Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 47
sumarið og skín hér inn i klukkutíma eftir hádegið,” útskýrði Claire. „Loft- kælingin er ekki nógu góð svo að ég lét sauma þessar gardinur til að halda hitanum og birtunni úti. Annars dreg ég þær næstum aldrei fyrir.” „Einmitt.” Noel horfði enn rannsakandi á hana. „Segðu mér eitt,” sagði hann. „Ertu nærsýn?” Claire fann að hún roðnaði. „Dálitið,” svaraði hún stuttlega. „Hvers vegna spyrðu?” „Augu þin líta þannig út,” svaraði hann. „Hver einasta kona sem ég hef þekkt með augu eins og þú hefur verið nærsýn. Þetta hjálparvana augnaráð kemur upp um þær.” Augu hans mættu hennar stutta stund, áður en hann leit á gardínurnar. „Sérðu það ekki?” sagði hann að lokum. „Þú opnaðir augun til að stöðva martröðina, og það fyrsta sem þú sást var brún gardínunnar, með hvítum hnúðnum efst uppi.” Hann settist á rúmið og lagði höfuðið á koddann um leið og hann starði upp i loftið. „Jafnvel þó að ljósið sé kveikt get ég séð hvernig þetta hefur litið út. Og úti er ekkert tunglskin, aðeins örfáar stjörnur.” Hann stóð upp úr rúminu og gekk til hennar þar sem hún stóð i dyrunum. „Nei,” sagði hann. „Þetta var enginn draumur. En þetta var heldur ekki raunveruleiki, eða hvað?” Hann brosti til hennar á meðan hann beiðeftir svari. Claire svipaðist um I herberginu og augu hennar staðnæmdust við gardínurnar. Hún dró djúpt að sér and- ann og spennunni létti. „Nei,” sagði hún sannfærð. „Það var ekki raunverulegt. Og svo var ekkert vatn.” Ef Noel tók eftir að hún titraði lét hann sem hann sæi þaðekki. „Sérðu það núna?” spurði hann. „Þú ert loksins að losna við þetta.” Hann sneri sér við í dyrunum. „Er allt i lagi með þig núna?” Þegar hún kinkaði kolli sagði hann: „Allt í lagi,” og gekk ákveðnum skrefum fram á ganginn. „Komdu þá og læstu á eftir mér.” Siðan var hann horfinn. SóLIN var varla komin á loft þegar Bruce kom akandi á Land-Rovernum tveimur dögum seinna. Hann virtist þreyttur og spenntur. Claire bauð honum morgunmat, sem hann snerti varla. Hann sagðist hafa komið við i versluninni áður en hann kom til Black- rock í heimsókn til hennar. „Fannstu eitthvað merkilegt?” spurði Claire. „Hitt og þetta.” Þar sem hann tók ekkert sérstakt fram né sýndi henni neitt, spurði Claire einskis frekar. Hún spurði heldur ekki hvernig honum hefði gengið að ná í Pape-málverkin. Hann virtist svo þreytulegur að hún ákvað að spyrja hann seinna. Rebecca kom hljóðlaust inn og byrjaði að safna saman borðbúnaðinum, eins og til að gefa I skyn að þau hefðu setið þarna nógu lengi. Hún var vön að vera ákveðin í hreyfingum og virtist hún þó klaufalegri en venjulega. Fimm minútum seinna, þegar Bruce var að segja frá mótmælagöngu stúdenta á flugvellinum, tók Claire eftir að þjónustukonan var enn í herberginu. Hún sneri sér að henni og sagði: „Þakka þér fyrir, Rebecca. Þú getur farið núna.” „Borðið þér hádegisverð heima, frú?” Dökk augu Rebeccu hvörfluðu frá Claire til Bruces. „Ég veit það ekki. Ég læt þig vita seinna.” Hún fylgdist með þjónustu- stúlkunni þar til hún hvarf í áttina að eldhúsinu, síðan sneri hún sér að Bruce og sá að hann gerði sig líklegan til að fara. „Ég leit bara inn til að sýna þér að ég væri kominn heim í heilu lagi,” sagði hann, „og til að fullvissa mig um að allt hefði verið í lagi hjá þér á meðan ég var að heiman. Þú varst hálf þreytuleg — ert það reyndar ennþá." Hann leit hugs- andi á hana. „Er allt í lagi með þig, elskan?” „Já, auðvitað. Ég hef það fint.” Claire varð hugsað til martraðarinnar og heim- sóknar Noel Kendricks þar á eftir. Það ar ekki til neins að vera að segja frá því. Þetta var liðið hjá núna. Eftir að Bruce var farinn tók Claire greinina til Makelia Times og gekk að bílnum. Fay Hallet var I garðinum. Hún var að tína appelsínur og fleygði þeim í körfu sem stóð fyrir neðan hana. Þegar hún veifaði til hennar, hrópaði Fay: „Viltu fá eitthvað af þeim. Ég sé að þínar eru ekki enn þroskaðar.” „Ef þú mátt missa þær. Við getum svo deilt mínum þegar þínar eru búnar.” Síðan opnaði hún bíldyrnar og hrópaði:„Ég verð að skila þessu núna,” um leið og hún veifaði umslaginu til Fay. „Claire.” „Mmmmm?" „Mérdatt I hug hvort þú gætir snætt hádegisverð með Noel. Við Henry borðum í klúbbnum en Noel —” Fay hikaði, siðan hélt hún áfram: „Honum líður orðið mikið betur, en hann fær stundum þunglyndisköst. Mér líkar ekki að hugsa til þess að hann borði einn." „Nei. Ég skil. Hann getur komið og borðað hér hjá mér og litið á málverkið í leiðinni.” Claire fann hvernig hún roðnaði. Skyldi Fay vita um þessi fáránlegu óp hennar í fyrrinótt? Fay, sem misskildi roða hennar, kom til hennar og lagði höndina á handlegg hennar. „Þakka þér fyrir, Claire. Ég held að hann kunni vel við hve róleg þú ert. Það hjálpar honum.” Óp hennar sjálfrar bergmáluðu í eyr- um Claire, og hún fékk ákafa löngun til að hlæja hátt. Framh. i nœsta blaði. At’tershave Gift (75 ml Aftershave and 10ögTalc) ’^Luxury Gift (75 ml Aftershave i ml Cologne and Leather Belt) ÍSLEHZK 870 Travel Gift 30 ml Aftershave. 50g Talcj 869 \ Bath Gift (30ml Aftershdvt'. 30 ml Cologne and Soap On A Rope) 47. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.