Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 34
STJÖRNUSPÁ llnilurinn 2l.mars 20.april ‘l>ú átt mjög góöa vini. sem þú ert á góöri leið meö að missa vegna óþarfa afskiptasemi. Einbeittu þcr frekar að þúr sjálfum. Nauiirt 21. ijiríl 2l.maí Maður nokkur hefur mikinn áhuga á framtíð þinni. Hlustaðu á það sent hann hefur að segja, það gæti komið að góðunt notunt. Tiíhurarnir 22.mai 21. júni Þú gerir smámistök sem þú tekur allt of nærri þér. Hættu að hugsa um það og þá lagast alh. Farðu út að skemmta þér á laugar- dagskvöldið. hr.shhinn 22.jiiní J.V jnli l.jonitl 24. júli 24.á|tú«l Wr verður boðið í sant kvæmi sem þú ættir sjálfs þins vegna að afþakka. Þú hefur trassað skyldur þínar um of undanfarið. H.vernig væri að athuga gang fjölskyldulifsins? Þig langar til að koma skoðunun þinunt á ákveðnu málefni á framfæri. Reyndu að gera það á heppilegum tima. þvi töluð orð verða aldrei aftur tekin. Vikan verður ntjög róleg og þér gefst timi til að hugsa um ákveðið vandamál. Vertu fast heldnari á peningana þina. þvi þú þarft bráð- lega á þeim að halda. Þú ert staðráðinn í að vinna vel verkefni scm fyrir þig he'ur verið lagt. Gættu þess samt að ofreyna þig ekki. þaö er ekki þess virði. Farðu í ferðalag um helgina. Þú stendur frammi fyrir miklum framkvæmdum. Vertu ekki feiminn við að biöja fjölskylduna um aðstoð. Þú átl það margfalt inni hjá henni. Þú átt vi>n á óvæntu simtali i vikunni. Il»l*maðurinn 24.nói. 2l.dcs. Þú hefur lengi átt von á aðákveðnu atriði verði breytt. Nú kemur að þvi og þá verður lcitað til þin um ráð. Ef þér tekst vcl upp mun það auka hróöur þinn til muna. Auklu ekki áhyggjur annarra með endalausu suði um vandamál þin. Líttu á lífið með bjart sýni því það birtir upp um siðir. Varastu ógreinilegt orðalag. Þú hefur vcl til þess unnið að létta þér upp og sprella dálitið. Láttu öfund annarra sem vind um eyrun þjóta. Það kentur lil þín sjaldséður gestur sem þú skalt taka vel á móti. Ósjálfstæði ákveðinnar persónu fer í taugarnar á þér. Ef þú sýnir þolin mæði mun þér verða rikulega launað. Taktu það rólega þessa viku þvi miklir atburðir eru framundan. tmm MEÐ INNILEGASTA ÞAKKLÆTI Simmersö dó í gær. Það var hjartað sem sagði stopp og neitaði að ganga lengur. Og engan skyldi undra það sem þekkti til lífshátta Simmersös. Hann varð samt 88 ára og dó sem forhertur piparsveinn með hóp af vinum og hjá konum við banabeðinn og spaugsyrði á vörum. Kannski hefði Simmersö orðið 100 ára hefði hann ekki brennt kertið í báða enda. Alla ævi hafði hann kunnað að meta góðan mat, kaldan snaps, ískældan bjór, stóran vindil, glas af víni og yfirleitt allt sem talið er til lífsins gæða. Þar er kvenfólk ekki undanskilið. Hann eltist við hvaða pils sem hann sá allt til þess síðasta og það var alls ekki árangurslaust þvi Simmersö naut ætíð mikillar kvenhylli. Það var lika eitt af því sem hann kunni að meta. Þó var ein stúlka í lífi hans sem ekki vildi sjá hann. Víóla. Nú skulum við bregða okkur svo sem 70 ár aftur í tímann. Það er fallegur sumardagur og sviðið er skemmtigarður í litlu þorpi. Simmersö gengur fram og aftur fyrir framan litla garðhúsið þar sem unga fólkið á sér stefnu- mót. Hann er klæddur allra bestu sparifötunum sínum, útsaumuðu vesti, með manndrápsflibba um hálsinn og nýjan stráhatt á höfðinu. Öðru hverju dregur hann úrið upp úr vasanum og lítur örvæntingar- fullur á það, því tíminn líður óðfluga. Og með hverri mínút- unni minnkar vonin um að hún komi. Draumadísin hans. Hún sem er honum allt. Án hennar er lífið einskis virði. Hún er konan sem hann hefur kosið sér sem lífsförunaut um alla eilífð. Hún á að fylgja honum í gegnum þykkt og þunnt, sorg og gleði, meðbyr og mótbyr. Og þarna kemur hún. — Víóla, ástin min, hrópar Simmersö í gleði sinni og grípur um liljuhvítar hendur hennar. — Loksins kemurðu. Loksins! Víóla lætur fallast á bekk. — Puh ha, segir hún og tekur af sér gula stráhattinn með rauðu slaufunni undir hökunni. — Þvílíkur hiti. Simmersö grípur um imanndráparann eins og hann vilji með því koma hjartanu á sinn stað. Það situr nefnilega í hálsinum á honum og slær og titrar svo hann óttast að það hrökkvi út um munninn á honum í næsta skipti sem hann opnar hann. Því að í dag er hinn stóri dagur. í dag mun Víóla taka bónorði hans. Hann litur í kringum sig. Þau eru alein. Fjörlegir píkuskrækir hljóma neðan frá bátabryggjunni. En hún er svo langt í burtu að það gerir ekkert til. Nú er tækifærið! Hann grípur aftur um hendur Víólu, horfir fast í augu hennar og steypir sér út í það: — Ástin mín, tautar hann hásróma. — Ég vil að þú verðir mín. — Þín, endurtekur Víóla. Alveg eins og það eigi hana svo margir aðrir. Sem getur svo sem vel verið rétt því hvað er hægt að sanna í þeim málum? — Já, mín . . . Gifstu mér. Ég er með trúlofunarhringana í vestisvasanum. Vertu mín og ég skal bera þig á höndum mér allt til . . . . Hann snarþagnar. Hann hafði ætlað sér að segja allt til heimsenda en finnst það dálítið útslitinn frasi. Svo að í stað þess bætir hann við: — ... þess að dauðinn aðskilur okkur. — Ég er sama sem trúlofuð öðrum, segir Víóla og lagfærir púffermarnar á silkiblússunni sinni. Simmersö stekkur á fætur og starir náfölur á Viólu. Á draumadísina sína. Sína útvöldu. — Sama sem trúlofuð öðrum, hváir hann hásróma. — Hverjum þá? — Alfreð, syni lyfsalans. Simmersö sortnar fyrir 34 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.