Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 22
Útdráttur: Kimberly Wells, Richard Adams og Heetor Salas voru stödd á svölum fyrir ofan stjórnsal Ventana orkuversins viö gerð fréttaþáttar um orkuverið, þegar skyndilega byrjaði allt að titra. Þrátt fyrir bann við slíku tekur Riehard mynd af því sem gerist. Þótt þarna sé feit frétt neitar yfirmaður þeirra að sýna þessa mynd þar sem hún var tekin i óleyfi. Jaek Godell, verkstjóri i stjórnsal Ventana, kemst að þeirri niðurstöðu eftir miklar vangaveltur að eitthvað sé aö i orkuverinu og að hann verði að komast að því, hvað það er. Kimberly ræðir við yfirmann sinn um að fá að sjá um alvarlegri fréttir en hún hefur séð um hingað til, en hann segir að henni fari best að sýna útlit sitt. Richard stelur myndinni af atburðunum í orkuverinu og sýnir hana dr. Klliott Lowell kjarneðlisfræðingi, sem segir að þarna hafi liklcga legiö við slysi. Kimberly fer aö leita Richards, hún finnur hann ckki en hittir þess í stað Jack Godcll. Þau kvnnast lítillega og hann fullvissar hana um að engin hætta hafi verið á ferðum. „Ég kann mun betur við fréttaþuli,” sagði hann og skaut öðru meistaraskoti. „Nú skal ég spyrja þig spurningar,” sagði Kimberly. „Gerum ráð fyrir að al- menningur eigi rétt á að fá að vita hlut- ina, gerum ráð fyrir þvi — þú afsakar hátíðleikann — að vel upplýstur al- menningur sé hornsteinn lýðræðisins. Getur þú þá ekki litið á fréttamanninn sem almannaþjón að vinna þjóðinni gagn?” „Hann ætti að gera það,” sagði Jack. „Hann ætti að vera það, en oftast vinnur hann til þess eins að bæta fjöður í hattinn sinn, fyrir eigin hagsmuni. Ég held að ég hafi ekki hitt of marga frétta- menn sem líta á sig sem þjóna almenn- ings.” „Allt i lagi,” sagði Kimberly, „þá skal ég reyna annað. Setjum svo að ég sé fréttamaður, sannur fréttaritari, algjör moldvarpa, rannsóknarblaðamaður, ha?” „Einmitt.” „Þá er spurningin: Var almenningur nokkurn tíma í hættu á einhverju tíma- bili slyssins í Ventana orkuverinu? Þú afsakar að ég nota orðið slys aftur — en ég hugsa að rannsóknarblaðamaður myndi nota það orð — til þess að komast nær sannleikanum!” Godell þagði um stund og horfði á hana. Andlit hennar var alvarlegt og ákveðið. Það var engin stríðni í svip hennar núna. „Allt í lagi, ungfrú Wells, þá skal ég segja þér svolítið,” sagði hann og lagði kjuðann varlega frá sér. „Þessi orkuver eru byggð með það fyrir augum að hægt sé að bregðast við slysum. Slík aðferð er kölluð ,djúptækar varúðarráðstafanir’. Það er ekki bara að það sé varakerfi, ef svo færi að eitthvað gengi úr skorðum, heldur líka. varakerfi fyrir varakerfin. Menn hafa eytt mánuðum og árum við að reyna að ímynda sér alla hugsanlega hluti sem gætu farið illa — og ég meina raunverulega alla. Frá mannlegum mis- tökum til jarðskjálfta, snjóbylja, termíta, músa sem naga sundur leiðslur, ryðs, sveppavaxtar, veðurbreytinga og alls þessa blandað saman með öllum frá- hvörfum og breytingum. „Þegar hvert orkuver er byggt er hver einasti veggur, hver einasti hluti bygg- ingarinnar, hver einstök ró og skrúfa — ég á ekki við salernin og kókakólavél- arnar — en allt sem viðkemur heildar- byggingunni er röntgenmyndað, litrófs- kannað og hvað eina. Þetta verður að vera viðurkennt og vottað af byggingar- fyrirtækinu. Við erum að tala um billj- ónir dala og þetta er bara ein ástæðan fyrir því að þetta er svona dýrt. En þú mátt trúa því að þetta er líka öruggt. Skoðað, skoðað aftur og skoðað enn einu sinni.” „Fyrst við vorum að tala um þuli —” sagði Kimberly. „Hvað?” „Nú, þú ert nú búinn að flytja áhrifa- mikinn ræðustúf, en þú hefur líka komið þér undan því að svara spurningunni.” „Þú ýtir svo sannarlega á, eða hvað,” sagði Jack bæði hrifinn og skemmtilega angraður. „Ég er að leika rannsóknarbiaða- mann.” „Allt í lagi, allt sem maður gerir felur í sér einhverja hættu. Ef hann liggur í rúminu þá getur hann fengið legusár. Ef hann setur hatt á höfuðið getur hann orðið sköllóttur. Ef hann ekur bíl getur hann jafnvel drepið sjálfan sig. Og ef hann etur kjúkling, hamingjan sanna, hann á það á hættu að neyta of mikilla hormóna eða festa bein í hálsinum á sér. Hættan er það gjald sem við greiðum.” XX Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.