Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 21
Einlægur aðdáandi Hannibals — Ég er borinn og barnfæddur Bolvíkingur. Pabbi var lengst af sjómaður á smærri bátum en síðustu árin reri hann á skektu. Sjálfur fór ég á sjóinn 13 ára gamall. Við vorum fimm systkinin og á þessum árum voru fjárhagsástæður almennt slíkar að unglingar þurftu að leggja sitt af mörkum til heimilisreksturs strax og þeir gátu. Sennilega þætti nútíma unglingi hart að leggja helming tekna sinna til foreldrahúsa en ég tel að þetta uppeldi hafi verið mér afar hollt. Þannig lærði ég fljótt að standa á eigin fótum og gera meiri kröfur til sjálfs mín en umhverfisins. Og fólk i litlum sjávarplássum eins og Bolungarvík var stöðugt í tengslum við undirstöðuatvinnulífið og er raunar enn þó lífskjör hafi batnað. — Auðvitað hlýtur slíkt umhverfi og uppeldi að móta skoðanir manns og þar er ég engin undan- tekning. Kannski er mér þó minnisstæðust frá uppvaxtarárum mínum hin nána snerting við líf og dauða og hinn sífelldi ótti sem sjómannsfjölskyld- urnar bjuggu við. Þá voru hafnarskilyrði svo slæm að bátar voru hifðir upp að kveldi og sjósettir að morgni og i vondum veðrum var hver sjóferð barátta upp á líf og dauða. Ég minnist þess að ég fór aldrei að sofa á kvöldin fyrr en pabbi var kominn heim og vildi raunar helst ekki setjast að kvöldmat án hans. Þessi innibyrgði ótti um líf hans nagaði mig engu siður á fullorðinsárunum þvi að siðustu árin reri hann einn á árabát og skeytti lítt um veður. — Mamma vann alltaf í fiski eða vaski eins og það var þá kallað. Hún er núna 76 ára gömul en ekki nema tvö-þrjú ár síðan hún hætti i fiskinum. Foreidr- ar minir höfðu engan sérstakan áhuga á stjórnmálum og innrættu mér því hvorki eitt né annað í þeim efnum. Svo það var frekar umhverfið og lífskjör okkar sem-ollu því að ég fékk snemma mikinn áhuga á félagsmálum og þá sérstaklega á kjörum sjómanna. Ég byrjaði ungur að starfa fyrir verkalýðsfélagið, tók þar við formennsku 1969 og síðan bættust við störf i þágu sveitarstjórnar. En sennilega varð Hannibal mér mestur hvati til að leggja út i stjórnmálin, ég var og er enn einlægur aðdáandi hans. Ég trúi því að unnt sé að sameina alla lýðræðissinnaða jafnaðarmenn í einn flokk — Þrátt fyrir framboð mitt fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hef ég alltaf litið á mig sem jafnaðarmann og á unglingsárunum var ég flokks bundinn i Alþýðuflokknum. Ég dreg þó enga dul á að ég var lengi vel mjög óánægður með forystu þessa flokks og innganga mín í hann núna þýðir síður en svo að ég sé alfarið ánægður með hann. En ég vil þá leggja mitt af mörkum til að breyta honum til hins betra. Ég trúði þvi er ég fór í framboð fyrir Samtökin og trúi þvi reyndar enn að unnt sé að sameina alla lýðræðis- sinnaða jafnaðarmenn í einn flokk sem yrði jafn öflugur verkalýðsflokkur og Alþýðuflokkurinn var á sínum tíma. Raunar þer brýna nauðsyn til að breyta pólitískum viðhorfum hér þannig að tekið verði upp tveggja flokka kerfi, svo brýna að það er spuming hvort ekki ætti að gera það með lögboði gangi f>að ekki öðruvísi. Það hefur margsýnt sig að jretta kerfi margra flokka leiðir ekki til annars en eilífra hrossa- kaupa, málin eru aldrei leyst á raunhæfum grundvelli heldur með einhverju bráðabirgðasamkomulagi sundraðra stjórnmálamanna. — Það eru því miður ekki nein hjartans mái sem 48. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.