Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 46
fyrir mánuði síðan, að hún hafði ekki orðið draumsins vör. ESSA nótt, þegar Claire heyrði dyrnar opnast, vissi hún strax, að hana var að dreyma. Það er allt í lagi, sagði hálfsofandi heili hennar, þvi að ég hef fulla stjórn á þessu. Ég get stöðvað drauminn hvenær sem mér dettur i hug. Það lá meira að segja við að hún hugsaði ánægð: Ég er fegin að hann skuli vera kominn heim. Hvað ætli klukkan sé? Skyldi hann hafa verið með einhverri annarri? Siðan, eins og ætíðáður, varð hún vör við þögnina. Vindurinn bærðist ekki og tunglskinið var horfið. Herbergið var niðadimmt. Nú. Hún varð að opna augun áður — hún starði upp og sá veruna standa við hliðsér. Þetta gat ekki verið Dermott, hugsaði hún hrædd og vantrúuð. Veran var allt of há, að minnsta kosti sjö fet og íklædd svartri skikkju frá hvirfli til ilja. Eða var þetta lak? Nei, það var hetta yfir höfðinu, og á bak við hana glitti i eitthvað hvitt og gljáandi. Það var ekkert vatn i þetta skiptið. Og ekkert andlit. Claire æpti upp yfir sig og kastaði sér fram úr rúminu, í áttina að dyrunum. Einhvern veginn tókst henni að opna þær og æpandi hljóp hún inn i stofuna. Henni tókst á einhvern furðulegan hátt að komast í gegnum stofuna án þess að reka sig utan í húsgögnin, og hún kom að garðdyrunum og byrjaði að fitla taugaóstyrk við lásinn. Stór bill ók fram hjá og bílljósin lýstu upp veru, sem stóð fyrir utan dyrnar tilbúin til að banka á þær. HúN heyrði i gegnum sin eigin óp að Noel Kendrick sagði skipandi: „Hættu þessu og opnaðu dyrnar.” Rödd hans fékk hana til að ná aftur valdi á til- finningum sínum. Þegar henni hafði tekist að ná slánni frá dyrunum og opna kom hann inn og lokaði á eftir sér. Orðalaust dró hann hana að sér og virtist ekki taka eftir næfurþunnum náttkjól hennar, eða að eitthvað væri einkennilegt við útlit hans þar sem hann var fullklæddur í garði hennar um miðja nótt. Claire þrýsti sér þétt upp að honum, lagði höfuðið á brjóst hans og grét. Hún kom allt i einu til sjálfrar sin þegar hún, um leið og hún þerraði tárin, varð vör við hönd hans á baki sinu — og þá staðreynd að náttkjóllinn hennar var næstum gagnsær. Þegar hún dró sig úr faðmlögum hans sleppti hann henni hægt, á þann hátt að það varð meira skipandi en kelið. „Sæktu náttsloppinn þinn,” sagði hann. „Þér verður kalt.” Claire fór aftur að gráta þegar henni varð hugsað til að fara aftur inn í svefn- Undir Afríku- himni herbergið. Hann gekk orðalaust inn í ganginn. Hún heyrði hann róta þar í fatahenginu og að lokum kom hann inn aftur með gamla regnkápu, sem hann rétti henni orðalaust. „Þetta er betra,” sagði hann og kveikti síðan Ijósin. „Martröð?” spurði hann stuttlega. Síðan virti hann hana betur fyrir sér. „Hvar geymirðu áfengið?” Þegar Claire var sest í gamla hægindastólinn hans Dermott með koníaksglas í hendinni varð henni hugsað til þess hve einkennilega ófeimin hún eiginlega var við Noel. „Jæja, segðu mér nú frá þessu,” sagði Noel og þegar hún hikaði hélt hann áfram: „Komdu nú fram með það. Það bætir ekkert að vera að loka þetta inni með sér. Það gerir aðeins hlutina verri.” Hún sagði honum frá öllu. Mar- tröðunum, sem hún hafði fengið áður, og svo þessari sem jaðraði við vökudraum. Hún sagði honum þó ekki frá manninum sem hún hafði séð og liktist Dermott svo mjög. Hún hefði heldur ekki átt að segja Bruce frá hon- um. Hann hlustaði þegjandi og þagði líka lengi eftir að hún hafði lokið frá- sögninni. „Ég var vakandi,” sagði Claire þrjóskulega og tók þögn hans fyrir vantrú. „Ég var með opin augun." „Humm,” Noel reis allt í einu upp. „Komdu,” sagði hann. Við skulum lita á herbergið þitt.” Þegar hún færði sig ekki um set beygði hann sig yfir hana, greip um hendur hennar og dró hana upp úr stólnum, með styrk sem hún undraðist. „Komdu,” sagði hann aftur. Munnur hans var einbeitnislegur. „Það þýðir ekkert að fela sig eða hlaupa. Það gerir ekkert gagn.” Svefnherbergisdyrnar voru galopnar, eins og hún hafði skilið við þær. Noel gekk inn á undan henni og hélt enn um hönd hennar. „Hvar er kveikt? Nú, þarna var það.” Lakið lá fram úr rúminu eins og hún hafði fleygt þvi frá sér. Teppið, sem hafði verið lagt saman við fótagaflinn, lá á gólfinu. Að þessu undanteknu var her- bergið nákvæmlega eins og venjulega. Glugginn var næstum heill veggur á bak við rúmið og gardínurnar voru dregnar fyrir. Noel sleppti henni, gekk að glugganum og þreifaði á gardínunni. „Þær virðast vera þungar,” sagði hann og hann sneri sér að henni. „Sérstaklega hér i Afriku.” „Sólin gengur heilan hring um há- Finlux Ferðatösku r í miklu úrvali Verslunin Hallarmúla opin tii hádegis laugardaga. 46 VlKan 47-tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.