjálf, sem hafði minnst fyrst á hann, og það i sjálfu sér var óvenjulegt. Siðan henni hafði fundist sem hún sæi hann i Makeli siðasta föstudag hafði hann varla vikið úr huga hennar, og nú fann hún ákafa þörf fyrir að tala um hann, eins og til að vinna upp þögn síðastliðinna tveggja ára. Eða eins og hann hefði allt í einu verið vakinn aftur til lífsins. Hún starði niður á sítrónuna sem hékk nú eins og slytti á barminum á hálflómu glasinu. Síðan sagði hún: „Já. Hann hafði mjög næma tilfinningu fyrir slíku. Það var þetta tilfinninganæmi hans sem gerði hann að svo góðum lögreglumanni. Hann byrjaði hér í lögreglunni.” Noel kinkaði kolli. ,',Já, Fay hefur sagt mér það. Hann kom hingað fyrir tólf árum — er það ekki?” „Jú. Móðir hans dó þegar hann var litill. Siðan erfði hann smá peninga- upphæð eftir föður sinn og hann ákvað að fara og lita á heiminn. Hann var aðeins tuttugu og eins árs þegar hann kom til Makelia. Hann varð ástfanginn af landinu svo að hann ákvað að setjast hér að.” Henry hristi ísinn í glasinu. „Þetta var áður en námufélagið var virkilega komið af stað. Leitin var hafin en þeir voru ekki enn búnir að finna koparæðina sem gerði landið svo ríkt. Svo að Der- mott varð lögreglumaður.” Henry nuddaði nefið og settist síðan beint á móti Noel. „Þetta var auðvitað löngu fyrir minn tíma og Fays.” Nú tók Fay fyrst til máls: „Síðan flykktist fólk hingað úr öllum áttum og staðurinn stækkaði. Makelia var þá þeg- arsjálfstætt ríki.” „Ef það mátti þá kalla það því nafni.” Henry veifaði glasinu í áttina að Noel. „Það vantaði allan pening hér. Það var ekkert. Öll þjóðarframleiðslan samanstóð af ofurlitlu af maís, sykri, sítrónum, tóbaki og öðru sliku. En menntunin var i lágmarki. Að vísu voru Sem eina sérverslun landsins með skákvörur bjóðum við yður stærsta úrval landsins af taflmönnum, taflborðum, skákklukkum (4 teg., 8 gerðir) og skákbókum. Skrifið eða hringið og látið okkur vita hvers þið óskið, við munum senda yður tillögu okkar, eða ef þér óskið frekar velja fyrir yður (við erum fagmenn) eftir bestu samvisku og senda i póstkröfu. Þér hafið auðvitað fullan endursendingarrétt, ef yður líkar ekki val okkar. Sem verð- viðmiðun getum við nefnt eftirfarandi: Plastmenn kosta frá ca 3-10 þús., trémenn 10-40 þús., dúkar 1-5 þús., tréborð 7-45 þús., tréborð á fótum 30-50 þús., klukkur ca 25-75 þús. (sjá mynd; gengur í steinum, svissneskt útlit og gæði! 75 þús.). Látið okkur strax vita hvers þér óskið — Við leysum vanda yðar strax. Ánægjulegasta jólagjöf skákmannsins eru skákvörur frá Skákhúsinu. Skrifið eða hringið strax í dag. SKÁKHIISIÐ Laugavegi 46 — Sími 19768 P.O. Box 491 — 101 Reykjavik. 46 Vikan4b. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.