Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 10
STUTT SÖGUÁGRIP Ef við lítum stuttlega yfir sögu Lundúna þá spannar hún rúmlega 19 aldir því járnaldar- menn settust að á bökkum Thames á undan Rómverjum þó þeir mynduðu aldrei neinn eigin- legan byggðarkjarna. Rómverj- ar voru fljótir að sjá kosti þessa staðar, ána mátti bæði nota sem landamæri og þjóðbraut og London varð því fljótlega mikil verslunarmiðstöð og hafnar- borg. Enn má sjá leifar af virkis- veggjum þeim sem Rómverjar byggðu í kringum borg sína. Þeir gerðu hana þó ekki að stjórn- arsetri en notuðu hana eingöngu sem hafnarborg. Þeir lifðu þarna miklu menningarlífi, byggðu fagrar byggingar og í byrjun 1. aldar e. Kr. varð London höfuð- borg landsins. Rómverjar yfirgáfu England á 5. öld. Saxar tóku við og eyði- lögðu næstum öll spor eftir rómverska menningu. Borgin lagðist þó aldrei alveg í eyði og smám saman byggðist þarna upp ný borg. Á tímum Alfreðs mikla var London vel víggirt þó að hún væri ekki stjórnarsetur. Það var ekki fyrr en Normanar komu til sögunnar að hún varð miðdepill allra stjórnarstarfa, þar sem þing og hæstiréttur höfðu aðsetur sitt í Westminster. Þar var líka hin konunglega ríkisfjárhirsla. Vilhjálmur sigurvegari lét byggja hinn fræga og illræmda Lundúnaturn (The Tower of London). Hann var síðan notaður sem höll og fangelsi allt fram á daga James I. Eina upp- runalega byggingin, sem stendur enn frá tímum Normana, er Hvití turninn. Hann saman- stendur af 13 turnum sem hver hefur sína sögu að geyma. Þarna gefur enn að líta menjar eftir fallöxi þá sem gerði svo margar sögufrægar persónur höfðinu styttri. Sir Walter Raleigh sat 13 ár í Blóðturninum, sem dregur nafn sitt af því að þar lét Ríkharður III myrða tvo frændur sína. Á veggjum Salt- turnsins og Beauchampturnsins má enn sjá sorgleg skilaboð krotuð á veggina af föngum sem venjulega áttu ekki afturkvæmt frá þessum dapurlega stað. Krúnugimsteinarnir eru geymdir í Wakefieldturni. OxfordstroeL Á næstu 400 árum blómgað- ist verslun og menntun mjög, Chaucer skrifar hinar frægu Kantaraborgarsögur og London verður miðstöð prentlistar. Borgin breyttist mjög á tímum Tudoranna, sem réðu ríkjum frá 1485-1603. England varð heimsveldi og eftir að klaustur lögðust niður var löndum þeirra skipt til ræktunar og landbúnaður blómgaðist mjög. Konunglegar hallir eru byggðar á bökkum Thames: Greenwich, Westminster, Whitehall, St. James, Hampton Court, Richmond og Windsor. Seinna var svo landsvæðum þeim sem fylgdu þessum höllum breytt í þá almenningsgarða sem svo mjög prýða Lundúnaborg. Verslun og menning hélt áfram að blómgast undir stjórn Stuartanna þrátt fyrir borgara- styrjöld og stjórnarbreytingar. Byrjað var að skipuleggja heilu 10 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.