Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 21
lögfræðingur eða málaflutningsmaður eða jafnvel dómari.” Augu hennar voru mjúk og grá, og innri glóð þeirra veitti Piers nægilegt öryggi til að koma aftur á fund í málfundafélaginu. Þannig hófst samband hins hávaxna, granna, alvörugefna Piers Wainright og hinnar lifsglöðu Söru Lambert. Piers vissi, að hann átti sér marga öfundarmenn meðal hinna stúdentanna af sterkara kyninu. En það olli honum engum óþægindum, sjálfstraust hans jókst um leið og hann gerði sér ljóst, að samband þeirra Söru byggðist á gagn- ■ kvæmunt tilfinningum. N Ú fór í hönd dásamlegur tími ástar og unaðar. Þau fóru í langar gönguferðir, stundum þögðu þau saman, stundum hlógu þau saman að engu öðru en sjálfum sér og hamingju sinni. Þau fóru saman á tónleika, og hann, sem áður hafði verið hlutlaus áheyrandi, var nú fyrir tilverknað Söru virkur þátt- takandi I tónlistarklúbbi. Stundum undraðist hann þolinmæði hennar við sig. Hlaut hún ekki að þreytast á þvi að vera alltaf leiðandi, sterkari aðilinn? Sjálfur gerði hann sér ekki grein fyrir því, hvernig persónuleiki hans blómstraði í skjóli og yl ástar hennar. Hann hafði hugsað sér að bjóða henni með sér heim til Surrey í næsta sumar- leyfi til að kynna hana foreldrum sínum, og hann vissi, að þau mundu hafa lesið sitt af hverju út úr bréfum hans, sem nú voru þrungin lífi og áhuga. Honum var ljóst, að þau endurspegluðu þá lifs- fullnægju, sem hann nú varð aðnjót- andi. Þar til hinn óskiljanlega, hræðilega mánudagsmorgun, þegar hann kom að henni í herbergi sínu, titrandi og örmagna af gráti. „Hvaðer að, Sara?” Hún hélt áfram að láta niður í töskur sínar meðsmásmugulegri nákvæmni. „Breytt áætlun. Piers. það er nú allt og sumt. Ég hef ákveðið að fara heim. Ég er orðin þreytt á bókum og fyrir- lestrum og námi.” Hann gekk á hana, sagðist eiga rétt á að vita, hvers vegna hún færi. Aldrei fyrr hafði hann séð augu hennar svo líflaus og döpur. „Ég er búin að segja þér það. Ég þarfnast tilbreytingar.” Röddin harðnaði, og orð hennar voru sem löðrungur I andlit hans. „Og þú átt mig ekki, Piers. Við skuldum ekki hvort öðru neitt.” Hann skrifaði hvert bréfið af öðru, en fékk aldrei svar, og loks fékk hann bréfin endursend með stimplinum „Óþekkt heimilisfang”. Hún virtist horfin úr lífi hans. PIERS sökkti sér niður I námið og lauk prófi með láði. Hann settist að I stórum bæ skammt frá heimili foreldra sinna og varð brátt meðeigandi i fyrirtæki, sem átti fram- tíðina fyrir sér. Hann helgaði sig starfi sínu óskiptur, en margir höfðu áhyggjur af því, hversu gleðivana lífi hann lifði. Melanie Duncan var ein þeirra. Hún var falleg og væn stúlka, sem fyrirleit sjálfa sig fyrir einhliða dálæti sitt á Piers Wainright, sem augljóslega tók ekki eftir henni frekar en hún væri ekki til. En hún hélt áfram að dá hann og sýna honum áhuga. Og smám saman öðlaðist hún sess i tilveru hans. Hún bældi niður þá nagandi vissu, að hún gæti aldrei kveikt ástarbál í hjarta hans, en hún elskaði hann og lét sér nægja hornsætið í huga hans og tilveru. Og eitt jólakvöld tók Piers hana í fangið og kyssti yndislegar varir hennar og drakk meira kampavin, svo að hann hugsaði ekki sífellt um varir Söru og kossa hennar, og næsta sumar voru þau gefin saman í hjónaband. Þau keyptu indælt hús i úthverfi bæjarins, og I fyllingu timans fæddust Lucy og Claire, og