Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 63
heimilisfang einhvers blaös í Danmörku, þar sem ég get óskað eftir pennavinum. 2. Ég er með svo feit læri og kálfa. Viltu nú vera svo vœnn að gefa mér eitthvert ofsa gott ráð til að mjókka mig. Annars er ég ekki feit nema um lærin og kálfana, og kannski er ég með helst til stóran rass. 3. Lærin á mér eru svo bólótt, gefðu mér gott ráð til að losna við þær. 4. Til hvers er Clerasil notað og hvernig á að nota það? 5. Af hverju hafið þið ekki þátt um hvernig maður á að mála sig. Það er svoleiðis þáttur í Bravo, en það skilja nú ekki allir þýsku. Jæja, bæ, bæ. Ein spinnegal Reyndu að skrifa til dæmis Billetbladet en heimilisfangið er Gl. Ment 1, 1147 Kobenhavn. K. Hvað feitu lærin og kálfana varðar og þennan helst til stóra rass ætti að vera hægt að ráða bót á því vandamáli með réttum líkamsæfingum. Farðu í ein- hverja heilsuræktarstöð og þar áttu að geta lært réttar æfingar. Bólur á lærum skaltu láta alveg vera, því að krukk í slíkt getur gert illt verra. Hjá snyrtistofum geta starfsmenn aðstoðað þig í því vandamáli og þú átt alls ekki að reyna einhverjar „undra- aðferðir” á þér sjálf. Clerasil er tegundarheiti á einni gerð snyrti- eða hreinlætisvara og notkun þess er því mjög mismunandi. Til dæmis er ein gerðin húðkrem, sem á að hindra það að bólur komi á húðina og fíla- penslar, og svo er einnig af þeirri gerwmjög gott sjampó, sem á að eyða flösu úr hári. Við höfum alltaf öðru hverju birt þætti um snyrtingu og aðferðir við andlits- málun og beiðni þinni um nýjan slíkan er hér með komið á fram- færi. Langar ofsalega í sveit í Svíþjóð Kæri Póstur Við erum hérna tvær vinkonur og okkur langar alveg ofsalega til að fara í sveit í Eg er ekki sammála þessari grein þar sem stendur aö flest slys veröi í heima- húsum. Ég held að mamma sé orðin veik aftur, hún er farin að hiæja að fréttunum! Svíþjóð. Veistþú um eitthvert félag eða eitthvað svoleiðis sem gæti komið okkur I samband við fólk sem vill taka við sumarbörnum? Viltu þá vera svo vænn að gefa okkur upp heimilisfangið. En ef þú veist ekki um neitt, hvað eigum við þá að gera? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Vinkonur P.S. Þökkum gott efni I frábœru blaði. Það væri langárangursrikast fyrir ykkur að hafa samband við sænska sendiráðið og biðja það um aðstoð við að koma ykkur í samband við fólk í Svíþjóð eða benda ykkur á einhver félaga- samtök þar í landi. Ef þið eruð feimnar við að fara eða hringja sjálfar ættuð þið að fá einhvern fullorðinn í lið með ykkur — svona rétt til halds og trausts. Hvað á ég að vera þungur ef ég er 141 sm á hæð og skotinn í stelpu? Kœri Póstur! Ég hef aldrei áður sent þér bréf svo ég vona að þú birtir þetta bréf. Þannig er mál með vexti að ég er skotinn I stelpu en ég þori ekki að segja neinum frá því. Ég er 12 ára og hef verið skotinn I henni lengi. Ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér, getur þú hjálpað mér? Hvað á ég að vera þungur ef ég er 141 sm á hæð. Kær kveðja. Einn ástfanginn Það er ekki nema um eitt að ræða. Bjóddu henni upp á næsta skólaballi, reyndu að hefja samræður við hana í frímínút- um og svo gætirðu kastað í hana snjóbolta við hentugt tækifæri (ekki allt of fast samt). Möguleikarnir eru óteljandi — ef þú bara herðir þig upp. Líklega væri hæfileg þyngd fyrir þig einhvers staðar á bilinu 45-47 kíló en þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það nema vita eitthvað um beina- bygginguna. Það mætti halda að mamma væri alveg brjáluð Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og ég ætla að vona að þú birtir þetta bréf sem fyrst. Það mætti halda að mamma væri alveg brjáluð. Ef við gerum ekki það sem henni líkar, þá brjálast hún og segir: „Ég skal hengja ykkur þarna, helvítis fflin ykkar, ég skal svoleiðis drepa ykkur. ” Mér flnnst þetta svo leiðin- legt, hvað á ég að gera? Hún segir þetta næstum því daglega. Bless. KS Engin vandamál leysast með slíkum upphrópunum og þú getur treyst því að það er engin raunveruleg alvara á bak við þessi orð hennar, heldur miklu fremur um hreina uppgjöf að ræða. Líklega á móðir þín við einhver vandamál að stríða sem eru að reynast henni um megn og því er taugakerfið ekki upp á það allra besta. Talaðu um það við systkini þín og fáðu þau til að hugsa um málið af hlúfteysi og raunsæi. Það er nauðsynlegt fyrir ykkur að gera ykkur grein fyrir hvað veldur og reynast síðan móður ykkar sú stoð og stytta sem hún virðist þarfnast. Þegar hún svo er búin að ná betra jafnvægi ætti ykkur að vera óhætt að tala um þetta við hana og fá hana sjálfa til að reyna að breyta ástandinu líka. 46. tbL Vlkan63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.