Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 11
Fré hinum fragu Derfoy veðreéAum. borgarhverfin, eins og Covent Garden, bygging torga komst mjög í tísku og hélst sú tíska næstu 200 árin. Aðalsmenn byggðu skrautleg stórhýsi á landsvæðum milli borgarinnar og Westminster. En London var ekki sérlega heilsusamlegur staður. Árið 1665 létust um 100.000 íbúar úr svartadauða og ári seinna eyði- lögðust 4/5 borgarinnar í eldi, þar á meðal margar af miðalda- kirkjunum. Borgin var þó að mestu byggð upp aftur á 5 árum. Fyrstu dagblöðin komu til sögunnar og það tók að halla undan fæti fyrir konungs- valdinu. Kaupsýslumenn börð- ust einna harðast gegn ein- veldinu og komu loks Vilhjálmi af Orange til valda. Á næstu 100 árum óx vegur borgarinnar mjög, fjöldi nýrra húsa var byggður ásamt vegum og brúm. Lundúnaborg varð í orðsins fyllstu merkingu einhver mikilvægasta borg í heimi. Á 19. öld fjölgaði íbúum úr hófi og borgin sprengdi af sér öll bönd. Hún fylltist af fátækling- um og öreigum og almennt þjónustukerfi riðlaðist gjör- samlega. Iðnbyltingin breytir svo Englandi úr landbúnaðar- landi í iðnríki þar sem vinnu- kraftur er lítils metinn og barna- þrælkun algeng. Á þessum tíma risa rithöfundar eins og Dickens, Ruskin og Morris upp til varnar þessum réttlausu smælingjum. Tvær heimsstyrjaldir hafa óneitanlega sett sín spor á borgina og þá sérstaklega sú hin síðari, þar sem heilu hverfin voru lögð í rúst á einni nóttu. Vegna efnahagsörðugleika Breta hefur tekið langan tíma að byggja borgina upp að nýju og er reyndar ekki að fullu lokið enn þá. En þó Bretland sé ekki lengur heimsveldi er London sama heimsborgin og áður. Alls staðar svífur hinn sterki blær örlaga- ríkrar sögu yfir vötnum og á fáum stöðum er ferðamanni jafnauðvelt að lifa sig inn i sögu- fræga atburði og glæsilega tíma sem hann hefur annars aðeins kynnst af bókum eða séð ávæning af í sjónvarpi. HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR Vegna hinna öru gengisbreyt- inga höfum við kosið að gefa, verð upp í pundum. Þegar þe'tta er ritað er skráð gengi pundsins kr. 914. í hverju pundi eru 100 pence. Vegna þess hve oft er vísað til neðanjarðarstöðva verður orðið hér eftir stytt í skammstöfunina NS. HVAÐ KOSTAR FERÐIN? íslenskar ferðaskrifstofur skipuleggja vikuferðir til London. Kostnaður í þeim er með fargjaldi, flugvallarskatti, hóteldvöl og morgunverði: Regent Palace Hotel: kr. 195.800 Chumberland: kr. 240.300 Gloucester: kr. 258.300 Öll þessi hótel eru miðsvæðis og miðast verð við dvöl i tveggja manna herbergi. Ferðist fólk á eigin spýtur bjóða Flugleiðir tvenns konar fargjöld: Almennt fargjald: kr. 202.400 báðar leiðir og sérfargjald, gildistími 6-8 dagar: 139.100. Þeir ferðalangar sem vilja spara hótelkostnað ættu að skrifa til British Tourist Authority og biðja um bækling sem heitir London — 100 ódýr hótel (London — 100 Inexpensive Hotels). Þar eru skráð hótel, sem bjóða upp á dvöl í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði allt niður í lOpundásólarhring. Annars hefur breska ferða- málaráðið í hyggju að reyna að koma slíkum bæklingum í bóka- verslanir hér á landi og mundi það verða mjög til hagræðis íslenskum ferðamönnum. Einnig er hótelmiðlun á Viktoríustöðinni sem sérhæfir sig í útvegun á ódýru hótelhúsnæði. Sjálf hefur undirrituð reynslu af tveimur hótelum af dýrari og ódýrari gerð: The Basil Street Hotel, Knightsbridge, London SW3. Þetta er mjög gott hótel enda kostar nóttin í tveggja manna herbergi með baði 46 pund ásamt morgunverði, herbergi án baðs kostar 32 pund. Hitt er lítið en mjög þokkalegt hótel skammt frá Viktoríustöðinni: 108 Ebury Street, SW London, Mr. C. Batey. Þarna kostar tveggja manna herbergi ásamt morgunverði 15 pund á sólarhring, að sjálfsögðu eru svo ódýr herbergi ekki með baði. 47. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.