Piers naut hamingju í hjónabandi sínu, á heimili sínu, hjá fjöl- skyldu sinni. Aðeins örsjaldan, á viðkvæmum einverustundum, leyfði hann sjálfum sér að minnast Söru ... H ANN var hrifinn upp úr hugsunum sínum, þegar Melanie reyndi að draga Itann inn í umræður um það. hvort leikritið, sem þau höfðu farið að sjá, hefði verið gott eða ekki. Hann horfði á hana og hataði sjálfan sig fyrir að bera náttúrlegan friðleik hennar saman við glæsta fegurð Söru. Hann velti fyrirsér. hvaðSara myndi segja. Ef til vill þekkti hún hann ekki einu sinni. Honum brá við tilhugsunina, og skyndilega fann hann, að hann varð að vita vissu sína. Hann færði stólinn sinn, svo að hann var nú I beinni sjónlínu frá henni. Það var sem hún hefði fengið hugskeyti, og sársaukinn skar hann eins og hnífs- stunga, þegar yndisleg augu hennar horfðu beint í gegnum hann. Það vott- aði ekki fyrir kunnugleika í augna- ráðinu. Slík voru launin fyrir tryggð hans við minningu hennar í næstum tuttugu ár. Gleymska, fullkomin gleymska. Hann tók til matar síns af ákefð, og hann sá Melanie og Lucy skiptast á augnatillitum. Skyndilega þarfnaðist hann stuðnings þeirra, og hann greip inn í samræður þeirra, kom þeim til að hlæja að glannalegum athugasemdum hans um leikritið. Hann borgaði reikninginn, og þau gengu út. Melanie sat stillt og stíf við hlið hans í bilnum, og hann sneri sér skyndilega að henni og brosti til hennar. Hann sá örvæntingu víkja fyrir fegin- leika í svip hennar. „Góður kvöldverður,” sagði hún, og rödd hennar var svo hikandi og óeðlileg, að dæturnar sátu hljóðar, slegnar yfir þessu einkennilega andrúmslofti. S ARA Lambert sat eftir í notalegu andrúmslofti veitingastaðarins. Hún þáði sígarettu hjá vini sinum og dró að sér reykinn. Ágæti Lionel. Hann hafði verið vinur hennar og samstarfsmaður í fimmtán ár, og hann vissi alltaf, hvað henni leið. Hún vissi, að hann hafði skynjað geðshræringu hennar, og hún var honum þakklát fyrir hljóðan skilning hans. Hún hafði séð Piers um leið og hann kom inn á veitingahúsið, og bitur minningin um hinn örlagaríka morgun fyrir næstum tuttugu árum skar hana líkt og hnifsstunga. Hún mundi enn hvert orð, sem læknirinn hafði sagt eftir allar rannsókn- irnar, sem hún hafði orðið að ganga í gegnum. Hún yrði að muna, að það væri alltaf von. en að öllum líkindum myndi hún lamast í fótum innan árs. Hún hafði tekið ákvörðun þegar i stað. Piers mætti aldrei komast að þessu. Hún þekkti hann of vel, hann tæki ekki í mál, að þau slitu sambandi sínu. Hann mundi heimta að giftast henni, og hún myndi láta undan. Og áður en árið væri liðið, kynni undursamleg ást þeirra að hafa breyst. Hann mátti aldrei komast að neinu. Og enginn myndi nokkru sinni fá að vita, hversu ofurmannleg áreynsla það hefði verið henni að láta nú sem hún þekkti hann ekki. Hún leit á Lionel. „Þetta var aðlaðandi fjölskylda. Hamingjusöm fjöl skylda.” Og Lionel var þakklátur fyrir, hversu lítil birta var í horninu jxtirra. Hún gat þá óséð grátið burt biturleikann, áður en hann æki henni i hjólastólnum gegnum veitingahúsið og út i nóttina. Endir, þýð. K.H. Ferskleiki í'inkcnnir kælilwk in frá KPS, Norcgi. rízkuliíiiniim frá sumu frarnh’idanda. . r s _ hlJ t’ö.'lt'.l"'5 * yswyr . íTQkpsi — Tryggur heimilisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995. 47- tbl. Vlkan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.